Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2011 Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is QR-kóðar hafa undanfarið rutt sér til rúms með aukinni útbreiðslu æ fullkomn- ari snjallsíma. Íslend- ingar eru engir eft- irbátar annarra í nýjungagirni á þessu sviði og hef- ur til að mynda víða mátt sjá þess- um kóðum bregða fyrir í auglýsingum. Á síðum Morg- unblaðsins í dag má víða sjá QR-kóða, tengda og ótengda efni blaðsins. Með snjallsíma búnum þar til gerðum hugbúnaði er hægt að skanna þessa kóða, en við það býðst notanda til dæmis að lesa nánar um umfjöllunarefni fréttar, horfa á myndskeið henni tengt, fylgjast með framvindu málsins á mbl.is eða taka þátt í leikjum á vegum Símans. Með notkun þessarar tækni má því segja að verið sé að tvinna saman rótgróna tækni og nýja, en samspilið auðveldar og flýtir fyrir að- gengi lesandans að frekari fróðleik, fréttum og afþrey- ingu. „Það er okkar trú að með þessari til- raun takist okkur að auðga upplifun les- enda Morg- unblaðsins með því að nýta tækni sem margir hafa kannski gengið með í vasanum án þess að vita af því,“ segir Óskar Magn- ússon, útgefandi Morgunblaðsins. Hvað eru QR-kóðar? Segja má að QR-kóði („QR“ er stytting á „Quick Response“) sé af- komandi hefðbundinna strika- merkja. Munurinn liggur fyrst og fremst í því magni gagna sem kóðinn inniheldur. QR-kóðar eru upprunnir í Japan, en það var bifreiðaframleið- andinn Toyota sem hóf notkun þeirra til þess að fylgjast með vara- hlutaframleiðslu. Þeir hafa síðan breiðst út og er notkun þeirra nú orðin mjög almenn, hvort heldur er fyrir farsíma, leikjatölvur eða tölvur búnar myndavél. Kóðana hefur með- al annars mátt finna á plötu- umslögum, á ferðamannastöðum og sem hluta af fatnaði. Þess má til dæmis geta að á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í fyrra var sá hátt- ur hafður á að QR-kóðum var komið fyrir á tónleikastöðum. Tónleika- gestir gátu þá „skannað“ viðkom- andi kóða og fengið dagskrána senda beint í símann. Flestar gerðir snjallsíma bjóða núorðið upp á hugbúnað til þess að lesa kóðana. Fjöldi forrita er til fyrir síma sem keyra Android stýrikerfið, eins fyrir iPhone, Nokia og Black- berry síma, sem allir eru útbreiddir hér á landi. Morgunblaðið tengt nýjustu snjallsímum  QR-kóðar bjóða upp á aukna möguleika fyrir lesendur Skannaðu hérna til að sækja 2 B arcode Scanner Skannaðu! UN Women á Íslandi hóf í gær starfsemi sína á alþjóðlegum bar- áttudegi kvenna með hátíð á Hljómalindarreitnum við Lauga- veg. Í ársbyrjun rann UNIFEM saman við þrjár systurstofnanir innan Sameinuðu þjóðanna og varð þá UN Women til. Markmið hátíðarinnar var að vekja Íslendinga til umhugsunar um stöðu kvenna í þróunarlöndum og á átakasvæðum en jafnframt að gleðjast yfir því að aðildarríki SÞ hefðu loksins ákveðið að leggja meiri áherslu á jafnréttismál. Nemar við Kvennaskólann og Evrópumeistararnir í fimleikum úr Gerplu gengu ásamt lúðrasveitinni Svani frá Lækjartorgi upp að Hljómalindarreitnum þar sem gleðinni var haldið áfram í sólskin- inu sem braust fram síðdegis. Morgunblaðið/Ómar Raddir kvenna gengu upp Laugaveginn Helgi Bjarnason Egill Ólafsson Landsdómur mun einhvern næstu daga dæma um það hvort saksóknari Alþingis fái afhent tölvupóstsamskipti Geirs H. Haarde á meðan hann var forsætisráðherra. Jafnframt er búist við því að dómurinn fjalli þá um það grundvall- aratriði hvort saksóknari geti aflað gagna og þar með haldið áfram rannsókn málsins, eftir að ákæra hefur verið samþykkt á Alþingi. Verjandi Geirs telur að fella eigi málið niður. Landsdómur kom saman í fyrsta skipti í Þjóð- menningarhúsinu í gær til að fjalla um tvö kæru- mál sem risið hafa vegna ágreinings um