Morgunblaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 18
18 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2010 ✝ Í dag verður ElvaBjörg Egilsdóttir lögð til hinstu hvíld- ar. Hún fæddist í Luxembourg 30. nóv- ember 2007 og lést þar í landi 9. janúar 2010. Foreldrar hennar eru Vala Björg Arn- ardóttir f. 17. nóv- ember 1967 og Egill Reynisson f. 14. júlí 1967, systkini hennar eru Daníel Örn f. 25. september 1993 og Edda Kristín f. 29. október 1997. Foreldrar Völu eru Edda Kristín f. 1942 og Örn Jóhannsson f. 1941. Systkini Völu eru 1) Jóhann Örn f. 1965, maki Bryndís Krist- jánsdóttir f. 1966 og eiga þau tvö börn 2) Ingi Sölvi f. 1978, maki Guðný Benedikts- dóttir f. 1975 og eiga þau einn son. Foreldrar Egils eru Kristín Her- mannsdóttir f. 1940 og Reynir Eiríksson f. 1935. Systkini Eg- ils eru 1) Vilborg f. 1961, maki Gísli Harðarson f. 1959 d. 2005 og eiga þau 3 börn, 2) Eiríkur f. 1963, maki Kristín Geirmundsdóttir f. 1965 og eiga þau 2 börn, 3) Hermann f. 1965, maki Matthildur Kristjánsdóttir f. 1969 og eiga þau 3 börn, 4) Reynir Ingi Reynisson f. 1970. Útförin fer fram frá Kópavogs- kirkju 18. janúar og hefst athöfn- in kl. 13. Elsku litla frænka mín, en hvað það er leitt að missa þig svona unga úr þessum heimi. En hvað ég vildi óska þess að nútíma læknisfræði og -tækni væri komin lengra þannig að hægt hefði verið að lækna þennan óskaplega sjúkdóm sem SMA1 er. Þú ert örugglega núna á harða hlaupum að leika þér í hinum nýja heimi þínum, að leika með Latabæ eða syngja og dansa við Söngvaborg, uppáhalds þættina þína. Þú varst alltaf svo glöð og ótrúlega sterk í veikindum þínum, brostir eins og þú gast og varst þakklát fyrir allt og alla sem við þig töluðu. Við hefðum svo viljað kynnast þér betur og átt fleiri stundir með þér. Elsku litla ljós, með fallega rauða hárið, nú ert þú komin í betri heim þar sem langamma Björg, langafi Jói og langamma Gerða eru að passa þig og hugsa um þig. Guð veri með þér, elsku barn. Elsku Vala, Egill, Daníel og Edda Kristín, við sendum ykkur allan okkar kærleik og styrk. Ingi Sölvi frændi, Guðný og Baldvin Bragi frændi. Í dag kveðjum við Elvu Björgu Egilsdóttur í hinsta sinn. Mig skort- ir orð en langar samt að minnast hennar í nokkrum orðum. Ég sá hana fyrst í janúar 2008 þegar hún kom með mömmu sinni til Íslands í sitt fyrsta og eina skipti, hún var svo lítil og falleg og engan grunaði að hún væri með sjúkdóm sem ekki væri læknanlegur en það kom síðar í ljós. Elva Björg var augasteinn fjöl- skyldu sinnar Völu Bjargar, Egils, Daníels Arnar og Eddu Kristínar. Öll tóku þau þátt í að annast hana af slíkri umhyggju að ég hef sjálf kosið að nefna þau „hetjur“. Þau hafa haldið úti heimasíðu fyrir hana allt frá byrjun þannig að allir hafa getað fylgst með líðan hennar dag frá degi. Þar sem fjölskyldan hefur verið búsett í Lúxemborg í allmörg ár þá hef ég ekki haft mörg tækifæri til að hitta hana, en nú um síðustu áramót vorum við hjónin og hluti af okkar fjölskyldu stödd hjá þeim og fengum þá tækifæri til að sjá hana og kveðja í síðasta sinn, aðeins viku fyrir and- látið, sem gefur mér innilega