Morgunblaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 18. DAGUR ÁRSINS 2010 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM» Heitast 6°C | Kaldast 0°C Sums staðar stöku skúrir eða él, en létt- skýjað norðaustan- og austanlands. » 10 Arnar Eggert Thor- oddsen veltir fyrir sér hljómsveitunum í undankeppni Global Battle of the Bands. »29 TÓNLIST» Proggið eða pönkið? FLUGAN » Flugan sótti leikhús og listasýningar. »24 Tvær ungar konur stofnuðu FRAFL sem sér um verk- efnastjórn og um- sjón myndlistar- viðburða. »23 MYNDLIST» Myndlistar- viðburðir FÓLK» Lady Gaga féll í yfirlið á tónleikum. »27 KVIKMYNDIR» Downey Jr. stendur sig vel sem Holmes. »28 Menning VEÐUR» 1. Átti aldrei von gegn Frökkum 2. Kvensamur Íslendingur rændur 3. Eins og eftir heimsendi 4. Vogunarsjóður leitar að konu »MEST LESIÐ Á mbl.is  Gunnlaugur Júlíusson og Hólmfríður Vala Svavarsdóttir voru valin lang- hlauparar ársins 2009 í vali sem hlaup.is stóð fyrir. Gunnlaugur var valinn fyrir frábær- an árangur í ofurhlaupum. Þar bar hæst sigur hans í 48 klst. hlaupi í Bornholm þegar hann hljóp samtals 334 km. Er það annar besti árangur Norðurlandabúa á árinu, ellefti besti árangur karla í heiminum og besti árangur karla á árinu í flokki 55 ára og eldri. Hólmfríður var valin lang- hlaupari kvenna fyrir sigur í Lauga- vegshlaupinu þegar hún var aðeins tveimur mínútum frá besta árangri íslenskrar konu í Laugavegshlaupi. LANGHLAUP Gunnlaugur og Hólmfríður langhlauparar ársins  Freyja Gunn- laugsdóttir klarí- nettuleikari hefur verið útnefnd bæj- arlistamaður Sel- tjarnarness fyrir árið 2010. Útnefning bæj- arlistamannsins hefur farið fram ár- lega frá 1996 og að þessu sinni fór athöfnin fram á laugardaginn á Bókasafni Seltjarnarness. Freyja er borinn og barnfæddur Seltirningur og hóf tónlistarnám sitt við Tónlistarskóla Seltjarnarness aðeins fimm ára gömul og var þá yngsti nemandi skólans. Við athöfn- ina spilaði Freyja Rúmenska dansa eftir Ferenc Farkas og Béla Bartók við undirleik píanóleikarans Bjarna Frímanns Bjarnasonar. TÓNLIST Bæjarlistamaður Seltjarn- arness árið 2010 valinn  Skáldsaga Kristínar Steins- dóttur, Á eigin vegum, kemur brátt út hjá finnska forlaginu Lurra. Bók Kristínar hef- ur víða vakið at- hygli, hún hlaut á sínum tíma Fjöru- verðlaunin og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs. Á eigin vegum hefur þegar komið út í Svíþjóð, Austurríki, Sviss og Þýskalandi og fengið prýðisgóðar viðtökur. Von er á annarri þýskri út- gáfu bókarinnar í kilju með vorinu frá forlaginu DTV. Bókin kom út hér á landi fyrir jól- in 2006. Í henni segir frá Sigþrúði, ekkju í Reykjavík sem komin er á efri ár. BÓKMENNTIR Skáldsagan Á eigin vegum kemur brátt út í Finnlandi SALA á bílastæðahúsum Reykjavíkurborgar myndi leiða til hækkana á gjaldskrá og hafa keðjuverkun í för með sér, að sögn Kolbrúnar Jónatansdóttur, fram- kvæmdastjóra Bílastæðasjóðs. „Kaupendur þyrftu að hækka gjöld til að greiða fjár- festinguna niður og myndu ekki sætta sig við að borgin væri með mun lægra gjald í stöðumæla úti á götunum. Til að halda viðskiptum færu kaupendur húsanna fram á að borgin hækkaði til jafns við þá og stæði ekki í sam- keppni með miklu ódýrari stæði,“ segir Kolbrún í greinargerð. Sala á bílastæðahúsunum hefur verið til umræðu í borgarkerfinu frá því í haust.