Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 53
„Á þessari sýningu tengist ég hingað og þangað í listasöguna, það er meira um vísanir í verkum mínum en áður,“ segir Helgi Már Krist- insson sem opnar sýningu á morgun, fimmtudag klukkan 17, í D-sal Lista- safns Reykjavíkur, Hafnarhúss. Yfirskrift sýningarinnar er Keðju- verkun en á henni eru bæði málverk og skúlptúrar sem Helgi Már hefur unnið að síðustu mánuði. „Auk þess að sýna málverk sýni ég nú skúlptúra í fyrsta skipti. Ég hef endurgert hjólaverk Duchamps en hjólið er nokkuð áberandi á þess- ari sýningu, BMX-götuhjól. Annað hjól svífur síðan í blöðrum. Það teng- ist formrænt þáttum sem sjá má í málverkunum. Þetta verk vísar líka í stuttmyndina Rauða blaðran frá árinu 1956 – en þegar ég fór að setja verkið upp minnti það mig líka á ET,“ segir hann og brosir. Annar skúlptúr á sýningunni seg- ir Helgi að byggist á RGB-ljósi og svífandi boltum. Á síðustu árum hefur á sýningum Helga mátt sjá abstrakt myndmál, með kalligrafískum og lífrænum ein- kennum, undir áhrifum frá grafitíi og götulist. Helgi Már segist hafa þróað það áfram. „Það eru að koma inn í verkin geó- metrískar og optískar afvegleiður. Bæði í lit og formi,“ segir hann. Fyr- ir nokkrum misseum vann Helgi Már að sýningu með verkum Ey- borgar Guðmundsdóttur á Kjarvals- staður og hann segist hafa orðið fyr- ir allnokkrum áhrifum af þeirri vinnu; í kjölfarið hafi „op“-áhrif farið að lauma sér inn í málverkin. „Sum verkin eru orðin lýrísk geó- metría. Það hljómar kannski furðulega en þetta hristist allt saman, litir og form sem hafa komið út úr stúdíu á þessari götumenningu, hjólum og graf- itíi. Þegar þetta kemur allt saman fer þetta allt að tengjast.“ Helgi býr og starfar í Reykja- vík, en hann útskrifaðist frá LHÍ árið 2002 og hefur sýnt á einka- og samsýningum síðan þá auk þess að starfa sem sýningarstjóri og verkefnastjóri viðamikilla sýn- inga, m.a. hjá Listasafni Reykja- víkur. Sýningarstjóri Keðjuverk- unar er Yean Fee Quay. efi@mbl.is  Helgi Már opnar sýningu í D-sal Hafn- arhússins á morgun Ýmsar vís- anir í lista- söguna Morgunblaðið/Ómar MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2011 Í kvöld, miðviku- dag klukkan 20, verður dagskrá tileinkuð Jóni Kalmani Stef- ánssyni rithöf- undi í Bókasafni Mosfellsbæjar, í tilefni þess að Jón Kalman er nú bæjarlistamaður. Ingi Björn Guðnason bókmennta- fræðingur fjallar um Jón Kalman og verk hans, Jón Kalman segir frá því sem ekki má segja frá, Magga Stína syngur við undirleik Harðar Bragasonar og Kristins Árnasonar og þá lesa Mosfellingar stutta kafla úr bókum höfundarins. Einar Falur Ingólfsson mun stýra dagskránni. Dagskrá um Jón Kalman Jón Kalman Stefánsson Síðasta áratuginn hafa fornleifa- fræðingar og sagnfræðingar í Singapúr rannsakað hluti sem fundust í báti arabískra kaup- manna frá níundu öld, en flakið fannst árið 1998 nærri indónesísku eyjunni Belitung. Að sögn blaðmanns The New York Times bar báturinn mikil verðmæti, 60.000 keramíkgripi auk smíðisgripa úr gulli og silfri. Fund- urinn hefur leitt í ljós að á höfunum var mikilvæg siglingaleið milli Tang-veldisins í Kína og keisara- ríkisins í Írak, auk þess sem greini- legt er að þegar á þessum tíma voru í Kína fjöldaframleiddir gripir við hæfi vestrænna kaupenda. Sýning á mörgum glæstustu hlut- unum sem fundust í flakinu hefur verið opnuð í hinu nýja Lista- og vísindasafni í Singapúr og vakið mikla athygli. Á næstu árum mun sýningin verða sett upp í söfnum víða um lönd. „Þessi sýning gefur innsýn í stórmerkilega tíma í sögu hnatt- væðingarinnar,“ segir einn af sýningarstjórum Smithsonian- safnsins í Washington. „Hún gæðir lífi sögurnar um Sindbað sem sigldi til Kína að leita auð- æfa. Hún sýnir okkur að á níundu öld var heimurinn ekki jafn upp- skiptur og margir hafa talið.