Svanir - 01.05.1939, Síða 73

Svanir - 01.05.1939, Síða 73
65 Mér var ekki hægt um vik með að útvega mér vinnu. Ég þekkti engan, sem þar gæti lagt mér lið. En einn kunn- ingi minn sagði mér þó, að ég skyldi reyna við einn af verkstjórum útgerðarfélagsins Alliance. Það gerði ég, og með þeim árangri, að hann tók mig í vinnu. Hann heitir Ingólfur Daðason og reyndist mér á þá leið, að fáir hefðu gert það betur. — En hann er líka systursonur Herdísar og Ólínu, af ætt séra Matthíasar, en þar er mannval mikið. Mér er í minni fyrsti vinnudagurinn minn á eyrinni. Það var norðan-þræsingur og kuldi. Ég var lasinn af in- flúensu, sem gekk í bænum. Ingólfur, húsbóndi minn, þurfti mín ekki við í vinnuna hjá sér þennan dag, svo að hann kom mér í kolaskip, sem verið var að afferma. Það lá við bryggju við eystri hafnargarðinn. Þá var ekki kola- kraninn, og kolum var skipað upp í geysistórum körfum, sem hvolft var úr í hestvagna. Tveimur mönnum var ætlað að taka á móti körfunum og stýra þeim í vagninn. Þeim, sem æfðir voru við þetta verk, veittist það mjög létt, og þeim fannst þetta bezta verk, enda misstu þeir ekki mola í sjó. Ég gat varla sagt, að ég hefði séð þessi vinnu- brögð, hvað þá lagt hönd þar að, og ég var að vona, að mér yrði skipað á móti vönum manni, og myndi ég þá, sennilega fljótt, komast upp á lag með þetta. Verkstjórinn hét Guðmundur, en hann var aldrei kall- aður annað en Söllu-Gvendur, og heyrði ég seinna ástæð- una fyrir þeirri nafngift, en það er önnur saga. Hann var maður geysihár, en það bar af, hve gildvaxinn hann var, feitur, smitandi, dökkur og þrútinn í andliti og oftast undir áhrifum víns, harðorður, ef honum þótti illa ganga, og notaði þá hroðalegan munnsöfnuð. Hann snéri sér að mér: — Þú ert víst litli skrattinn, sem hann Ingólfur bað mig fyrir. Þú átt að vinna á móti þessum þarna, og standið ykkur nú djöfull vel. (Þetta var hégómlega fínt orðbragð). Þessi þarna var piltur á aldur við mig, aðeins mikið Svanir I 5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Svanir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svanir
https://timarit.is/publication/805

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.