Svanir - 01.05.1939, Side 77

Svanir - 01.05.1939, Side 77
69 Heldurðu að það sé nokkur meiri maður fyrir það, þótt hann nenni ekki að verka af sér drulluna? Ég gat ekki fengið mig til þess að svara því játandi. — Og svo ertu líka kominn með vettlinga, sagði ég. — Já, gegndi hann, — ég gat náð í þá í gærkvöldi, það var hætt svo snemma, að ég komst í búð áður en lokað var. — Þú þarft þeirra nú ekki í dag, sagði ég við hann, — það er svo hlýtt. Sjálfur var ég berhendur, og það sá ég að flestir voru í góða veðrinu. — Það er alveg sama, svaraði hann, stuttur í spuna. — Þetta fer svo fjandalega með hendurnar. — Sjáið þið ekki körfuna, djöflarnir ykkar? orgaði öku- maðurinn á okkur. Og vinnan gekk, og klukkutímar dagsins liðu einn af öðrum. Laugardagur í glampandi sólskini útmánaðanna, með vinduskarki og vagnaskrölti á bryggjunni, hávaða hrópandi radda, fjarlægum dunum frá borginni, blönduð- um hljóðmerkjum bílanna og eimpípublæstri skipa á höfn- inni, bjartur, glaður vinnudagur með bláu reykjarskýi yfir bænum í logninu, — laugardagur. Ég var mikið betri í höfðinu heldur en daginn áður, og ég hafði ekki ástæðu til annars en að láta liggja prýðilega á mér. Ég gat ekki annað en undrazt, hvað félagi minn var fámáll og stuttur í spuna. Hann vann að vísu af hinni mestu samvizkusemi, en með sýnilegri andúð á starfinu. En ég var alltaf að spjalla við hann, og ég hafði það smátt og smátt upp úr honum, að honum hafði eyðzt fé í skemmt- anir um veturinn. — Sæll, nafni, sagði ég, — og svo varðst þú að hætta í skólanum. Þú hefir ef til vill haft einhvern til þess að eyða með þér? — Það getur nú verið, anzaði hann dræmt. — Stúlka? sagði ég. Hann gegndi mér ekki. — Falleg? sagði ég. Það birti snöggvast yfir honum öllum eins og af dásam- legri endurminningu, — svo kom karfan.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Svanir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svanir
https://timarit.is/publication/805

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.