gleði til þess að minnast hennar eins og hún var þá, brosandi með sitt rauða fal- lega hár og alsæl að hitta allt fólkið sem í kringum hana var. Þótt hún hafi ekki getað tjáð sig þá sá maður í augunum hennar hvað henni fannst gaman þar sem ég tel að hún hafi verið mikil félagsvera í eðli sínu. Að loknum þessum fátæklegu orð- um vil ég votta allri fjölskyldu henn- ar mína innilegustu samúð. Elva Björg mun verða jarðsett við hlið langömmu sinnar Bjargar Kristinsdóttur sem lést árið 1972. Björg H. Sölvadóttir. Við vorum svo heppin að fá tæki- færi til að kynnast Elvu Björgu og fjölskyldu hennar. Vinskapur hófst með okkur eftir að við eignuðumst yngri dætur okk- ar með dags millibili í Lúxemborg. Nú hefur Elva Björg kvatt þenn- an heim eftir stutta veru hér meðal okkar. Hún hefur snert fjölmörg hjörtu með hetjuskap sínum. Þvílíkt æðruleysi sem fjölskyldan hefur sýnt síðastliðin tvö ár mættu margir taka sér til fyrirmyndar. Minningin um hugrökku stúlkuna með fallega rauða hárið verður ekki tekin frá okkur og mun lifa um ókomna tíð. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Elsku Vala, Egill, Daníel, Edda og fjölskylda. Við sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Hugur okkar er með ykkur. Silja, Árni, Elín Kolfinna og Birta. Elva Björg Egilsdóttir ✝ Sigurður Guð-mundsson fæddist á Naustum við Akureyri 16. apríl 1920. Hann andaðist 9. janúar 2010. Foreldrar hans voru Stein- unn Sigríður Sig- urðardóttir hús- freyja, f. 1883, d. 1924, og Guð- mundur Guð- mundsson, bóndi á Naustum og síðar verkamaður á Ak- ureyri, f. 1888, d. 1975. Stjúp- móðir hans var Herdís Sam- úelína Finnbogadóttir, f. 1901, d. 1944, húsfreyja á Akureyri. Systkini Sigurðar voru sex. Al- bróðir hans var Ólafur, f. 1918, d. 2005, kvæntur Sveinbjörgu Bald- vinsdóttur, f. 1916. Hálfsystkini samfeðra eru: Steinunn, f. 1928, d. 1967, ógift; Víglundur, f. 1930, d. 1984, ókvæntur; Magnús, f. 1933, var kvæntur Iðunni Ágústsdóttur, f. 1939, sambýlis- kona hans er Siggerður Tryggvadóttir, f. 1932; Sigríður, f. 1937, átti Gunnar B. Loftsson, f. 1924, d. 1998; Ríkey, f. 1941, gift Brynjari Elíasi Eyjólfssyni, f. 1938. Sigurður kvæntist 12. febrúar 1944 Aðalbjörgu Halldórsdóttur frá Öngulsstöðum í Eyjafirði, f. 21. maí 1918, d. 27. september 2005. Þau áttu saman góð sextíu ár og eignuðust fimm börn: 1) Steinunn Sigríður, f. 1944, læknafulltrúi á Akureyri, gift Ingólfi Steinari Ingólfssyni, f. 1944, rafvélavirkjameistara. Börn þeirra eru: a) Sigurður, f. 1966, kvæntur Ólöfu Björku Bragadóttur, f. 1964, þau eiga Steinar Braga og Sölva Snæ; b) Benedikt, f. 1968, í sambúð með Hugrúnu Ragnheiði Hólmgeirs- dóttur, f. 1970, þau eiga Ragn- heiði Maríu. Áður átti Hugrún Álfrúnu með Pálma Erlendssyni; c) Rut, f. 1976, hún á Ingólf með Hreggviði Ársælssyni. 