Morgunblaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 11
Fréttir 11VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2010 • Rótgróið bakarí með góðan hagnað. • Heildverslun með fatnað og vefnaðarvörur. Ársvelta 100 mkr. • Innflutningsfyrirtæki með vörur fyrir heimili. Ársvelta 70 mkr. • Lítil heildverslun með snyrtivörur. • Heildverslun með neytendavörur. Ársvelta 250 mkr. • Þekkt iðnfyrirtæki sem selur að stórum hluta beint til almennings. Ársvelta 350 mkr. • Rótgróið byggingafyrirtæki í Noregi sem sérhæfir sig í viðhaldi og endurnýjun. Ársvelta 24 millj. EUR. EBITDA 2,8 millj. EUR. • Innflutnings- og þjónustufyrirtæki. Ársvelta 220 mkr. • Rótgróið útgáfafyrirtæki tengt ferðaþjónustu. EBITDA 5 mkr. • MOTORS. Tískuverslun á Laugavegi með sterk vörumerki í einkasölu og sérvörur fyrir mótorhjólafólk. Gæti hentað vel til sameiningar. • Rótgróið iðnfyrirtæki með bygginga- og viðhaldsvörur. Ársvelta 90 mkr. • Lítið innflutnings- og framleiðslufyrirtæki með álprófíla og plexigler. Ársvelta 50 mkr. • Lítið framleiðslufyrirtæki með örugga viðskiptavini. Tvö stöðugildi. Ársvelta 55 mkr. EBITDA 15 mkr. • Þekkt heimilisvöruverslun. Ársvelta 120 mkr. • Rógróið iðnfyrirtæki með öruggan markað. Ársvelta 220 mkr. • Rótgróið framleiðslu og innflutningsfyrirtæki sem selur að stórum hluta beint til neytenda. Ársvelta 160 mkr. ÞETTA HELST ... Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is EVRÓPSKAR ríkisstjórnir tóku með ró ákalli bandarískra stjórn- valda um að feta í fótspor þeirra með því að leggja sérstakan skatt á banka. Ríkisstjórnirnar fögnuðu því þó að Bandaríkjamenn sýndu stað- festu í því að endurheimta hluta kostnaðarins vegna fjármálakrepp- unnar, að því er fram kemur í Fin- ancial Times. Barack Obama kynnti fyrir helgi að stjórnvöld hygðust leggja skatt á 50 fjármálafyrirtæki, sem myndi afla ríkissjóði 90 milljarða dala. Hann sagði að björgun bankanna hefði verið „smekklaus, en nauðsynleg“ og nú væri komið að skuldadögum. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, sagðist frekar en slíkan skatt vilja „alþjóðlegan skatt á viðskipta- færslur.“ Hún útilokaði þó ekki hug- myndina, ef vera kynni að í viðræð- um G20-ríkjanna kæmi fram víðtækur stuðningur við hana. „Við bíðum eftir því að sjá niðurstöðuna úr alþjóðlegum viðræðum,“ sagði hún í Berlín í gær. Christine Lagarde, fjármálaráð- herra Frakka, sagði fyrirhugaðan bankaskatt Bandaríkjanna „mjög, mjög trausta og góða aðgerð.“ Hún gaf hins vegar í skyn að Frakkar myndu ekki fylgja í kjölfarið vegna þess að Frakkar myndu fá endur- greidda ríkisaðstoðina við bankana, auk vaxta. Bandaríkin myndu hins vegar tapa stórlega á framlögum vegna eitraðra eigna úr TARP-sjóði sínum. Lagarde sagði að fyrirhugaður 50% skattur Frakka og Breta á bón- usgreiðslur bankamanna væri sú að- gerð sem væri best við hæfi í franska fjármálakerfinu. Talsmaður Gordons Browns, for- sætisráðherra Bretlands, lagði áherslu á að björgunaraðgerðir Bandaríkjamanna hefðu verið allt annars eðlis en aðgerðir evrópskra ríkisstjórna. Í Bretlandi hefði ríkið eignast hlut í illa stöddum bönkum og byggist við því að endurheimta framlag sitt með því að selja þann hlut „á réttu augnabliki.