Svanir - 01.05.1939, Síða 103

Svanir - 01.05.1939, Síða 103
93 vestur í Króknes að sækja haustvörur til Þorbjarnar kaup- manns, og Jóhann átti þar nýja leðurmaskínu, sem mun hafa verið sú fyrsta, sem fluttist í þetta byggðarlag. Líður nú nóttin og ber ekki til tíðinda. Landi er svo háttað kringum Álftanes, að ós er þar beint fram undan bænum, þröngur að framan, en greinist í tvo voga, þegar inn kemur. Sá syðri nær heim undir bæ og fyrir suðaustan bæinn upp að Kvíslhöfða. Sá vestari ligg- ur kippkorn frá bænum; heitir hann Sauðhúsavogur og er á leið vestur í Króknes. Vogar þessir eru þurrir um fjöru, en óreiðir um stórstraumsflóð. Morguninn eftir á útfallsfjöru kemur Jóhann frá Kvísl- höfða að Álftanesi, eins og um hafði verið samið hjá þeim ferðafélögum, og man ég, að hann spurði Sigurð, félaga sinn, hvort Skotta myndi ekki vera með í förinni. Man ég ekki, hverju hann svaraði; þó mun hann ekki hafa orðið ókvæða við, því að báðir munu hafa verið gleðimenn, en eitthvað minnir mig það væri á þá leið, að þá væri hún orðin breytt, því að vön væri hún að gjöra vart við sig þar, sem hún færi ekki daglega um, tetrið að tama. Fara þeir svo frá Álftanesi vestur í Króknes og gjöra ráð fyrir að gista á sömu bæjum nóttina eftir. Eru þeir svo við úttekt þar til á áliðnum degi. Sést þá til þeirra frá Álftanesi, vest- an Sauðhúsavogar, og er þá sjór fallinn í voginn, vel í kvið á hesti; þó ekki svo, að klyfjar þyrftu að blotna. Leggja þeir félagar tafarlaust í voginn með lestir sínar, þegar þeir koma að honum, og komast út í hann miðjan, þar sem hann var dýpstur. Þar stanza þeir snögglega, fara báðir af baki og baksa og busla. Koma þeir svo bráðum heim að Álftanesi, ekki þurrir að neðan. Voru þeir spurðir hvort nokkuð hefði bilað hjá þeim í voginum. Ekki kvað Jóhann það hafa verið, en helvítið hún Leirárskotta hefði tekið maskínukassann ofan af klakknum, þar sem verst gegndi. Eitthvað fleira mun hafa verið talað um þetta at- vik áður en Jóhann fór í náttstað í Kvíslhöfða, því að báðir voru þeir glaðir og hressir í anda eftir viðtökumar hjá Þorbirni. En það, sem fyrir hafði komið í voginum, var, að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Svanir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svanir
https://timarit.is/publication/805

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.