2) Þor- gerður, f. 1945, d. 2003, mynd- þeirri grein í Kaupmannahöfn og Uppsölum 1946-1947. Hann var sóknarprestur á Grenjaðarstað í Aðaldal 1944-1986 og á Hólum í Hjaltadal 1986-1991. Hann var prófastur Suður-Þingeyinga 1957-1958 og 1962-1986, þar af í sameinuðu Þingeyjarprófasts- dæmi frá 1971. Sigurður var vígslubiskup í Hólabiskupsdæmi 1981-1991, flutti í Hóla 1986 og var fyrstur biskupa til að sitja staðinn síðan 1798. Hann var settur vígslubiskup á Hólum í nokkra mánuði 1999 og enn allt árið 2002. Sigurður gegndi emb- ætti biskups Íslands í forföllum 1987-1988, vígði meðal annars þrettán presta. Sumarið 1993 var hann settur vígslubiskup í Skál- holti og sat þannig öll biskups- embætti íslensku þjóðkirkjunnar á löngum ferli sínum. Sigurður rak bú á Grenj- aðarstað 1944-1986 og unglinga- skóla á sama stað flest árin 1944- 1969. Hann var skólastjóri Hér- aðsskólans á Laugum í Reykjadal 1962-1963 og stundakennari við þann skóla, Húsmæðraskólann á Laugum og barnaskóla í Aðaldal lengi, og bókavörður við Bóka- safn Aðaldæla 1978-1986. Þá var Sigurður aðalhvatamaður að stofnun Sumarbúða ÆSK við Vestmannsvatn og formaður stjórnar þeirra frá upphafi. Sigurður var ættfróður og ákaflega félagslyndur maður sem meðal annars naut sín í fjöl- þættu kórstarfi og innan Frímúr- arareglunnar. Bókasöfnun var honum mikið áhugamál og ljóða- safn þeirra hjóna er eitt hið mesta sem um getur í einkaeigu hér á landi. Það var gefið Bóka- safni MA árið 1996 og er varð- veitt í sérstakri vinnustofu, Ljóð- húsi MA. Að lokinni þjónustu á Hólum árið 1991 flutti Sigurður ásamt eiginkonu sinni til Akureyrar og átti þar heima síðan. Frá hausti 2008 bjó hann á Dvalarheimilinu Hlíð og naut þar góðs atlætis í hvívetna. Útför Sigurðar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, mánudaginn 18. janúar, og hefst athöfnin kl. 13.30. listarmaður og kennari í Reykja- vík. Hún átti séra Gylfa Jónsson, f. 1945, þau skildu. Barn þeirra er Jón Gunnar Gylfason, f. 1973. Sambýlis- maður Þorgerðar var Ólafur Her- mann Torfason, f. 1947, rithöfundur. 3) Halldór, f. 1947, skólastjóri í Þor- lákshöfn, kvæntur Ester Hjart- ardóttur, f. 1952, grunnskóla- kennara. Barn þeirra er Aðal- björg, f. 1988. Halldór átti áður Ástu Finnbogadóttur, f. 1948, innanhússarkitekt. Synir þeirra eru: a) Haraldur, f. 1968, í sam- búð með Helenu Halldórsdóttur, f. 1977, þau eiga Hektor Her- mann og Hildi Heru. Haraldur átti áður Áslaugu Rannveigu Stefánsdóttur, f. 1968, og með henni Halldór Stefán, Höddu Margréti og Hörpu Elínu; b) Dav- íð, f. 1972, kvæntur Elsu Gunn- arsdóttur, f. 1975, þau eiga Gunnar Stefán, sem er látinn, Fannar Harald og Stefaníu Ástu. 4) Guðmundur, f. 1949, ráðunaut- ur Vesturlandsskóga á Hvann- eyri, kvæntur Sigrúnu Kristjáns- dóttur, f. 1955, starfsmanni Andakílsskóla. Börn þeirra eru: a) Ástríður, f. 1976, gift Birni Hauki Einarssyni, f. 1973, þau eiga Brynjar, Birgittu og Ást- rúnu; b) Sigurður, f. 1979, í sam- búð með Aldísi Örnu Tryggva- dóttur, f. 1981, þau eiga Erni Daða; c) Kristján, f. 1987; d) Dav- íð, f. 1994. 5) Ragnheiður, f. 1954, bókasafnsfræðingur og yf- irbókavörður Menntaskólans á Akureyri, gift Braga Guðmunds- syni, f. 1955, prófessor við Há- skólann á Akureyri. Börn þeirra eru: a) Aðalbjörg, f. 1982, í sam- búð með Valgarði Reynissyni, f. 1983; b) Guðmundur, f. 1994. Sigurður varð stúdent frá MA 1940, guðfræðingur frá HÍ 1944 og stundaði framhaldsnám í „Hvert eigum við að fara næst?