Svanir - 01.05.1939, Síða 70

Svanir - 01.05.1939, Síða 70
í kolum. Saga eftir Guðmund Böðvarsson. Einu sinni hefi ég verið eyrarvinnumaður í Reykjavík. Það var seinnipart vetrarins 1926, svo að ég hefi verið tuttugu og tveggja ára þá. I vinnunni kynntist ég pilti, sem Ellert hét. Hann var vestan af Snæfellsnesi, sveitapiltur, eins og ég. Það var á útmánuðunum sem við kynntumst, því að hvor- ugur okkar hafði unnið við höfnina fyrripart vetrarins. Hann hafði verið á skóla í bænum, ákveðinn maður við ákveðið nám. Ég gat ekki hælt mér af því sama. Ég hafði að vísu lesið heilmikið uppi á Landsbókasafni, en eingöngu það, sem mig lysti sjálfan, án alls tilgangs, og sennilega án mikils ái'angurs. En ég hafði séð hverja mynd í Nýja Bíó frá vetrar- byrjun og fram yfir nýjár, farið inn í sundlaugar flesta daga og skemmt mér heilmikið við annað. — Áreiðanlega voru það dýrðlegir dagar. Séð hverja mynd í Nýja Bíó fram yfir nýjár, — en svo kom kreppan. Kreppan (hún stóð í tvo mánuði og var skæð) er saga út af fyrir sig, og kemur þessu máli ekki nema lítið við, því að hún snerti bara mig. En sem sagt: Auraráðin urðu á tímabili mjög takmörkuð, eða öllu heldur engin, og mér varð það sárlega ljóst, að ég þurfti að fá vinnu, því að upp í Borgarfjörð ætlaði ég ekki fyrr en með vorinu, og fór það heldur ekki fyrr. Hann söng mér það hinn svali foss, er sólin bak við fjöllin hvarf. Og úðinn gaf mér úrgan koss og aldan hló og bergið svarf. Þorsteinn Jónsson á Ulfsstöðum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Svanir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svanir
https://timarit.is/publication/805

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.