“ Tryggingakerfi fyrir banka Bretar, Þjóðverjar og Frakkar hafa allir stutt hugmyndina um skatt á fjármálagjörninga, en kunna að þurfa að endurskoða þá afstöðu sína ef Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kemst að þeirri niðurstöðu að sá skattur sé lítt fýsilegur í skýrslu sinni sem væntanleg er í apríl. Hvað sem því líður huga evrópsk stjórnvöld nú að því að koma á fót einhvers konar tryggingarkerfi fyrir banka, auk þess að gera auknar kröfur um eigið fé og setja upp strangara regluverk. Það kann að þýða að tekinn verði upp skattur af svipuðu tagi og Bandaríkjamenn hyggjast nú setja í lög, þar sem markmiðið verður að tryggja kerfið gegn vandamálum í framtíðinni frek- ar en fást við vandamál fortíðarinn- ar. George Osborne, talsmaður breska Íhaldsflokksins, sagði að flokkurinn myndi styðja að lagt yrði tryggingariðgjald á banka, yrði hann sigurvegari í bresku kosningunum hinn 6. maí næstkomandi. Osborne sagði í samtali við Fin- ancial Times að hann styddi ekki skatt á viðskiptafærslur, en bætti við: „Ég held að einhvers konar tryggingariðgjald sé mun líklegra til þess að njóta alþjóðlegs stuðnings.“ Við sama tækifæri sagði Anders Borg, fjármálaráðherra Svíþjóðar, að Bandaríkjamenn horfðu mjög til sænsku leiðarinnar, sem byggðist á „stöðugleikaskatti“, svipuðum og bandarísk stjórnvöld hyggist nú leggja á. Blendin viðbrögð við bankaskatti  Bandarísk stjórnvöld hyggjast afla 90 milljarða dollara með skatti á þarlendar fjármálastofnanir  Evrópskar ríkisstjórnir fagna því að Bandaríkin ætli að endurheimta hluta kreppukostnaðarins Reuters Skattur Barack Obama hefur kynnt fyrirætlanir bandarískra stjórnvalda um skatt á 50 fjármálafyrirtæki sem afla á ríkissjóði 90 milljarða dala. ● GRÍÐARLEG umframframleiðsla er í bílaiðnaði heimsins um þessar mundir, að sögn Sergios Marchionnes, forstjóra Fiat á Ítalíu. Segir hann að bílaframleið- endur framleiði um 94 milljónir fólks- og vörubíla, sem sé um 30 milljónum umfram eftirspurn. Eigi iðnaðurinn að geta dafnað við breyttar aðstæður þurfi framleiðendur, einkum í Evrópu, að draga úr framleiðslu. Bandarískir fram- leiðendur hafa þegar lokað verk- smiðjum, en í Evrópu greiða ríkis- stjórnir fyrirtækjunum oft fyrir að halda verksmiðjum gangandi. Borgar sig ekki að loka ● VEGNA fréttar um að Actavis sé að hluta að kom- ast í hendur Deutsche Bank hefur Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Actavis, sent frá sér eftirfarandi yf- irlýsingu: „Actavis er að fullu í höndum hlut- hafa. Núverandi stjórn félagsins, í um- boði hluthafa, ræður stefnumótun og rekstri þess. Fréttir um annað eru rang- ar. Engin áform eru uppi um að lánar- drottnar breyti skuldum félagsins í hlutafé eða eignist hlutafé í félaginu. Þá er rétt að fram komi að Actavis hefur undanfarið átt í mjög góðu samstarfi við lánardrottna félagsins um skulda- stöðu þess og á enn.