Svanir - 01.05.1939, Side 49

Svanir - 01.05.1939, Side 49
45 upp í kr. 50,00. Enn gengur í basli með innheimtu árs- tillaga einstaklinganna. 1934 tekur sveitarstjórnin upp þá nýbreytni að setja á útsvarsskrá þriggja krónu tillag á hvern bónda — gjald til bókasafnsins. Hefir gjald þetta innheimzt síðan á þennan hátt ágreiningslaust. Ungmenna- félagið, sem er stofnað 1927, tekur bráðlega bókasafns- málið til athugunar. Varð brátt að samkomulagi, að U. M. F. Baula ynni að eflingu bókasafnsins í félagi við sveitarstjórnina og aðra áhugamenn þessa máls. Hefir Ungmennafélagið styrkt bókasafnið með 30—50 kr. ár- lega hin síðari ár. Bókasafnsmálinu hefir nú verið komið í sæmilegt horf. Það hefir tekizt góð samvinna um málið milli sveitarstjórnarinnar, ungmennafélagsins og heimil- anna. 1 safninu eru nú nær 300 bindi og margt góðra bóka. XII. Skólamál. Þegar búnaðarfélag Norðdælinga og Þverhlíðinga er stofnað 1890, ræður það til sín starfsmann, Daníel Hjálms- son frá Hamri. Daníel var búfræðingur frá Ólafsdal, prýði- lega greindur. Átti hann nú að hafa á hendi jarðyrkju á sumrin en kenna börnum á vetrum. Mun hann hafa unn- ið nokkur ár að barnakennslu hér í dalnum. Annars hvíldi uppfræðsla barna á heimilunum og prestunum fram til 1907, að lög voru sett um fræðslu barna. Man ég eftir all-mörgum unglingum, sem nutu kennslu hjá föður mín- um hér í Hvammi. Aðalfyrirkomulag kennslunnar var það, að bændur tóku kennara, lengri eða skemmri tíma, eftir getu og áhuga.—Mest stund var lögð á kverlærdóminn, svo og lestur, skrift og reikning. Man ég eftir þrem ungling- um, sem þóttu vera tornæmir og erfitt að kenna lestur, og var lestrarkennslunni kastað fyrir borð, en gömul kona — Guðrún Jónsdóttir, ekkja Ásmundar á Dysey — var fengin til að kenna þeim kverið utan bókar. Ásmundur Gíslason, sem síðast bjó á Dysey 1888, mun eitthvað hafa fengizt við bamakennslu. Eyjólfur Magnússon kenndi hér á nokkrum bæjum um 1890. Þá kenndi hér Kristín Ólafs- dóttir, síðar gift Þórarni Bjarnasyni á Rauðanesi, og einn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Svanir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svanir
https://timarit.is/publication/805

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.