Morgunblaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 9
Fréttir 9 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2010                      Fyrir bústaðinn og heimilið Kjartan Magnússon borgarfulltrúi efnir til fundar um málefni aldraðra í aðdraganda prófkjörs sjálfstæðismanna hinn 23. janúar. Fundurinn verður haldinn í dag, mánudaginn 18. janúar, kl. 17:00 á kosningaskrifstofu Kjartans að Ármúla 18.  Til hvaða aðgerða hefur borgarstjórn gripið til að tryggja að kreppan komi ekki of hart niður á borgarbúum?  Hvar verður hagrætt til að bregðast við ástandinu?  Hvað hefur áunnist og hver eru verkefnin framundan? Allir velkomnir! Kjartan Magnússon Aldraðir og öryggisnetið Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is „VIÐ erum ekki þannig flokkur að við ætlumst til þess að þetta séu einhverj- ar hallelújasamkomur. Við viljum heyra hvernig fólki líður og til þess eru þessir fundir gerðir,“ segir Steingrím- ur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG. Á flokksráðsfundi VG sem haldinn var um helgina á Akureyri kom fram hörð gagnrýni á forystu flokksins og tjáðu nokkrir þá skoðun sína að vikið hefði verið frá stefnu flokksins í rík- isstjórn. Steingrímur bendir þó á að þrátt fyrir þetta hafi fundinum lokið í góðri einingu, tekist hafi samkomulag um afgreiðslu allra ályktana og m.a. verið ályktað um afdráttarlausan stuðning við forystu flokksins og þátt- töku hennar í ríkisstjórn. Engu að síð- ur vekur athygli að ekki er minnst einu orði á Icesave málið í ályktunum flokkráðsfundarins. Steingrímur segist hins vegar ekki telja að klofningur sé innan hreyfing- arinnar eða staðan sé viðkvæm. „Ég held að það væri skrýtið á yfir hundrað manna samkomu ef það heyrðust ekki einhverjar raddir þar sem forystan fær á sig gagnrýni. En þeir fengu líka sinn skammt af gagnrýni sem ekki hafa fylgt meiri- hlutanum að málum í ákveðnum til- vikum. Þannig að þetta var á báða bóga og þingflokkurinn fékk mjög sterk skilaboð um að til þess væri ætl- ast að menn stæðu saman.“ Á fundinum, sem 130 manns sóttu, var m.a. ályktað um að áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar væri kjöl- festa fyrir samfélagið í gegnum erfiða tíma. Stjórnarmeirihlutinn hefði nú þegar náð miklum árangri á skömm- um tíma við afar erfiðar aðstæður í þeim endurreisnarstörfum sem hann var kosinn til. Á fundinum voru fordæmdir allir til- burðir í átt til einkavæðingar í heil- brigðiskerfinu og undrun lýst vegna þeirrar ákvörðunar að bjóða út rekst- ur á nýju hjúkrunarheimili við Suður- landsbraut. Flokksráðið krefst þess að fulltrúar VG í ríkisstjórn komi í veg fyrir útboð og einkarekstur heilbrigð- isstofnana, en heilbrigðisráðuneytið er á höndum Vinstri grænna í ríkisstjórn. Á fundinum var áréttað það stefnu- mál flokksins að tiltekinn hluti þjóð- arinnar ætti að geta knúið fram þjóð- aratkvæðagreiðslu. Þá var ítrekuð andstaða flokksins við aðild að Evrópusambandinu. Engar „hallelúja- samkomur“ hjá VG  Hörð gagnrýni kom fram á stjórn Vinstri grænna á flokks- ráðsfundi um helgina  Ekki einu orði minnst á Icesavemálið Forystan Katrín Jakobsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon á fundinum. Morgunblaðið/Skapti ÁHUGI landsmanna á hlaupaíþrótt- um virðist hafa aukist mikið á síð- ustu misserum. Til marks um þetta hefur metþátttaka verið í hinum ýmsu hlaupamótum undanfarið. Þannig var metþátttaka í Gaml- árshlaupi ÍR sem og Powerade- hlaupunum sem er hlauparöð sem fram fer í Árbæ og Elliðaárdal. Þá hefur þegar verið lokað fyrir skrán- ingar í Laugavegshlaupið sem fram fer um miðjan júlímánuð og hafa yfir 400 keppendur skráð sig til leiks. Torfi H. Leifsson, umsjónar- maður heimasíðunnar Hlaup.is, seg- ir aukinn áhuga greinilegan, ekki síst á síðunni þar sem aðsókn hefur stóraukist síðustu ár. „Áhuginn hef- ur aukist jafnt og þétt undanfarið sem aftur endurspeglast í auknu framboði á hlaupum og þá sér- staklega utanvegahlaupum eins og t.d. Laugavegshlaupinu.“ Fólk sækir í félagslega þáttinn Að sögn Örnólfs Oddssonar, leið- beinanda hjá skokkhópum ÍR, hefur mikil aðsókn verið í þessa starfsemi síðasta árið og sífellt fleiri bætast við. Um hugsanlegar ástæður áhug- ans segir Örnólfur mikla vakningu hafa átt sér stað í átt að breyttum lífsstíl og meiri útivist. Þá gæti efna- hagsástandið haft sitt að segja. Fólk sé ef til vill að spara sér líkams- ræktarstöðvarnar með því að fara frekar út að hlaupa. Einnig er félagslegi þátturinn mikilvægur. „Það er mikið félagslíf í kringum þessa hópa, árshátíðir og alls kyns ferðir.“ Að sögn Örnólfs getur hver sem er skráð sig í skokkhópana. „Þarna er fólk á öllum getustigum, allt frá fólki sem hefur aldrei stundað íþróttir áður til gamalla íþrótta- manna.“ kjartan@mbl.is Áhugi á alls kyns hlaupum hefur aukist jafnt og þétt Morgunblaðið/Kristinn Hlauparar Stöðugt fleira iðka hlaup. FLOKKSRÁÐSFUNDUR Vinstri hreyfingarinnar lýsti þungum áhyggjum af stöðu fjölmiðla á Íslandi. Í ályktun sem samþykkt var á fundinum segir að mikill samdráttur á fjölmiðlamarkaði hafi leitt til þess að blaðamönnum sé sniðinn óheyrilega þröngur stakkur. Álag á fjölmiðlum sé mik- ið en atvinnuöryggi hinsvegar lítið. „Fjölmiðlum er nú grímulaust beitt sem áróðurstækjum eigenda sinna,“ segir í ályktuninni. „Ráðn- ing ritstjóra Morgunblaðsins og sviptingar í mannahaldi þar og á fleiri miðlum eru skólabókardæmi um slíkt. Rekstur og tilgangur 365 er illskiljanlegur í ljósi hrunsins og framtíð allra miðla óviss.“ Flokksráðið er einnig þeirrar skoðunar að stjórnendur rík- isútvarpsins skilji ekki hlutverk stofnunarinnar. „Áherslan er áfram á ungar, vel launaðar sjón- varpsstjörnur, forstjóralaun og jeppa, og niðurskurðartillögur ganga helst út á tilraunir til að losna við láglaunaða, reynda út- varpsmenn, sem ætti að öðrum ólöstuðum helst að halda í.“ Vinstri græn ályktuðu að mikið bakslag hefði orðið í jafnréttis- málum innan fjölmiðlanna. Hæfum og reyndum konum hefði verið sagt upp störfum á sama tíma og karlar með minni reynslu og menntun væru keyptir milli miðla. „Þetta eru ekki góð skilaboð til stéttarinnar og stéttarbaráttu blaðamanna. Vinstri græn hvetja fag- og stéttarfélög blaðamanna til dáða í baráttu fyrir frjálsri fjöl- miðlun á Íslandi, enda er hún horn- steinn lýðræðisins og frelsisins.“ Niðurskurður, misbeiting og áhersla á jeppa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.