Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2011 STUTTAR FRÉTTIR ● Matvöruverð hefur hækkað mun hraðar á Bretlandseyjum en á meginlandi Evrópu að undanförnu. Sam- kvæmt tölum frá OECD hækkaði vísitala mat- vöru um 6,3% á árs- grundvelli í Bretlandi í janúar miðað við aðeins 1,5% hækkun á evrusvæðinu. Fram kemur í umfjöllun breska blaðsins The Daily Telegraph að þetta kunni að vera til marks um að matvöruverslanir í Bretlandi hafi í ríkara mæli ýtt hækk- unum á heimsmarkaðsverði á hrávöru út í verðlag. Matur hækkar meira í Bretlandi en í Evrópu Skuldabréfavísitala GAMMA hækk- aði töluvert í viðskiptum gærdags- ins, en velta á skuldabréfamarkaði var hins vegar í minni kantinum. Hækkaði vísitalan um 0,32 prósent og endaði í 203,07 stigum. Verð- tryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,35 prósent og sá óverðtryggði um 0,25 prósent. Velta á skulda- bréfamarkaði í gær nam 3,6 millj- örðum króna. Frá áramótum hefur GAMMA- vísitalan í heild hækkað um 0,85 pró- sent, en undirþættir hennar hafa þróast í þveröfuga átt hvor frá öðr- um. Verðtryggði hlutinn hefur hækkað um 2,19 prósent en sá óverð- tryggði hefur hins vegar lækkað um 2,32 prósent. Velta á hlutabréfamarkaði var sömuleiðis í minni kantinum og var afar lítil hreyfing á verði hlutabréfa. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 0,02 prósent og endaði í 1013,42 stigum. Bréf Össurar hækk- uðu um 0,50 prósent en önnur bréf stóðu í stað. bjarni@mbl.is Töluverð hækkun á skuldabréfum  Lítil velta var á mörkuðum í gær FRÉTTASKÝRING Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Athygli vakti fyrr í mánuðinum, þegar Steve Jobs, forstjóri Apple, kynnti nýja iPad-spjaldtölvu, að á lista yfir „önnur lönd“ sem munu fá tölvuna til sölu hinn 25. mars mátti sjá nafn Íslands. „Þetta verður í fyrsta sinn frá hruni sem við fáum vöru sem þessa beint frá Apple og við höfum gert mjög hagstæða samninga við þá,“ segir Bjarni Ákason, forstjóri Apple á Íslandi. „Við munum því geta boðið iPad 2 á mjög sam- keppnishæfu verði. Við stefnum að því að bjóða ódýrustu útgáfuna á um 79.000 krónur og ætlum að reyna að bjóða ódýrustu 3G-útgáf- una af iPad 2 á undir hundrað þús- und kallinum.“ Íslenskir Apple-unnendur hafa undanfarin ár þurft að þreyja þol- inmóðir í grimmu éli af örvum ógæfunnar, ef ekki er of djúpt í ár- inni tekið. Íslensk iTunes-verslun Lengi var ómögulegt að kaupa hér á landi iPhone-snjallsíma nema með því að fá þá að utan og þá með herkjum. Enn er staðan sú að þeir iPhone-símar sem seldir eru í ís- lenskum verslunum eru fengnir í gegnum erlenda dreifingaraðila, en ekki beint frá Apple. Þá skiptir ekki minna máli að ekki hefur verið hægt að eiga við- skipti í gegnum iTunes-verslun Apple hér á landi, að minnsta kosti ef öllum reglum er fylgt. Hægt er að komast í kringum reglurnar og opna bandarískan reikning á iTunes héðan frá Íslandi, en eðli- lega hafa Íslendingar frekar viljað geta stundað viðskipti óhindrað og án þess að fara á svig við reglur. Útlit er hins vegar fyrir að þetta muni breytast. „Við höfum verið í viðræðum við Apple í Bandaríkj- unum um opnun iTunes-verslunar fyrir Ísland, að minnsta kosti þann hluta hennar sem selur forrit og svokallað iTunes U, þar sem hægt er að nálgast endurgjaldslaust gríðarlegt magn kennsluefnis á nánast hvaða sviði sem er,“ segir Bjarni. Hann segir að til að byrja með verði iTunes á Íslandi líklega tak- mörkuð við þessa tvo þætti og svo þá hluti sem er almennt hægt að nálgast hvaðan sem er í heiminum endurgjaldslaust, eins og hlaðvarp (e. podcast). „Íslendingar munu því geta nálgast mjög mikið af efni í gegnum þjónustuna, þótt tónlist og kvikmyndaefni verði undanskilið.“ Hann segir ástæðuna aðallega liggja hjá Apple í Bandaríkjunum fyrir því hvers vegna íslenskri iTunes-verslun hafi ekki fyrir löngu verið komið á koppinn. „Það fylgir því alltaf ákveðinn kostnaður, bæði í tíma starfsfólks og í peningum, að setja upp nýja iTunes-verslun og í þessum efnum vinnur smæð Íslands gegn okkur. Í mjög einföldu máli má segja að það kosti Apple jafnmikið að setja upp iTunes-verslun í Bretlandi og á Ís- landi, en breski markaðurinn er náttúrlega margfalt stærri en okk- ar. Þess vegna borgar það sig ein- faldlega fyrir Apple að einbeita sér að stærri mörkuðum. Við vonum hins vegar að þetta sé að fara að breytast.