“, spurði pabbi þegar við komum heim eftir einn góðan bíltúrinn í haust þeg- ar ég heimsótti hann að Dvalarheim- ilinu Hlíð. Við ákváðum að næst yrði farið austur fyrir Vaðlaheiði, en sú ferð var aldrei farin, við höfðum farið okkar síðasta bíltúr saman. Hann var reiðubúinn í allt aðra og meiri ferð og efast ég ekki um að þær mæðgur, mamma og systir mín hafi tekið á móti honum. Það er svo ótal margs að minnast þegar maður lætur hugann reika til æskuáranna heima á Grenj- aðarstað, minningar um pabbann, prestinn, bóndann. Búskapurinn var honum alltaf kær og þá sérstaklega kindurnar og vorum við systkinin ekki gömul þegar hann fór að kenna okkur að þekkja þær með nafni. Jólin heima á Grenjaðarstað eiga stóran sess í huga mínum. Pabbi að semja ræður fyrir allar hátíðarmessurnar, oftast á nóttunni, fara í útiverkin og gefa skepnunum og þá alltaf bestu töðuna sem fannst í hlöðunni. Pabbi kenndi okkur systkinunum snemma að kindurnar þyrftu nú líka sinn jóla- mat. Þegar við systkinin höfðum stofnað fjölskyldur, fórum við heim að Grenjaðarstað öll jól í áraraðir. Það var einhvern veginn alveg sjálf- sagt að fara heim og vera með for- eldrum sínum, það voru engin jól nema að vera hjá pabba og mömmu. Um áramótin var venja að hringja kirkjuklukkunum og kenndi pabbi okkur systkinunum mjög snemma að slá rétta taktinn. Síðar tók hann barnabörnin í kennslustund og klukknahljómurinn barst um víða veröld, að okkur fannst. Allt frá bernsku minni og fram á síðustu ár pabba man ég eftir honum í bóka- verslunum. Hann átti eftir sinn dag eitt mesta bókasafn landsins. Í starfi sínu sem prestur, prófastur, vígslu- biskup og biskup hefur faðir minn komið mjög víða og var allsstaðar ákaflega vel virtur. Hann hafði ljúfa en ákveðna framkomu, laðaði að sér fólk og átti alla tíð sérstök tengsl við ungt fólk. Ester man er hún missti móður sína og átti erfitt, þá kom pabbi óvænt suður. Hann dvaldi hjá okkur nokkra daga og nærvera hans var öllum ómetanleg. Hann setti allt til hliðar og kom til að styðja okkur og höfum við alltaf verið mjög þakklát fyrir það. Það verður öðruvísi að koma til Akureyrar nú þegar báðir foreldrar mínir hafa kvatt þennan heim. Síðasta árið dvaldi faðir minn á Dvalarheimilinu Hlíð og vil ég þakka öllu því frábæra starfsfólki sem þar vinnur fyrir umhyggjusemi og fórn- fýsi. Megi góður Guð styrkja okkur í söknuði okkar á þessum erfiðu tíma- mótum. Ég mun geyma minningarn- ar um pabba, minningar sem ég og fjölskylda mín munum gleðjast yfir á ókomnum árum. Halldór. Meira: mbl.is/minningar Haustið 1958 var leikið ákveðið áhættuatriði á Grenjaðarstað. Til að geta annað sínum föstu prestsstörf- um, messað á fjórum kirkjum, sinnt margháttuðum félagsmálum sem honum voru falin og kennt í skólanum sínum þurfti séra Sigurður að ráða sér aðstoðarmann við búskapinn. Til að mjólka sjö kýr, moka flórinn, gefa kúnum og hundrað kindum, einum hesti og tuttugu hænum, brynna í fjárhúsunum og vaka yfir ánum á sauðburðinum og draga úr þeim lömbin, keyra skít á tún. Vinnumenn- irnir urðu tveir. Ekki veit ég hvernig Ingólfi í Dal tókst að