SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 8
8 13. júní 2010 I nnbrot í sumarbústaði hafa verið tíð það sem af er árinu, einkum í suður- og vest- urhluta landsins. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni á Selfossi hafa sam- tals 80 innbrot verið framin í umdæmi hennar frá síðustu áramótum samanborið við u.þ.b. 60- 70 á ári undanfarin ár. Þorgrímur Óli Sigurðs- son, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir að þjóf- arnir virðist forðast fjölfarnari staði eins og Hellisheiðina og fari þess í stað frekar t.d. yfir Mosfellsheiðina og eftir Nesjavallavegi. Flest innbrotin í ár í umdæmi Selfosslögregl- unnar hafa verið framin í Grímsnesi og í Grafn- ingi. Ríflega helmingur þeirra átti sér stað í maí eða 44 innbrot miðað við átta í apríl og 14 í mars. Lögreglan hafði hendur í hári þeirra sem stóðu að flestum innbrotunum í maí og eru tveir af þeim enn í haldi hennar. Þrír þeirra komu einn- ig að innbrotum í sumarbústaði á svæðinu í mars. Þorgrímur segir að það sem af er júní hafi að- eins tvö innbrot í sumarbústaði verið tilkynnt embættinu á Selfossi. Það virðist því sem lög- reglan sé að komast fyrir þetta, a.m.k. í bili. Þá hefur gengið vel að upplýsa þau mál sem komið hafa inn á borð lögreglunnar. Þannig hafa 25 mál af þeim 44 sem komu upp í maí verið upplýst, flest í Grímsnesi. Í þessum innbrotum hefur einkum verið stolið raftækjum eins og flatskjám, tölvum og hljóm- flutningstækjum. Í undantekningartilfellum hefur lögreglunni tekist að endurheimta þá hluti sem teknir hafa verið ófrjálsri hendi. Gjarnan hefur ástæðan verið sú að þjófarnir hafa verið teknir skömmu eftir innbrotin og þeir því ekki haft svigrúm til þess að losa sig við þýfið í tíma. Ekki fengust sambærilegar upplýsingar frá lögreglunni í Borgarnesi um fjölda innbrota í sumarbústaði í umdæmi hennar frá síðustu ára- mótum. Brotist inn í bústaði Tugir innbrota í sumarbústaði það sem af er árinu Morgunblaðið/Ómar Vikuspegill Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Innbrot í sumarbústaði í umdæmi lögreglunnar á Selfossi Jan. Feb. Mars Apr. Maí Júní 8 4 14 8 44 2* * Það sem af er júní. Innbrot 80 innbrot í sumarbústaði hafa verið framin það sem af er árinu í umdæmi Selfosslögreglunnar. Sumarbústaðir í Reykjaskógi. Guðmundur Guðbjarnason, formaður Landssambands sumarhúsaeigenda, segir að það sé eins og innbrot í sumarbústaði komi í bylgjum. Vaxandi áhugi virðist vera hjá afbrotamönnum á að brjótast inn í sum- arbústaði hér á landi. Vafalítið spilar þar bæði inn í sú staðreynd að fólk dvelur ekki nándar nærri eins mikið í þeim og á heimilum sínum sem og að gera má ráð fyrir því að fólk geymi allajafna mun verðmæt- ari hluti í bústöðunum að staðaldri en áður var, s.s. dýr rafmagnstæki. Sótt í bústaðina B rotist var inn í sum- arbústað Ásdísar Ás- geirsdóttur ljósmynd- ara og eiginmanns hennar í Grímsnesinu í lok maí. Ásdís segir að innbrotið hafi sennilega átt sér stað klukkan tíu um morguninn, um hábjartan dag. „Það var hringt í mig, einhver rannsóknarlögreglumaður sem var staddur inni í bústaðnum og sagði mér að það væri búið að brjótast inn. Svo við fórum strax uppeftir og þar var búið að opna alla skápa og allar skúffur og róta í öllu og henda hlutum á gólfið. Inni í stofu var nokkuð af gler- brotum, þar hafði glösum verið hent um koll. En ekkert hafði þó verið skemmt að ráði, ekki bú- staðurinn sjálfur,“ sagði Ásdís. Ásdís segir að þjófarnir hafi greinilega vitað hvað þeir voru að gera og leitað skipulega að verð- mætum en ekki haft það að mark- miði að valda skemmdum. Þeim hafi tekist að opna útidyrnar með því að stinga einhverju beittu í lásinn, hugsanlega skrúfjárni. Lít- il ummerki hafi sést á hurðinni. Þjófarnir hafi síðan haft á brott með sér m.a. flatskjá, tölvu, leikjatölvu og sjónauka og eitt- hvað af áfengi. Svo virðist sem þeir hafi gengið mjög skipulega til verks. Þannig bendir flest til þess að þeir hafi sennilega ekki verið mikið lengur inni í bústaðnum en tíu mínútur. Lán í óláni Svo heppilega vildi til að þjófarnir sem fóru inn í sumarbústað Ásdís- ar voru handteknir af lögreglunni sama dag og þeir brutust inn í hann. Þeim hefur því sennilega ekki gefist ráðrúm til þess að koma þýfinu undan. Fyrir vikið tókst henni að endurheimta mest af því sem stolið var úr bústaðn- um, aðallega stærstu hlutina. Að sögn Ásdísar voru þeir teknir með meira þýfi en það sem stolið var frá henni. „Þennan sama dag brutust þeir örugglega inn í marga bústaði þarna í hverfinu hjá mér því það fór eitthvert kerfi í gang í öðrum bústað,“ segir Ásdís. Hún segir að þau hafi ekki verið með öryggiskerfi í sínum bústað en það standi hugsanlega til að end- urskoða það eftir þessa reynslu. Innbrot um hábjartan dag Ásdís Ásgeirsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.