Morgunblaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 22
22 Velvakandi MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG ER BÚINN AÐ SKÚRA GÓLFIÐ VISSIR ÞÚ AÐ ÞAÐ ER MYNSTUR Á DÚKNUM? ÞETTA HLÝTUR AÐ VERA ANSI GAMALL DÚKUR Á MORGUN ER FYRSTI DAGURINN LEIKSKÓLI! BARA ÞRJÁ METRA... ÞÚ VARST AÐ ÝKJA ÉG ER VISS UM AÐ EF EIN- HVER MINNIST Á LEIKSKÓLA VIÐ HANA ÞÁ STEKKUR HÚN TÍU METRA UPP Í LOFTIÐ EKKI TAKA ÞESSU PERSÓNULEGA, SNATI SUMU FÓLKI ER BARA ILLA VIÐ HUNDA EN HVAÐ ÞAÐ ER FRÁBÆRT AÐ VERA FJÁRHUNDUR! ÉG PASSA UPP Á ÞESSI VESALINGS, MEINLAUSU DÝR HVAÐ VARÐ UM VESKIÐ MITT?!? LÁTUM OKKUR SJÁ... VERÐIÐ ÞIÐ Í „LEIKSAL LJÓÐSKÁLDSINS“? „HERBERGI HERTOGANS“? „MYNDEFNI MÁLARANS“? AUÐVITAÐ! „ELDSTÆÐI ELSKENDANNA“ ER BEINT UPP STIGANN SÆLL, VIÐ ERUM LALLI OG ADDA. VIÐ EIGUM PANTAÐ HERBERGI HÉRNA HJÁ YKKUR NÆSTU TVO DAGANA VIÐ BÁÐUM UM RÓMANTÍSKU HELGARFERÐINA ÍBÚAR NEW YORK ÆTTU AÐ ÞRÝSTA Á KÓNGULÓAR- MANNINN AÐ MÆTA VULTURE VIÐ ÆTTUM AÐ SETJA UPP VEFSÍÐU GÓÐ HUGMYND! ÉG ÆTLA AÐ NEYÐA KÓNGULÓARMANNINN TIL AÐ BERJAST VIÐ MIG! ÉG ÞARF BARA AÐ KOMA VIÐ Á FLUGVELLINUM Lýðræðisleg vinnu- brögð EFTIR allar hremm- ingar efnahagshrunsins og þær mórölsku áskor- anir sem þeim fylgja er afar brýnt að fólkið í landinu hafi á tilfinning- unni að verið sé að vinna að djúpstæðum og var- anlegum breytingum á þjóðskipulaginu, þ. á m. sjálfu stjórnskipulaginu. Stjórnmálamenn munu ekki komast upp með að dusta einungis rykið af stærstu spillingarmálum. Vonbrigði fólksins yfir því hve hægt gengur að leiða þau til lykta og um leið að endur- skoða innviði íslenska stjórn- og fjár- málakerfisins og koma á lýðræð- islegum umbótum í landinu eru öllum augljós. Þessi vonbrigði kristallast í hinu umdeilda Icesave-máli. Þó vissulega sé hægt að færa góð rök fyrir því að Ís- lendingar taki stórkostlega fjárhags- lega áhættu með því að tefla í tvísýnu samningum íslenskra stjórnvalda við bresk og hollensk stjórnvöld hefur sið- ferðiskennd heillar þjóðar beðið hnekki. Fólk er enn í sárum eftir efna- hagshrunið og það sem verra er; það sér engin áþreifanleg merki um gagn- gerar breytingar á hugsunarhætti æðstu ráðamanna og vinnubrögðum þeirra, engin augljós teikn um alls- herjar endurskoðun á því stjórnarfari sem nú ríkir, einkum er lýtur að stýr- ingu valds og meðhöndlun þess. Færa má gild rök fyrir því að þensl- an sem ýtti undir efnahagshrunið á Ís- landi, sem þegar hafði birst almenn- ingi t.d. í stórframkvæmdum eins og Kárahnjúkastíflu, auk- inni einkaneyslu og hröðum vexti íslensku bankanna, hafi í reynd verið keyrð áfram í krafti ofurfram- kvæmdavilja íslenskra stjórnvalda og óhóf- legrar valdasöfnunar þeirra. Skortur á lýð- ræðislegum vinnubrögð- um tryggði þeim völdin og um leið skjótustu málsmeðferð á löggjaf- arþingi landsmanna. Eftir á að hyggja má draga þá ályktun að lýð- ræðisleg vinnubrögð, m.a. í formi tíðra þjóðaratkvæðagreiðslna, öflugrar þjóðfélagslegrar umræðu og um leið gagnrýnnar hugsunar virkra kjós- enda, hefðu getað komið í veg fyrir stórslys krísunnar sem við upplifum nú eða að minnsta kosti dregið veru- lega úr neikvæðum áhrifum hennar. Með því að eyða meiri orku og tíma í að fínpússa agnúa íslenska valdakerf- isins og huga að því hvernig við getum búið til betra þjóðfélag í stað þess að karpa endalaust um efnahagslegar stærðir í framtíðinni má eflaust spara mikla fjármuni þegar til lengdar lætur. Þjóðin fer ekki á hausinn hvort sem hún samþykkir Icesave-samninginn eða ekki, en hún mun aldrei ná heil- brigðum efnahagsbata ef hún hugar ekki að varanlegum lýðræðislegum umbótum í landinu. Slíkar umbætur krefjast mikillar undirbúningsvinnu – við þurfum að hefjast handa strax! Benedikt S. Lafleur rithöfundur og myndlistarmaður. Ást er… … að hlusta með stolti þegar barnið æfir sig á píanóið. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa opin kl. 9- 16.30, vatnsleikf. Vesturbæjarl. kl. 10.50, postulín kl. 13, leshópur kl. 14. Skrán. í leikhús 23. jan. og þorrablót 22. jan. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handa- vinna/smíði kl. 9, félagsv. kl. 13.30, myndlist kl. 16. Þorrablót 22. jan. kl. 12. Dalbraut 18-20 | Myndlist/postulínsm. kl. 9, leikf. kl. 10, brids kl. 13. Dalbraut 27 | Handavinnustofa opin kl. 8-16, bænast. kl. 9.30, leikf. kl. 11. Félagsheimilið Gjábakki | Boccia kl. 9.30, gler- og postulín kl. 9.30, leiðb. í handav. til hádegis, lomber kl. 13, ca- nasta kl. 13.15, trésk. kl. 18 og skapandi skrif kl. 20. Skrán. á þorrablót hafin. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postulín kl. 9, ganga kl.10, handav. og brids kl.13, félagsv.kl. 20.30 Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9, tréútsk./handav. leikfimi kl. 10.30, spilasalur e/hád., kóræf. kl. 14.30. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi í Sjálandi kl. 8, kvennal.f. í Sjálandi kl. 9.45, 10.30 og 11.15, göngu- hóp. frá Jónsh. kl. 11, miðar á þorrablót seldir í dag frá kl. 13 í Jónshúsi. Félagsstarf eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13, Blásarasveit FEB kl. 19.30. Háteigskirkja | Félagsv. kl. 13 í Setrinu. Hraunbær 105 | Handav. kl. 9, útsk. kl. 10, bænastund kl. 11.45, matur kl. 13, myndlist kl. 14.30, kaffi. Hraunsel | Rabb kl. 9, ganga kl. 10, Gafl- arakórinn kl. 10.30, trésk. kl. 13, boccia/ félagsvist kl. 13.30, þorrablót 23. jan. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30, 9.30 og 10.30, vinnust. kl. 9-16, brids kl. 13. Hæðargarður 31 | Hringborðið kl. 8.50, Stefánsganga kl. 9, listasmiðja; útsaum- ur/handverk, félagsv. 13.30, skapandi skrif kl. 16, ókeypis tölvuleiðbein. kl. 13, myndlistarsýn. Geirharðs Þorsteinss. kl. 9-16, Mamma Gógó kl. 16.30 á morgun. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Smár- anum kl. 11.30. Uppl. 564-1490, glod.is. Korpúlfar Grafarvogi | Ganga í Egilshöll kl. 10. Sundleikf. í Grafarvogssundl. á morgun kl. 9.30. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hring- borðið, spjall kvenna kl. 10.30, handv.- og bókast. opin kl. 11.30, prjónakl. o.fl. kl. 13, boccia kl. 13.30, söngst. kl. 15. Norðurbrún 1 | Boccia kl. 10. handav. kl. 9, samv. með djákna kl. 14. smíðast. op- in e. hádegi. Vesturgata 7 | Handav. kl. 9, boccia kl. 11, leikfimi kl. 11.30, kóræfing kl. 14, töl- vuk. kl. 14.30, kaffi. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bók- band, postulín, morgunst. kl. 9.30, boccia, framh.saga kl. 12.30., handav. og spilað kl. 13, stóladans kl. 13.15. Árni Jónsson bætir í sarpinn um Fúsa og Dómhildi, sem hafa verið aðalpersónur Vísnahornsins und- anfarna daga: Óróa vafinn veldur, vita það kysi heldur, karlmanna vegna sem kynbótum gegna, hvort Fúsi var frjór eða geldur. Davíð Hjálmar Haraldsson kast- ar fram limrum og ber sú fyrri yf- irskriftina „Í sveitinni“: Kúna, heim komna frá burði, að kálfinum Jón bóndi spurði (sá blóðugar hildir). Hún: „Bóndi, það skildir ef bærir á bakka á skurði.“ Þá „Freyr á Fenjalæk“: Freyr sem á Fenjalæk bjó var frábær að taka upp mó og í mýrinni að kafa. Mann til að grafa þurfti ekki þegar hann dó. Kristján Eiríksson bætir við: Í fjósinu vorbæran var sú vitrasta í sveitinni þar og hreint enginn álfur né heimskur var kálfur og nautið af bóndanum bar. Birgir Hartmannsson benti á að vísa hefði verið rangfeðruð í Vísna- horninu í gær og að höfundur væri Stefán Stefánsson á Móskógum á Bökkum. Á Vísnavef Skagfirðinga, segir jafnframt að hún hafi verið ort er Stefán datt við fætur stúlku: Fyrir henni flatur lá ég. Faldur klæða straukst um kinn. Upp um hlíðar allar sá ég. Ó, sú fegurð, Drottinn minn. Vísnahorn pebl@mbl.is Af limrum og sveitinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.