telja prestinn á að þessir tveir tittir gætu jafnast á við einn fullgildan mann og séð um bú- skapinn og stundað nám hjá honum í Prestaskólanum jafnframt. Kannski hefur presturinn hugsað þegar hann leit þá fyrst að Ingólfur hafi verið klókur að gera kaupin óséð. Ekki sást þó að honum brygði neitt að ráði. Og ekki gat hann sent þá til baka. Hann varð að láta reyna á hvernig þeir dygðu. Það var áhættuatriðið.Við Ingólfur vissum að hverju við geng- um. Við kunnum að mjólka kýr þótt við værum stuttir og mjóir, kunnum að moka flór og gefa rollum. Enda er erfiði ekki það sem við munum frá þessum vetri, frekar það hvernig haldið var utan um okkur. Þau treystu okkur hjónin og létu okkur hæfilega sjálfráða við bústörfin en fylgdust vel með okkur og hvöttu. Sigurður var alltaf á bakvaktinni, tilbúinn að taka af okkur erfiði ef leit út fyrir að það ætlaði að verða um of. Aðalbjörg sá um að við nærðumst og þrifum okkur og fengjum næði til að hvílast og læra. Aldrei sáum við að þau hjónin gerðu nokkurn mun á sín- um börnum og okkur. Grenjaðarstað- ur var okkur heimili og þau foreldrar. Skólinn var merkilegur. Í stóru herbergi niðri í kjallara var komið fyrir borðum og bekkjum, þar sátum við hvern virkan dag, tíu nemendur, sem flestir gengu frá nærliggjandi bæjum, og glímdum við sama náms- efni og nemendur yngri deildar á Laugum. Sigurður kenndi allar námsgreinarnar og fór létt með það. Kennsla var sáning og áburðargjöf í hans huga. Markmið hans var að búa okkur sem best undir lífið framund- an. Sjálfsagt hefur það tekist með ýmsu móti vegna þess hve jarðveg- urinn var misjafnlega frjór. En hann náði örugglega allri þeirri rækt sem hægt var að ná í hverju flagi. Öðrum hefði ekki tekist það betur. Erfitt er að meta rétt það sem gerðist fyrir hálfri öld. Þó gæti ég trúað að af alhliða næringarefnum unglingsáranna hafi nestið frá Grenj- aðarstað dugað mér einna best. Fyrir það þakka ég nú. Hefði auðvitað átt að gera það áður en þau hurfu af heimi Aðalbjörg og Sigurður. En héð- an af verður það ekki gert öðruvísi en svona. Héðan úr Melgötu 10 eru systkin- unum frá Grenjaðarstað og öllu þeirra fólki færðar dýpstu samúðar- kveðjur. Björn Ingólfsson. Ungum og lítt reyndum manni í sinni fyrstu heimsókn á fornt frægð- arsetur, Grenjaðarstað í Aðaldal, sló hjarta ört í brjósti á hvítasunnu 1975. Hvaða manndómsvígslur yrðu lagðar fyrir fylgdarsvein prófastsdótturinn- ar yngstu? Svarið birtist brátt í langri göngu meðfram nánast óendanlegum bókahillum húsráðenda. Spurt var ýmissa spurninga, svo sem hvort brúna eða svarta bandið á Íslenzkum fornritum væri fallegra, bókum sem ég man ekki lengur hvort ég hafði fyrr heyrt nefndar eða séð. Bókfræði- leg vankunnátta mín var væntanleg- um tengdaföður örugglega ljós en í engu galt ég og margt höfum við síð- an um bækur rætt. Mér var fljótt treyst til ýmissa tilfallandi verka. Sigurður Guðmundsson HINSTA KVEÐJA Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Höf. ók.) Hvíl í friði, elsku langafi, og takk fyrir allt. Halldór Stefán, Hadda Margrét og Harpa Elín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.