SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 32
32 13. júní 2010 Þ egar fólk flyst búferlum milli landa fylgja því óumflýjanlega miklar breytingar af ýmsum toga. Það þarf að setja sig inn í nýtt samfélag, siði, tungumál og aðstæður og í sumum tilfellum spilar veðurfarið inn í. Það er hins vegar æði misjafnt hvernig fólki gengur að fóta sig í nýju samfélagi; að skilja þennan nýja heim, enda mis- jafnar aðstæður sem valda flutningi fólks. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands frá í mars eru útlendingar búsettir hér á landi 35.121. Þar af teljast flóttamenn 352. Sam- kvæmt upplýsingum frá Rauða krossi Ís- lands hafa 512 flóttamenn komið til lands- ins frá árinu 1956 þegar 56 Ungverjar komu til landsins á aðfangadagsmorgun eftir að uppreisn hafði brotist út í heima- landi þeirra. Árið 2005 komu 24 konur og börn frá Kólumbíu gegnum Ekvador og Kosta Ríka til Íslands sem flóttamenn, en í Kólumbíu hefur borgarastyrjöld geisað linnulítið í hátt á fimmta áratug. Þetta fólk kom hingað á vegum samtakanna Women at Risk. Árið 2007 kom annar hópur þaðan, 30 konur með börn. Allt er þetta fólk enn búsett hér á landi og samkvæmt tölum Hagstofu telur kólumbíska samfélagið nú 154 manns. Ástin breytti öllum plönum Maria Helena Sarabia var skiptinemi frá Kólumbíu í Þýskalandi þegar hún kynnt- ist ungum Íslendingi á vegum sömu skiptinemasamtaka. Hún kom ung og ást- fangin til Íslands fyrir 20 árum án þess að vita kannski mikið um land og þjóð. Í dag er hún dagmóðir í vesturbæ Reykjavíkur, gift Gunnlaugi Karlssyni, Íslendingnum sem hún hitti í Þýskalandi, þau eiga sam- an þrjú börn og hún er meiri Íslendingur en margir innfæddir. Hvernig stóð á að þú komst hingað? „Ég var skiptinemi í Þýskalandi fyrir rúmum 20 árum. Maðurinn minn var á vegum sömu samtaka og þannig breyttust öll mín plön. Ég kom til hans, ung og ást- fangin og hélt að þetta yrði lítið mál. Á þeim tíma var lítið af útlendingum hér, sérstaklega dökku fólki. Og svo varð þetta mikið mál eins og hann var búinn að segja mér en ég þrjóskaðist við og sagði bara: „Nei, nei, nei.“ Íslendingar virtust hræddir við að tala vitlausa ensku og töl- uðu bara ekkert við mig, þannig að það myndaðist oft óþægileg stemning. Fólk treysti sér ekki til að tala við mig fyrir framan aðra. En ef það var einn á móti einum … Æði! Og eldra fólkið bjargaði mér, það var svo óhrætt að tala við mig ís- lensku þótt ég skildi ekki neitt og var svo elskulegt og áhugasamt. Eldra fólkið vill Að skilja þennan nýja heim Það er hægara sagt en gert að rífa fjölskyldu sína upp með rótum og koma sér fyrir í nýju sam- félagi. Íslendingar hafa meðal annars tekið við flóttamönnum frá Kólumbíu og hér er rýnt í hvernig til hefur tekist. Nanna Gunnarsdóttir María Helena dagmóðir er í einni af stuðnings- fjölskyldunum sem gefið hafa góða raun. Hér er hún í góðum félagsskap í garðinum á Sól- vallagötu. ’ Þetta er það besta sem er í boði. Flótta- fólk í Evrópu fær ekki svona góðar móttökur, það situr bara eitt í sínu hús- næði og bíður eftir papp- írum. Það aðlagast ekki svona. Allar þessar fjöl- skyldur eru enn í tengslum við vinafjölskyldurnar sín- ar. Maria Helena dagmóðir er í einni af stuðningsfjölskyldunum sem gefið hafa góða raun. ́Hér er hún í góðum félagsskap í garðinum á Sólvallagötu. A tli Viðar Thorstensen verk- efnastjóri hefur með málefni flóttamanna að gera hjá Rauða krossi Íslands og þar á bæ eru menn í heildina ánægðir með hvernig til hefur tekist með aðlögun flóttafólks. ,,Kólumbísku flóttamennirnir komu í tvennu lagi, 2005 og 2007, og líkt og með aðra flóttamenn sem hingað hafa komið og við höfum aðstoðað, held ég að hægt sé að segja að þetta hafi í heild- ina gengið vel. Fólkið hefur almennt verið ánægt með þann stuðning sem það hefur feng- ið, aðstoð við íslenskunám og þann stuðning sem til dæmisReykjavíkurborg í þessu tilfelli hefur veitt,“ segir Atli. Að rjúfa einangrunina Að sögn Atla eru það stuðningsfjöl- skyldurnar sem eru burðarás verkefn- isins og án þeirra væri vafamál að verk- efnið gengi jafn vel og raun ber vitni. „Við sem vinnum við þetta erum náttúrlega bara starfsmenn, í vinnunni frá 8-16, og það er alveg sama hvort við erum sálfræðingar, félagsráðgjafar eða hvað, þetta er samt vinnan okkar. En stuðningsfjölskyldurnar gefa ótrúlega mikið af sér í sjálfboðastarfi og það má ekki gleyma því að þetta fólk gefur sinn tíma til bláókunnugra, það gefur hjarta sitt og sál og við teljum verkefnið standa og falla með þeim.“ Módelið varð til í kringum 1980 og hefur verið notað við móttöku allra flóttamannahópa hér á landi síðan. Markmiðið var að rjúfa félagslega ein- angrun innflytjenda og hefur það vakið nokkra athygli erlendis og m.a. verið kynnt fyrir Flóttamannastofnun SÞ. „Á Norðurlöndunum má segja að Ís- land standi sig best,“ segir Atli og bætir því við að margir telji að íslenska kerfið virki svona vel vegna þess að hér hefur atvinnuleysi verið lítið, efnahagsástand gott gegnum tíðina og flóttamanna- streymi inn í landið mjög lítið. Kreppan erfið Að sögn Atla er mikil áhersla lögð á það að flóttamennirnir fari í skóla og mennti sig svo þeir festist ekki í láglaunastörfum hér- lendis, og hefur sá þáttur gengið allvel. Hins vegar er ekkert launungarmál að framfærsla er þeim þung í skauti eins og öðrum Íslendingum eftir að kreppan skall á. „Þau hafa ekki úr miklu að moða og hafa verið að reyna að senda einhverja peninga heim til heimalandsins, finnst þeim bera skylda til þess þótt þau eigi raunverulega engan afgang, og skera þá frekar niður við sig. En þessir aurar sem þau reyna að senda Stuðningsfjölskyldur hjarta og sál verkefnisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.