| 4 Sala myndi leiða til hærri gjalda Morgunblaðið/Heiddi Til sölu? Borgin rekur nú sjö bílahús og er fast- eignamat þeirra 2,9 milljarðar króna. Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is „ÞAÐ er allt klárt hjá okkur til að hefja keppnina,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðs- þjálfari í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið þegar síðasta æfinga- leik íslenska landsliðsins fyrir Evrópumeistaramótið var lokið í París í gær. Íslenska landsliðið hélt þaðan í gærkvöldi og var áætlað að það kæmi til Linz í Austurríki á öðr- um tímanum í nótt. Annað kvöld, klukkan 19.15, verða tjöldin dregin frá í fyrsta hluta þríleiksins í Linz þegar sviðsljósið beinist að leik- mönnum Íslands og Serbíu. Síðari tveir þættirnir í Linz snúast um glímur við Austurríkismenn og frændur vora Dani. Hvort íslenska landsliðið verður klappað upp til þriggja leikja til viðbótar hið minnsta, og þá á stóra sviðinu í Vín- arborg, ræðst af árangrinum í Linz. Það er mál manna að Evrópu- meistarakeppnin sé sterkasta og erfiðasta handboltamót sem haldið er í heiminum. Í tilefni af Evrópumeistara- keppninni gefur Morgunblaðið í dag út veglegt 24 síðna blað um keppn- ina. Þar er fjallað ítarlega um þátt- töku Íslands nú sem fyrr, rætt við leikmenn, þjálfara, aðstoðarmenn og aðra sem skoðanir hafa. Rifjaður er upp árangur íslenska landsliðsins á fyrri Evrópumótum og leikmenn ís- lenska landsliðsins kynntir ásamt dagskrá mótsins í heild. Þá er birtur listi yfir alla þá leikmenn sem leikið hafa fyrir Íslands hönd í lokakeppni EM og skorað mörkin 802 sem ís- lenska landsliðið hefur gert í 29 leikjum síðan það var fyrst með fyrir 10 árum. Einnig eru rifjuð upp fyrri stór- mót sem íslenska landsliðið hefur tekið þátt í á austurrískri grund. Meðal annars er sagt frá skemmti- legri hártísku sem ruddi sér til rúms meðal leikmanna landsliðsins í b-heimsmeistarakeppninni í Austur- ríki fyrir 33 árum. Þess er freistað að varpa ljósi á „stóra fjarstýring- armálið“ með Ólafi Stefánssyni og rætt við einn úr íslenska hópnum sem tekur aldrei minna en 50 kg af farangri í hvert sinn sem hann fer með landsliðinu á stórmót. Íslenska landsliðið í handknattleik var væntanlegt til Austurríkis í nótt Styttist í frum- sýningu á þrí- leiknum í Linz Morgunblaðið/Eggert Reyndur Guðmundur Þórður Guðmundsson var afslappaður við brottför frá landinu. Hann stýrir landsliðinu í þriðja sinn í lokakeppni Evrópumóts. Týnd fjarstýring og hárkrullutíska í bland við hágæðahandknattleik Hressir Snorri Steinn og Róbert Gunnarsson eru klárir í slaginn. Reykingamenn á Íslandi eru sagðir tegund í útrýmingarhættu og nú er svo komið að aðeins 15,4% lands- manna reykja daglega. Nýjustu tölur sýna að þeim fækki stöðugt hraðar. Ágústa Tryggvadóttir, verkefna- stjóri Reyksímans og Reyklaus.is hjá Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, segir að hringingum hafi fjölgað og að fólk sem vilji hætta að reykja nefni hátt tóbaksverð síðustu árin sem ástæðu til að drepa í. | 13 Hátt verð ein ástæðan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.