Svanir - 01.05.1939, Side 83

Svanir - 01.05.1939, Side 83
75 Hann tók ofan húfuna sína, snöggt og fimlega, þegar við fórum fram hjá, ég efast um, að hún hafi séð það. Við héldum áfram þegjandi, og ég skildi til fulls þetta spennandi stríð, sem hann hafði háð til þess að leyna stúlkuna sína því, að hann væri neyddur til þess að vinna fyrir sér með höndunum eins og bezt gengi, — hann, skólapilturinn, sem hún ef til vill hafði gert sér svo há- ar hugmyndir um á sína vísu. Ég vissi ekki mikið um það stríð, í raun og veru vissi ég ekkert, hvernig kunn- ingsskap þeirra væri farið, nema það, sem ég hafði get- ið mér til. — Hann var maður fámáll. En þetta stríð hafði átt sér stað, — það var það, sem ég skildi til fulls, og nú var Ellert búinn að tapa því. Og sann- arlega var hann líkur sigruðum manni, þessi ungi, fríði maður, sem gekk þarna við hlið mína á Vesturgötunni, í sínum kolarykugu heimasaumuðu fötum. Skömmu seinna skildumst við, og hann hvarf mér fyrir húshorn í kaldri birtu útmánaðarkvöldsins, — einn með sinn ósigur. Áreiðanlega óskaði hann heldur ekki annars, enda var það þýðingarlaust. Og næsta dag átti að ljúka við kolaskipið. Ellert mætti, eins og hann var vanur. En hann var ekki í nýjum vinnu- fötum, — langt í frá. Enn vorum við samstæðir, — tveir piltar úr sveit, tveir flækingsfuglar, sem bráðum ætluðu heim. Ég var svo nærgætinn, þrátt fyrir allt, að ég spurði hann ekki, hvers vegna hann hefði ekki losað sig við reið- buxurnar og keypt sér vinnuföt í gærkvöldi. En hafi mér fundizt hann dulur áður, þá tók þó út yfir nú. Enda fann ég, að það var síður en svo að það, sem ég hafði fengið vitneskju um, mjög á móti vilja hans, gæfi mér nokkurn rétt til þess að spyrja hann um hans einka- mál. Ég stóð hann að vísu að því að gleyma stund og stað og horfa austur á sjóinn sínum björtu augum, með einhvern fjarlægan kvíða í svipnum, en sem sagt: það kom mér ekkert við. — Hann tók létt undir það, sem á hann var
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Svanir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svanir
https://timarit.is/publication/805

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.