Morgunblaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2010 PIPA R\TBW A • SÍA • 100142 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is „ÞÁTTTAKA fólks í námskeiðinu er frábær og við erum alsæl hér fyrir vestan,“ segir Nadia Ashke- nazy-Jones á Flateyri. Hún er dóttir hjónanna Þórunnar Jóhannsdóttur og Vladimirs Ashkenazy píanóleik- ara og hefur búið lengst af erlendis, síðustu ár í Bretlandi. Frá því í fyrra voru þau Martin eiginmaður hennar, sem er breskur ríkisborg- ari, hins vegar ákveðin í því að flytja til Íslands og þá til Flateyrar en Ashkenazy-fjölskyldan hefur lengi haft ágæt tengsl við Vestfirði og fólk þar. „Í London var allt yfirþyrmandi. Hér fyrir vestan er hins vegar af- skaplega streitulaust umhverfi og mér finnst frábært að vera komin hingað í návígi við fjöllin og hafið,“ segir Nadia. Martin er sundþjálfari og saman standa þau Nadia að námskeiði í sunderóbikki fyrir vestan. Fyrsti tíminn var um helgina í sundlaug- inni á Þingeyri. Nadia leiddi tímann en afrískur trommuleikur Martins var undirspil. „Ég vonast til að við getum hald- ið fleiri námskeið hér á Vest- fjörðum á næstunni, til dæmis kennt krökkum að synda og þjálfa þau sem íþróttamenn. Svo er það sundleikfimi sem gerir fólki afar gott. Hér fyrir vestan eru víða ágætar sundlaugar, til dæmis hér á Flateyri, Suðureyri og í Bolung- arvík. Martin er einnig vanur kaf- ari og ætlar að þjálfa fólk í fríköf- un, sem er köfun án súrefnis. Svo ætlum við okkur að vera með fit- ness-námskeið. Það er því margt skemmtilegt framundan hjá okk- ur,“ segir Nadia, sem ólst upp á Ís- landi. Á unglingsárunum flutti hún með foreldrum sínum til Sviss. Und- anfarin ár hefur hún starfað sem einkaritari í Bretlandi. „Núna er ég bara að leita að vinnu hér fyrir vestan og vona að eitthvað reki á fjörur mínar,“ segir Nadia sem sinnir afleysingastörfum við leik- skólann á Flateyri og einstaka þýð- ingaverkefnum fyrir Háskólasetur Vestfjarða á Ísafirði. Eróbikk í sundi og afrískur undirleikur .Ljósm Halldór Sveinbjörnsson Sund Nadia Ashkenazy-Jones við sundþjálfun á Þingeyri um helgina. Hún og eiginmaður hennar ætla að bjóða Vestfirðingum sitthvað nýstárlegt. Nadia Ashkenazy og maður hennar flutt til Flateyrar FRÉTTASKÝRING Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is AFAR ólíklegt er að niðurstaða fá- ist í mál Haga á stjórnarfundi Arion banka á þriðjudag. Mun stjórnin ræða fram komið tilboð stjórnenda Haga, Jóhannesar Jónssonar og er- lendra fjárfesta um endur- skipulagningu á 1998 ehf., móð- urfélagi Haga, en bankinn hefur tekið til sín nær allt hlutafé í 1998 ehf., eins og áður hefur komið fram. Í samtali við Morgunblaðið sagði einn stjórnarmaður í Arion að það kæmi sér á óvart ef niðurstaða fengist í málið á þriðjudag, enda væri málið ekki komið svo langt á veg að niðurstöðu væri að vænta. Annar stjórnarmaður sagði málið stórt og flókið og að það krefðist ít- arlegrar skoðunar áður en ákvörð- un yrði tekin. Ekki hefur komið fram hvað felst í áðurnefndu tilboði og óljóst er hve mikið reiðufé tilboðsgjafar eru til- búnir að greiða fyrir fyrirtækið. Í ágúst síðastliðnum sagði Jón Ásgeir Jóhannesson í viðtali við Viðskipta- blaðið að breskt félag í eigu þriggja manna ætlaði að koma með andvirði sextán milljarða króna inn í Haga gegnum 1998 ehf. Síðar í ferlinu var rætt um að tilboðsgjafar ætluðu leggja um sjö milljarða króna í reksturinn. Langur frestur liðinn Arion, þá Nýja Kaupþing, tók 1998 ehf. yfir hinn 20. október síð- astliðinn og skipaði nýja stjórn í fé- lagið. Sex dögum síðar var breyting gerð á stjórninni og Jóhannes Jóns- son kom aftur inn í hana eftir að hafa fengið frest til að koma með áætlun um endurskipulagningu á fjármálum félagsins. Arion barst fyrirliggjandi tilboð hinn 22. nóvember síðastliðinn og ákvað bankinn að taka sér frest fram í miðjan janúar til