gagna- öflun saksóknara Alþingis vegna málshöfðunar Alþingis á hendur Geir H. Haarde. Áður höfðu nefndarmenn að vísu hist á óformlegum fund- um. Er þetta í fyrsta skipti sem reynir á liðlega 100 ára gömul ákvæði laga og stjórnarskrár um ráðherraábyrgð og landsdóm. Varpar ljósi á það hvað ráðherra vissi Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, hefur krafist þess að fá tölvupóstsamskipti Geirs H. Haarde á meðan hann var forsætisráðherra. Vegna óljósra ákvæða laga um landsdóm vildi forsætisráðuneytið ekki afhenda póstana og vísaði málinu til landsdóms. Sigríður segir nauðsynlegt að skoða samskipti Geirs við fólk í stjórnkerf- inu og bönkunum til að reyna að varpa ljósi á það hvað honum var ljóst eða mátti vera ljóst um þá hættu sem fjármálakerfið var í. Ekki réttlát málsmeðferð Andri Árnason, lögmaður Geirs, gerir alvarlegar athugasemdir við lögmæti málshöfðunarinnar og telur að fella eigi málið niður. Vísar hann til þess að Alþingi kaus ekki saksóknara til að sækja málið um leið og málshöfðunin var ákveðin, heldur á nýju þingi. Þá telur Andri það grundvallaratriði að mál séu fullrannsökuð áður en ákvörðun er tekin um ákæru. Kröfur saksóknara um ný gögn feli í sér að reynt sé að skjóta frekari stoðum undir ákæru sem þegar sé ákveðin á Alþingi og það sé ekki í samræmi við nútíma réttarfar eða sjónarmið um réttláta málsmeð- ferð. Vísar hann meðal annars til Mannréttinda- sáttmála Evrópu í því efni. Landsdómur kom formlega saman í gær í fyrsta skipti í 100 ára sögu ákvæða um ráðherraábyrgð Tekist á um tölvupóst Morgunblaðið/Kristinn Landsdómur Fyrsti fundur landsdóms var í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Dóminn skipa 15 dómendur, dómarar, fræðimenn og fulltrúar kosnir á Alþingi.  Landsdómur metur kröfu Geirs H. Haarde um að mál- ið verði fellt niður vegna galla á málsmeðferð á þingi Enn er langt í að málflutningur um efni ákæru Alþingis geti hafist í landsdómi. Eftir að landsdómur úrskurðar um þau ágreiningsatriði sem nú eru til umfjöllunar getur sak- sóknari Alþingis lokið gagna- öflun. Sigríður segir raunar að með þessu sjáist fyrir endann á öflun gagna. Að lokinni úrvinnslu sendir sak- sóknari gögn sín ásamt formlegri ákæru á hendur Geir H. Haarde til landsdóms. Þar verður málið þingfest að loknum stefnufresti sem ekki getur verið skemmri en þrjár vikur. Þá verður verjanda gefinn frestur til að skila greinargerð með sjónarmiðum skjólstæð- ings síns og gögnum um vörn hans. Þá hefst loksins sókn og vörn fyrir landsdómi. Enn er langt í að sókn og vörn hefjist fyrir landsdómi *N otkun á Íslandi, 100 MB innan dagsins. Nánar á sim inn. is Netið í símanum á 0 kr. fyrir viðskiptavini Símans í dag. Magnaðir miðvikudagar! Er eitthvað nýtt að frétta? Skannaðu hér! Skannaðu hérna til að sækja 0 B arcode Scanner Landsdómur ákvað í gær að vísa frá kæru lög- manns Geirs H. Haarde um aðild að máli sem sak- sóknari rekur fyrir héraðsdómi um aðgang að gögnum hjá Þjóð- skjalasafni. Dóm- urinn taldi ekki unnt að vísa slíku máli til landsdóms. Saksóknari hefur óskað eftir ýms- um gögnum frá Rannsóknarnefnd Alþingis sem varðveitt eru á Þjóð- skjalasafni og hefur fengið hluta þeirra. Safnið taldi ekki heimilt að afhenda vitnisburði fólks sem gaf skýrslu hjá Rannsóknarnefndinni. Við umfjöllun um málið hjá héraðs- dómi krafðist verjandi Geirs þess að málinu yrði vísað frá en héraðsdóm- ari hafnaði aðild hans. Sigríður Friðjónsdóttir segist ætla að bíða með að fara með málið aftur fyrir héraðsdóm. Hún segir eðlilegt að bíða niðurstöðu lands- dóms í tölvupóstmálinu. Saksóknari vill bíða niðurstöðu lands- dóms um tölvupósta Geir H. Haarde
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.