Morgunblaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2010 ný vara 599kr/pk. verð aðeins w w w .m ar kh on nu n. is Hentar bæði sem tepoki beint í bollann eða sem púði í senseo vélarnar. 240 tepokar í pakka á aðeins 599 kr/pk. Fairtrade tekassi. Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is VOGUNARSJÓÐURINN Boreas Capital auglýsti í Morgunblaðinu um helgina eftir konu í stjórn norska fjarskiptafyrirtækisins Telio. Fátítt er að óskað sé ein- göngu eftir umsækjendum af öðru hvoru kyninu í auglýs- ingum hér á landi, enda segir í jafnréttislögum að slíkt sé óheimilt. Í lögunum er þó sá var- nagli sleginn að ef tilgangur auglýsandans er að stuðla að jafnari kynjaskiptingu innan starfsgreinarinnar gildi ákvæðið ekki. Í Noregi kveða lög á um að hjá fyrirtækjum yfir ákveðinni stærð á hlutabréfamarkaði skuli konur ekki vera færri en 40% stjórn- armanna. Þetta er ekki fyrsta dæmið um að norsk fyrirtæki leiti að konum utan Noregs til að fylla þann kvóta, því talsvert hefur verið um það að konur með reynslu hafi verið fengnar t.d. frá Danmörku. Kristín Ást- geirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segist hafa heyrt það frá fulltrúum atvinnulífsins í Noregi að löggjöfin þyki almennt hafa gefist vel, bæði rekstur og ímynd fyrirtækja hafi batnað. Leitað að bestu konunni  Ólöglegt er að óska eftir einu kyni umfram annað  Undantekning sé það gert til að rétta af kynjahlutföll Eftir Unu Sighvatsdóttur og Sigurð Boga Sævarsson ENGIR fundir eða viðræður voru milli ríkisstjórnar og stjórnarand- stöðu í gær um Icesave-málið og þjóð- aratkvæðagreiðsluna. Að sögn Stein- gríms J. Sigfússonar fjármála- ráðherra má gera ráð fyrir að hugað verði að því strax í dag. Steingrímur segir ekkert nýtt af viðræðum við Breta og Hollendinga að frétta, regluleg samskipti séu á milli manna en enginn formlegur fundur hafi verið ákveðinn. Hann verst að sama skapi allra tíðinda um hugsanlegan sátta- semjara milli landanna. „Menn myndu nú ekki gala hátt um slíkt fyrr en það væri eitthvað í höfn,“ segir ráðherrann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, seg- ist gera ráð fyrir því að viðræður um Icesave haldi áfram strax eftir helgi en segir óljóst í hvaða átt þær stefni. „Ég var að vonast til að ráðherrarnir færu að tjá sig öðruvísi en þeir hafa gert en Steingrímur heldur bara áfram að ítreka að það eigi að sam- þykkja núverandi samninga. Grunn- forsenda þess að menn fari í viðræður er að stjórnin vilji fá nýja niðurstöðu.“ Samstarf Íslands og Noregs Íslendingar hafa góð rök fyrir því að hafna samkomulagi við Bretland og Holland í Icesave-málinu. Bretar og Hollendingar sem lögðu peninga inn á reikningana gerðu það á eigin ábyrgð. Væntingar voru um háa vexti þó að áhættan væri mikil eins og við- skiptavinir áttu að gera sér grein fyr- ir. Þá var Landsbanki Íslands í einka- eigu og ekki með með ríkisábyrgð. Þetta segir í grein sem Øystein Noreng prófessor við verslunarhá- skólann í Osló skrifar í norska blaðið Dagsavien um helgina. Sú grein og fleiri endurspegla að staða Íslendinga í Icesave-málinu nýtur vaxandi skiln- ings. Øystein leggur til að Noregur og Ísland hafi með sér efnahagslegt samstarf sem hérlendis myndi skila öruggari gjaldmiðli, meira öryggi sparifjár og lægri vöxtum. Samstarfið gæti einnig skilað árangri í hafréttar- og fiskveiðistjórnunarmálum og opn- að möguleika á því sviði fyrir Græn- lendinga og Norðmenn sem einnig standa utan Evrópustarfsins. Geta lært af Íslendingum Bretar höfðu engan lagalegan rétt til að leggja hald á eignir Icesave í Bretlandi og þeir sem lögðu fé inn á Icesave-reikningana höfðu engan rétt til að fá tap sitt bætt, að mati Marks. A. Calabria, sem stjórnar rannsókn- um Cato-stofnunarinnar í Bandarík- unum á sviði fjármálastjórnunar. „Ef ensk stjórnvöld vilja bjarga borgur- um sínum er það þeirra mál. Það skapar hættulegt fordæmi að biðja síðan Íslendinga um að greiða reikn- inginn,“ segir Calabria í bloggi á vef rannsóknastofnunarinnar. „Íslendingar fá þó að minnsta kosti að greiða atkvæði um hvort þeir eiga að borga eða ekki. Bandarísku fjár- málaráðherrarnir Paulson og Geit- hner hafa á hinn bóginn ákveðið að bandarískir skattgreiðendur eigi að greiða fyrir erlendar fjárfestingar í Fannie Mae og Freddie Mac, jafnvel þótt Bandaríkjastjórn hafi ekki ábyrgst þær fjárfestingar. Ef til vill geta Bandaríkin lært af Íslendingum um lýðræði og ábyrgð,“ skrifar Calabria. Góð rök fyrir því að hafna samkomulagi Norðmaður vill samstarf við Íslendinga Morgunblaðið/Ómar Í HNOTSKURN » Engir Icesave-fundir voruhaldnir um helgina og óvíst um hugsanlegan sátta- semjara í deilunni. »Norskur prófessor vill víð-tækt samstarf Íslendinga og Norðmanna meðal annars í mynt- og hafréttarmálum. » Ef til vill geta Bandaríkinlært af Íslendingum um lýðræði og ábyrgð, segir Mark A. Calabria, sem stjórnar rannsóknum Cato-stofnunar- innar. Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is SALA bílastæðahúsa hefur verið til umræðu í borgarkerf- inu frá því í haust, en tillaga VG um að kanna kosti sölu húsanna var samþykkt á fundi borgarráðs í september. Fyrst mun hugmynd um sölu húsanna hafa verið hreyft skömmu fyrir hrun. Í greinargerð sem Kolbrún Jónatansdóttir, fram- kvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, hefur tekið saman segir m.a. að ekkert í rekstri húsanna kalli á nauðsynlega að- komu hins opinbera og með sölu sé losað um óhagstæðar einingar. „Hins vegar er ljóst að nýir eigendur munu ekki geta rekið húsin með sömu gjaldskrá og er í gildi núna og eru því hækkanir á gjaldskrá óhjákvæmilegar hjá þeim aðila sem kaupir húsin,“ segir í greinagerðinni. Borgin rekur nú sjö bílahús og er fasteignamat þeirra 2,9 milljarðar króna. Rekstur húsanna hefur aldrei skilað hagnaði og telur Kolbrún að sala á húsunum hefði keðju- verkun í för með sér. „Kaupendur þyrftu að hækka gjöld til að greiða fjárfestinguna niður og myndu ekki sætta sig við að borgin væri með mun lægra gjald í stöðumæla úti á götunum. Til að halda viðskiptum færu kaupendur húsanna fram á að borgin hækkaði til jafns við þá og stæði ekki í samkeppni með miklu ódýrari stæði,“ segir Kol- brún. Gjöldin mun hærri erlendis Hún segir að algengt sé erlendis að bæjarfélög eigi bíla- stæðahús og leigi síðan út eða þá að einkaaðilar eigi þau og reki. Algengt sé að gjöld í stöðumæla og bílastæðahúsum séu 3-4 sinnum hærri erlendis heldur en er hér á landi, gjöldin séu alltaf hærri úti á götu. Kolbrún segir að hversu lágt króna er skrifuð hafi aukið mun á milli landa. Algengt gjald í stöðumæli í Kaupmannahöfn sé nú 24 danskar krónur eða hátt í 600 íslenskar og í London kosti klukku- tíminn fimm pund eða um þúsund krónur. Klukkutími við stöðumæli á Laugaveginum kostar 150 krónur, og fyrsti klukkutíminn í stöðumælahúsi er á 80 krónur. Árið 2008 voru tekjur Bílastæðasjóðs af stöðu- og mið- agjaldi í stöðumæla 211 milljónir, aukastöðugjöld (eða stöðumælasektir) gáfu 154 milljónir, stöðubrotagjöld 87 milljónir og tekjur af bílastæðahúsum og lokuðum stæðum gáfu 84 milljónir. Engar hækkanir voru á þessum þáttum í fyrra, en hins vegar liggur nú hjá samgönguráðherra til staðfestingar ákvörðun borgarstjórnar um hækkun. Fólk láti af þessum ósið Þar er gert ráð fyrir að sekt fyrir að leggja í stæði ætluð fötluðum hækki úr 2.500 krónum í 10 þúsund krónur. Gert er ráð fyrir að aukastöðugjöld hækki úr 1.500 krónum í 2.500 krónur. Stöðubrotsgjöld eiga að hækka úr 2.500 krónum í 5.000 krónur, þegar lagt er í stæði fatlaðra er sektin mun hærri. Kolbrún segir að tilgangurinn með þessum hækkunum sé ekki að auka tekjur heldur að fá fólk til að láta af þeim ósið að leggja ólöglega eða greiða ekki í mæla. Ráðherra hefur framselt til Reykjavíkurborgar/Bíla- stæðasjóðs að hluta það vald að hafa eftirlit með bifreiða- stæðum í Reykjavík og rukka fyrir notkun á þeim og er gert ráð fyrir að allur hagnaður fari í uppbyggingu á bíla- stæðum og bílahúsum. Sjóðurinn er því með eigin reikning og skilar engu í borgarsjóð. Afraksturinn er allur falinn í þessum sjö bílahúsum sem eru skuldlaus. Morgunblaðið/Heiddi Vitatorg Bílastæðahúsin vel nýtt af langtímanotendum ef undan er skilið Vitatorg en þar er töluvert um laus stæði. Sala myndi leiða til hækkana á gjaldskrá  Fasteignamat sjö bílastæðahúsa í borginni 2,9 milljarðar  Nýir eigendur yrðu að hækka gjöldin í húsunum Í HNOTSKURN » Sökum eðlis starfseminnar og stöðv-unarbrotagjaldanna er einkarekstur á stöðu- og miðamælum og innheimtu stöðvunarbrota- gjalda ógerlegur. » Líklegt má telja að einhver lán verði tekinvegna aðkomu Bílastæðasjóðs að bílakjallara Tónlistarhússins. » Ef verðskrá yrði hækkuð um hundruð pró-senta í bílahúsunum má telja líklegt að við- skiptavinir hyrfu nær alfarið úr húsunum ef gjald- skrá úti á götu fylgdi ekki. Í HNOTSKURN »Önnur undantekning frálögunum er ef rök mæla með því að einungis sé auglýst eftir öðru kyninu, s.s. í tilfelli sundlaugavarða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.