að skoða það. Sá frestur er nú liðinn, en eins og áður segir er ekki við því að bú- ast að niðurstaða fáist í málið á þriðjudaginn. Kæmi á óvart ef niðurstaða fengist Stjórn Arion banka fundar á þriðjudag um tilboð um endurskipulagningu 1998 Morgunblaðið/Heiddi Eign Bónus er meðal eigna Haga, dótturfélags 1998 ehf. Þrátt fyrir að hafa tekið sér tæpa tvo mánuði til að skoða tilboð um endurskipulagningu 1998 ehf. er ólíklegt að Arion banki afgreiði málið á stjórnarfundi á þriðju- dag. ÍSLENSKU björgunarsveitarmennirnir urðu enn á ný vitni að gríðarlegri eyðileggingu í gær þegar þeir færðu sig um set til borgarinnar Léogane og slógu þar upp búð- um til tveggja nátta ásamt nokkrum öðrum björgunar- sveitum. Ekkert alþjóðlegt hjálparlið hafði áður náð til borgarinnar sem er nánast algjörlega í rúst. Það tók bílalestina um 90 mínútur að keyra til borg- arinnar um 40 kílómetra leið. Gísli Rafn Ólafsson, einn stjórnenda sveitarinnar, flaug í þyrlu yfir svæðið í gær- morgun og sá hversu slæmt ástandið er. „Þarna var margt fólk sem greinilega býr bara undir berum himni og er með smátjald eða dúk til að skýla sér fyrir sólinni.“ Sé hinsvegar flogið lengra til vesturs sést að þar er eyðileggingin ekki eins mikil. Gísli segir einnig að farið sé að rofa ögn til í hinu hörmulega ástandi. „Bæði eru hjálp- argögn farin að streyma að og samhæfing í starfi björg- unarsveitanna orðin mjög góð. En að sjálfsögðu rekast menn á alls konar vandamál sem þarf að takast á við.“ Það sem helst hafi tafið björgunarstarf sé skortur á flutningstækjum og takmörkuð fjarskipti. una@mbl.is Gríðarleg eyðilegging í borginni Léogane Heimilislausir verjast sólinni í tjöldum meðfram vegunum Við störf Íslenska björgunarsveitin hefur ekki fundið fólk á lífi síðan á fyrsta degi en ekki er öll von úti enn. TVÆR konur sem lentu í bílveltu skammt frá Grund- arfirði síðdegis í gær dvöldu á Landspítala í Fossvogi í nótt, þangað sem þær voru fluttar með þyrlu Landhelg- isgæslunnar. Að sögn læknis á bráðadeild voru konurnar með meðvitund þegar þær komu á spítalann og hvorug lífs- hættulega slösuð. Hann sagði að að svo stöddu þyrftu þær ekki í aðgerð. Önnur konan var á bráðadeild í nótt og verður sennilega útskrifuð í dag. Hin var á gjör- gæslu í nótt og þarf sennilega að vera lengur á spítala. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu má rekja orsök óhappsins til hálku. Þá urðu í gær þrjú umferðaróhöpp í umdæmi lög- reglu á Selfossi sem öll má rekja til hálku. Fyrir hádegi missti ökumaður í Kömbunum stjórn á fólksbifreið og ók utan í vegrið. Sá var einn í bílnum og slapp án meiðsla en bíllinn skemmdist. Um eittleytið valt pallbíll á Þorlákshafnarvegi ofan við Eyrarbakkaveg. Bíllinn lenti utan vegar á toppnum, en ökumaður, sem var einn í bílnum, slapp án meiðsla. Bíllinn var óökufær eftir óhappið. Þriðja óhappið varð um klukkustund síðar þegar fólksbíll valt í hálku á Þor- lákshafnarvegi, skammt frá fyrri slysstað. Ökumaður var einn í bílnum og slapp með skrekkinn. Víða óhöpp í umferðinni í gær vegna hálku á vegum Malcolm Walker, forstjóri bresku verslanakeðjunnar Iceland, sagði hér í Morgunblaðinu á föstudag að ekkert hefði verið ákveðið hvort hann yrði þátttakandi í tilboði þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og félaga í Haga. Hann þyrfti frekari upplýsingar um stöðu félagsins áð- ur en hann gerði upp hug sinn. Jón Ásgeir fullyrti hið gagnstæða hér í Morgunblaðinu á laugardag og staðhæfði að Walker væri með í til- boðinu. Walker sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, þegar blaða- maður spurði hann hvor þeirra tveggja væri að segja satt: „Ég tel satt að segja að málið sé komið á þvílíkt flækjustig að ég kýs að segja ekkert frekar um það í fjölmiðlum.“ agnes@mbl.is Kýs að segja ekkert frekar um málið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.