“ Einstakur fjársjóður Meðal grip- anna er þessi útskorna kanna. Gersemar frá 9. öld  Gripir úr skipsflaki segja sögu viðskipta 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið) Mið 9/3 kl. 20:00 6.k Fös 1/4 kl. 19:00 Fim 5/5 kl. 20:00 Fös 11/3 kl. 19:00 7.k Fös 1/4 kl. 22:00 aukasýn Lau 7/5 kl. 19:00 Fös 11/3 kl. 22:00 aukasýn Lau 2/4 kl. 19:00 Sun 8/5 kl. 20:00 Mið 16/3 kl. 20:00 8.k Sun 3/4 kl. 20:00 Fös 13/5 kl. 19:00 Fim 17/3 kl. 20:00 9.k Fim 7/4 kl. 20:00 Sun 15/5 kl. 20:00 Fös 18/3 kl. 19:00 10.k Lau 9/4 kl. 19:00 Fim 19/5 kl. 20:00 Fös 18/3 kl. 22:00 ný aukas Lau 9/4 kl. 22:00 ný auka Fös 20/5 kl. 19:00 Fim 24/3 kl. 20:00 11.k Sun 10/4 kl. 20:00 Lau 28/5 kl. 19:00 Fös 25/3 kl. 19:00 aukasýn Sun 17/4 kl. 20:00 Sun 29/5 kl. 20:00 Fös 25/3 kl. 22:00 aukasýn Fös 29/4 kl. 19:00 Lau 26/3 kl. 19:00 12.k Lau 30/4 kl. 19:00 Tveggja tíma hláturskast...með hléi Ofviðrið (Stóra sviðið) Fim 10/3 kl. 20:00 Sun 13/3 kl. 20:00 Ástir, átök og leiftrandi húmor. Síðustu sýningar. Fjölskyldan (Stóra svið) Lau 12/3 kl. 19:00 aukasýn Sun 27/3 kl. 19:00 aukasýn Sun 20/3 kl. 19:00 aukasýn Fim 31/3 kl. 19:00 lokasýn Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar. Allra síðustu sýningar! Strýhærði Pétur (Litla sviðið) Fim 24/3 kl. 20:00 forsýn Sun 3/4 kl. 20:00 4.k Sun 17/4 kl. 20:00 7.k Fös 25/3 kl. 20:00 frumsýn Mið 6/4 kl. 20:00 aukasýn Fim 28/4 kl. 20:00 8.k Lau 26/3 kl. 20:00 2.k Fim 7/4 kl. 20:00 aukasýn Fös 29/4 kl. 20:00 9.k Mið 30/3 kl. 20:00 aukasýn Fös 8/4 kl. 20:00 5.k Lau 30/4 kl. 20:00 10.k Fös 1/4 kl. 20:00 3.k Lau 9/4 kl. 20:00 6.k Lau 2/4 kl. 20:00 aukasýn Sun 10/4 kl. 20:00 aukasýn Standandi leikhúsdjamm. Sýningin er ekki við hæfi ungra barna Afinn (Litla sviðið) Lau 19/3 kl. 19:00 Fös 8/4 kl. 19:00 Óumflýjanlegt framhald Pabbans. Sýnt á Stóra sviðinu í mars og apríl Nýdönsk í nánd (Litla svið) Fim 14/4 kl. 20:00 Fös 15/4 kl. 19:00 Fös 15/4 kl. 22:00 Sáldrandi brjáli sem aldrei fyrr. Sýnt á Stóra sviðinu í apríl Sinnum þrír (Nýja Sviðið) Mið 9/3 kl. 20:00 4.k Fös 11/3 kl. 20:00 5.k Lau 12/3 kl. 20:00 Íslenski Dansflokkurinn - Þrjú ólík verk sýnd saman á einu kvöldi Strýhærði Pétur - forsalan hafin ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 551 1200 I leikhusid.is Í SAMSTARFI VIÐ PARS PRO TOTO MIÐASALA Á WWW.OPERA.IS OG Í SÍMA 511 4200 SVANASÖNGUR SCHWANENGESANG  FRANZ SCHUBERT í Hofi, Akureyri, föstudaginn 11. mars kl. 20 R.Ö.P., Mbl. „Skemmtileg, frumleg og athyglisverð sýning“ – J.S., Fbl. „Virkilega ánægjuleg kvöldstund“ – H.J., Víðsjá Viltu vita meira um Nei, ráðherra! í Borgarleikhúsinu? Skannaðu hérna til að sækja 24 B arcode Scanner Skannaðu! Á sýningunni „Þetta hristist allt saman við götumenningu,“ segir Helgi Már. Viltu vinna miða á Allir synir mínir í Þjóðleikhúsinu? Skannaðu hérna til að sækja 25 B arcode Scanner Viltu vinna miða?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.