Morgunblaðið - 09.03.2011, Page 29

Morgunblaðið - 09.03.2011, Page 29
FRÉTTIR 29Viðskipt | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2011 eins og ég sagði vonumst við til að það gerist innan tíðar,“ segir Bjarni. Hvað tónlistarsölu í gegnum iTunes varðar þarf væntanlega að leysa úr sambærilegum álitamálum hvað varðar höfundarlaun og stef- gjöld, en sú hindrun hefur ekki staðið ein í veginum fyrir opnun iTunes-verslunar á Íslandi eins og margir halda. Fari svo að tónlist- arsala verði heimil í gegnum ís- lenska iTunes-verslun verður hins vegar að gera ráð fyrir því að sala kvikmyndaefnis fylgi ekki með. „Í Danmörku held ég örugglega að fólk geti keypt tónlist, en ekki bandarískt kvikmyndaefni, en það ræðst af bandarískum höfundar- og dreifingarréttarsamningum.“ Reuters Veikur Steve Jobs kynnti iPad 2 á dögunum, en margir þóttust sjá á honum hve mjög hann er veikur og óttast að hann eigi langt eftir ólifað. Reuters Woz Meðstofnandi Apple, Steve Wozniak, er stundum kallaður Woz, eða galdrakarlinn í Oz, og var ekki síður mikilvægur fyrir Apple en Steve Jobs. FRÉTTASKÝRING Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Landsframleiðslan dróst saman um 3,5% að raungildi í fyrra samkvæmt mælingu Hagstofunnar. Um er að ræða mesta samdrátt í landsfram- leiðslu á einu ári á Íslandi frá því 1968, að undanskildu árinu 2009. Þá dróst landsframleiðslan saman um 6,9%. Þetta þýðir með öðrum orðum að tvö síðustu ár marka dýpsta sam- dráttarskeið íslenska hagkerfisins á síðari tímum. Landsframleiðslan hef- ur dregist saman um meira en 10% á þessum tíma og var hún í fyrra svip- uð að raungildi og árið 2005. Þó svo að hagvöxtur hafi mælst á þriðja fjórðungi í fyrra dróst lands- framleiðslan saman á ný á þeim fjórða um 1,5% samkvæmt mælingu Hagstofunnar. Þetta þýðir að ís- lenska hagkerfið hefur enn ekki vax- ið í tvo fjórðunga í röð frá því að bankarnir hrundu. Algengt er að menn noti það sem viðmið þegar kemur að því að skera úr um hvort samdráttarskeið hafi runnið sitt skeið á enda. Ofmat á innistæðu fyrir hagvexti Samdrátturinn á fjórða fjórðungi í fyrra hlýtur að vekja áhyggjur af stöðu mála. Umskiptin sem áttu sér stað í krafti aukinnar einkaneyslu á þriðja fjórðungi virtust auka bjart- sýni meðal sérfræðinga og vísaði til að mynda Seðlabankinn oft til þess fyrr í vetur að merki væru um að ástandið í hagkerfinu hefði verið tek- ið að batna á síðari hluta ársins. Þrátt fyrir vöxtinn á þriðja fjórðungi dróst landsframleiðslan saman fyrstu níu mánuðina í fyrra, um 5,5%. Seðla- bankinn hafði spáð að landsfram- leiðslan í fyrra myndi dragast saman um 2,7% þannig að mæling Hagstof- unnar bendir til þess að menn þar á bænum hafi ofmetið innistæðuna fyr- ir hagvexti á þrem síðustu mánuðum ársins. Þegar rýnt er í tölur Hagstofunnar sjást ennfremur ekki skýr merki um að ástandið sé að tekið að breytast. Fjárfesting dróst í heildina saman í fyrra um 8,1% og er í sögulegu lág- marki og það sama gildir í raun um einkaneyslu. Samkvæmt árstíðar- leiðréttum tölum Hagstofunnar yfir þróunina á síðustu þrem mánuðum síðasta árs þá jókst einkaneyslan um 1,6% og fjárfesting um tæp 15% en hins vegar vó óhagstæð þróun ut- anríkisverslunar á tímabilinu á móti þessum áhrifum sem hlýtur að vera áhyggjuefni, sökum þess hversu veigamikið framlag útflutnings til hagkerfisins hefur verið að undan- förnu. Þó verður að taka fram að óvenjumikil óvissa ríkir um árstíðar- leiðréttar tölur um þessar mundir. Tölur Hagstofunnar um lands- framleiðsluna í fyrra benda sterklega til þess að umtalsverð óvissa ríki um efnahagshorfur. Sem kunnugt er byggist hagvaxtarspá Seðlabankans fyrir þetta ár á hóflegum vexti í krafti einkaneyslu, en velta má fyrir sér hversu sjálfbær sá vöxtur er, á meðan fjárfesting heldur áfram að vera í sögulegu lágmarki. Að sama skapi má benda á að Már