“ Í höndum hluthafa Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is „Í markaðssetningu íslenskra fyrir- tækja á erlendri grund mætti blanda betur saman fræðum og praktík,“ segir Gunnar Óskarsson, kennari við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Til að auðvelda stjórnend- um íslenskra fyrirtækja að nálgast og tileinka sér fræðilegar upplýsing- ar um alþjóðamarkaðssetningu hef- ur Gunnar gefið út bókina „Að fanga heiminn“, en hún hefur að geyma umsagnir á íslensku um greinar sem birst hafa í viðurkenndum tímaritum og fjalla um viðfangsefni alþjóða- markaðssetningar. Ennfremur inni- heldur bókin stuðningsefni, sýnis- horn og heilræði fyrir greiningu á erlendum mörkuðum. „Bókin er fyrst og fremst skrifuð fyrir kennslu á háskólastigi, en efni hennar á einn- ig erindi til þeirra sem starfa í fyrir- tækjum og vilja ná árangri á erlend- um mörkuðum eða annarra sem hafa áhuga á viðfangsefninu,“ segir Gunnar. Ætlunin er að gefa út fleiri slíkar bækur í framtíðinni, en um- sagnirnar eru skrifaðar af nemend- um Gunnars við Háskólann. Brúa gjána „Í virtum ritrýndum erlendum fagtímaritum er að finna gríðarlegt magn upplýsinga og fróðleiks, sem ég tel að geti gagnast stjórnendum við ákvarðanatöku í markaðsmálum. Greinarnar eru hins vegar flestar langar og skrifaðar á ensku fagmáli, sem erfitt getur verið fyrir venjulegt fólk að skilja. Ég hef lengi haft áhuga á að brúa þetta bil og auðvelda stjórnendum að nota þær upplýsing- ar sem í greinunum er að finna. Oft er talað um gjá milli fræðimanna og stjórnenda og er bókinni meðal ann- ars ætlað að brúa þá gjá.“ Telur Gunnar að þegar stjórnend- ur venjast því að nota efni sem þetta muni þeir almennt taka betri ákvarð- anir. Auk íslensku ritraðarinnar vinnur Gunnar að gerð sambæri- legrar ritraðar á ensku, þar sem meiri áhersla verður lögð á hagfræði en markaðsmál. Að fanga heiminn Gunnar Óskarsson VERÐBRÉFAMIÐLARINN David Slaine hefur undanfarið ár að- stoðað yfirvöld við að koma upp um umfangsmikil og skipulögð inn- herjasvik á Wall Street. Í Wall Street Journal er sagt frá því að Slaine hafi borið upp- tökutæki þegar hann hafi rætt við aðra miðlara og þar með safnað gögnum, sem nú verði notuð í dómsmálum gegn þeim. Er hann sagður hafa svipt hul- unni af að minnsta kosti tveimur skipulögðum hópum innherjasvik- ara sem hist hafi á laun og skipst á peningum og innherjaupplýsingum um fyrirtæki. Hefur Slaine meðal annars aflað upplýsinga um góða vini sína. Ann- ar hringurinn myndaðist í kringum verðbréfasjóðinn Galleon Group en hinn var óformlegri og kallaðist Octopussy eftir James Bond- myndinni. bjarni@mbl.is Ljóstraði upp um innherjasvik Var með upptökutæki á Wall Street ● GRIKKLAND mun ekki ganga úr evru- samstarfinu eða lenda í greiðslufalli, að sögn Jean-Claude Juncker, tals- manns hóps evrópskra fjármálaráð- herra. Segir hann að Grikkland muni ekki verða gjaldþrota en Grikkir muni hins vegar þurfa að leggja hart að sér til að snúa við blaðinu. Hefur gríska ríkið lagt fram áætlun um hvernig ná megi jöfn- uði í ríkisfjármálum. bjarni@mbl.is Segir Grikkland ekki á leið í greiðsluþrot ● ÚTFLUTNINGUR frá evrusvæðinu dróst saman í nóvember, annan mán- uðinn í röð og er það rakið til þess hve sterkt gengi evrunnar er gagnvart öðr- um gjaldmiðlum, einkum Bandaríkjadal. Samdrátturinn nam 0,4 prósentum í nóvember og 0,1 prósenti í október. Enn er afgangur á vöruskiptum, en hann hefur minnkað þrátt fyrir aukinn útflutning í nóvember. Sterkt gengi evrunnar dregur úr útflutningi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.