Guðmunds- son, seðlabankastjóri, gaf sterklega í skyn á fundi með blaðamönnum eftir vaxtaákvörðunina í febrúar að vaxta- lækkunarferlinu sem hefur staðið yf- ir undanfarin misseri kunni að vera lokið. Ef það er raunin má ekki búast við miklum stuðningi peningamála- stefnunnar við innlenda fjárfestingu umfram það sem nú er. Forsætisráðherra segir hag- vaxtarskeið þegar hafið Þrátt fyrir þessa óvissu ríkir bjart- sýni á sumum stöðum. Þannig full- yrti Jóhanna Sigurðardóttir, for- sætisráðherra, á Viðskiptaþingi þann 16. febrúar að hagvaxtarskeið væri hafið á ný. Horfur væru á aukinni eftirspurn og óvissuþáttunum í um- hverfi atvinnulífsins fækkaði frá degi til dags. Næstmesta samdráttarár í 40 ár  Landsframleiðslan dróst saman um 3,5% að raungildi í fyrra samkvæmt Hagstofunni Landsfram- leiðslan hefur dregist saman um meira en 10% á síðustu tveim árum og er á svipuðu róli og árið 2005 Ársfjórðungslegur hagvöxtur í nokkrum löndum Skýring: Bráðabirgðatölur fyrir árin 2008-2010. Árstíðarleiðrétt, raunbreyting frá fyrri ársfjórðungi. Heimild: Efnahags- og framfarastofnunin.OECD 3 4 1 2 3 4 3 4 1 2 3 4 3 4 1 2 3 4 3 4 1 2 3 4 3 4 1 2 3 4 3 4 1 2 3 4 ‘09 ‘10 09 ‘10 09 ‘10 ‘09 ‘10 ‘09 ‘10 ‘09 ‘10 Ísland Danmörk Noregur Svíþjóð ES-15 Bandaríkin 3 2 1 0 -1 -2 -3 -4 % Afslöppun Landsframleiðsla hefur dregist mikið saman síðustu ár. Hrunið kom illa við Apple um- boðið á Íslandi eins og mörg önnur fyrirtæki og skipti það um eigendur í kjölfar þess. Síðan þá hefur reksturinn hins vegar heldur betur tekið við sér og sér Bjarni Ákason, forstjóri, fyrir sér að innan skamms tíma verði Apple stærsti seljandi örgjörva á Ís- landi, þegar bæði far- og spjaldtölvur eru teknar sam- an. „Í fyrra nam veltan hjá okk- ur um 1.300 milljörðum króna, sem var 40 prósenta aukning frá árinu 2009. Þá spáum við því að veltan í ár muni nema um 1.700 til 1.800 milljörðum, þannig að reksturinn gengur mjög vel.“ Hingað til hafa fartölvur verið umfangsmestar í sölu hjá Apple, en með tilkomu iPad 2 og samninganna sem íslenska fyrirtækið gerði við það bandaríska vonast Bjarni til að sala á spjaldtölvunum muni enn ýta sölutölum Apple upp á við í framtíðinni. Velta jókst um 40% milli ára APPLE Á ÍSLANDI Fáir athafnamenn eru jafn ná- tengdir fyrirtækjum sínum, ímynd þeirra og velgengni og Steve Jobs, forstjóri Apple, er tengdur því fyrirtæki. Jobs stofnaði Apple ásamt þeim Steve Wozniak og Ronald Wayne árið 1976, en yfirgaf það níu árum seinna eftir valdabaráttu við þá- verandi forstjóra fyrirtækisins. Óhætt er að segja að sól Apple hafi hnigið mjög á þeim árum sem Jobs var ekki við stjórnvölinn, þótt eflaust séu fleiri ástæður fyr- ir því. Árið 1996 kom Jobs aftur til Apple og tók við forstjórastóli. Apple var þá í alvarlegum vanda og Jobs þurfti að taka til hjá fyrir- tækinu. Mörgum verkefnum var kastað út um gluggann og ein- hverjum starfsmönnum sagt upp, en lítið var um fjöldauppsagnir. Síðan þá hefur Jobs tekist, með ótrúlega færu liði tæknifólks og hönn- uða, að breyta illa reknu tölvufyrir- tæki í verðmæt- asta skráða fyr- irtæki í heimi. Tónlistarspil- arinn iPod lék þar stórt hlut- verk, sem og netverslunin iTunes, en síðan þá hefur fyrirtækið bætt við snjallsímum og nú síðast spjaldtölvum. Því er ekki skrýtið að margir hluthafar og aðrir unnendur Apple hafi áhyggjur af framtíðinni í ljósi þess hve alvarlega veikur Jobs virðist vera. Hann fékk árið 2009 nýja lifur, en hefur verið í veikindaleyfi frá því í janúar á þessu ári. Þá getur það skipt jafn miklu máli fyrir Apple, ef aðalhönnuður Apple, Jonathan Ive, flytur til London, eins og sögur herma að hann muni gera, en hann myndi þá að öllum líkindum hætta störfum hjá fyrirtækinu. Á Apple sér framtíð án Steve Jobs? Skannaðu hérna til að sækja 51 B arcode Scanner iTunes á Íslandi?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.