“ Hvar ber að greiða skattinn? Eitt af þeim álitamálum, sem þarf að leysa áður en iTunes verð- ur opnað hérna, snýr að skatta- málum. „Þegar maður kaupir for- rit, eða app, í versluninni þarf að ákveða hvar í landi kaupin eru talin eiga sér stað og hvaða ríki á því að innheimta virðisauka- skattinn. Úr þessu máli hefur ekki verið leyst ennþá, en Apple að hleypa Íslandi aftur inn úr kuldanum  Spjaldtölvan iPad 2 til Íslands  Viðræður um opnun íslenskrar iTunes-verslunar Reuters Blað Rupert Murdoch hóf nýlega útgáfu dagblaðs, sem aðeins kemur út fyr- ir iPad spjaldtölvuna og kynnti hana með varaforstjóra Apple, Eddy Cue. ● Vöruskipti voru hagstæð um 10,2 milljarða króna í febrúar, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Á sama tíma í fyrra voru þau hagstæð um 14 milljarða króna. Innflutningur var tveimur milljörðum meiri en fyrir ári, eða 32 milljarðar, en útflutningur tveim- ur milljörðum minni, eða tæpir 43 millj- arðar króna. Á fyrstu tveimur mán- uðum ársins eru vöruskipti hagstæð um 18 milljarða, borið saman við 20 milljarða 2010. Dregur nokkuð úr vöru- skiptaafgangi í febrúar Skannaðu hérna til að sækja 11 B arcode Scanner Hvernig er gengið núna? ● Kadeco hefur samið við Vélaleigu A.Þ. (A.Þ.) um að taka að sér lokun og frágang á aflögðum urðunarstað við Stafnes í Sandgerðisbæ. A.Þ. mun loka tveimur haugum, reisa varnargarð til að varna því að sjór nái til hauganna og fjarlægja rusl og snyrta umhverfi af- lagðrar fjarskiptamiðstöðvar. Samning- urinn er gerður í kjölfar útboðs Kadeco þar sem þrettán aðilar buðu í verkið. Tilboð A.Þ. verktaka ehf. hljóðaði upp á 95 milljónir króna. Eftirlit með verkinu verður í höndum Verkfræðistofu Suður- nesja. Hluti af starfsemi Bandaríkjahers fór fram á Stafnesi. Að loknum fram- kvæmdum verður búið að hreinsa um- merki um starfsemi hans. Hjá Sand- gerðisbæ er nú verið að móta hugmyndir um framtíðarnotkun og skipulag svæðisins, með tilliti til ferða- mála og útivistarmöguleika. Samið um umhverfis- bætur á Stafnesi Innsiglað Auðunn Þór Almarsson og Kjartan Þór Eiríksson. Samkeppniseftirlitið og efnahagsbrotadeild ríkis- lögreglustjórans fram- kvæmdu í gær húsleitir í húsnæði bygginga- vöruverslananna BYKO og Húsasmiðjunnar. Einnig var leitað í hús- næði Úlfsins – bygginga- vara. Fram kemur á heimasíðu Samkeppnis- eftirlitsins að 19 manns hafi verið handteknir vegna málsins í gær og yfirheyrðir í kjölfarið. Enginn var þó áfram í haldi eftir yfirheyrslur, og voru allir þeir sem handteknir voru vegna málsins frjálsir ferða sinna eftir yfirheyrsl- urnar í gær. „Við aðgerðina naut ríkislög- reglustjóri og Samkeppniseftirlitið aðstoðar starfsmanna sérstaks sak- sóknara, lögreglustjórans á höfuð- borgarsvæðinu og lögreglustjórans á Suðurnesjum,“ segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins. Ekki kemur fram í tilkynningunni hvers kyns brotin séu, að öðru leyti en að málið snúist um brot á lögum um verð- samráð. BYKO og Húsasmiðjan sendu bæði frá sér stuttar tilkynningar í gær vegna málsins. Húsasmiðjan vísaði öllum ásökunum um verð- samráð á bug. Kvaðst fyrirtækið mundu aðstoða við rannsókn máls- ins, enda hefði það ekkert að fela. Í tilkynningu BYKO sagði að fyrir- tækið hefði ávallt lagt sig fram um að starfsemi þess og viðbrögð á markaði væru í samræmi við sam- keppnislög. Hefðu umbeðin gögn verið afhent Samkeppniseftirlitinu. „BYKO gerir ekki athugasemdir við að rannsóknaraðilar ræki skyldur sínar með þessum hætti,“ sagði í til- kynningu BYKO. Húsasmiðjan er að fullu í eigu Vestia, sem er í meirihlutaeigu Framtakssjóðs Íslands. Áður átti Landsbankinn Vestia, sem tók fyrir- tækið yfir vegna skuldavanda. Áður var fyrirtækið í eigu Haga. BYKO er að fullu í eigu Norvik, fjárfestinga- félags Jóns Helga Guðmundssonar. thg@mbl.is Húsleitir 19 manns handteknir. Meint verðsam- ráð rannsakað  Húsleitir í byggingavöruverslunum Morgunblaðið/Steinunn Ásmunds *N otkun á Íslandi, 100 MB innan dagsins. Nánar á siminn.is Farðu inn á m.keldan.is. Mundu að þú getur vistað heimasíður sem bókamerki á skjáborð símans. Magnaðir miðvikudagar! Sjáðu stöðuna Skannaðu hérna til að sækja 10 B arcode Scanner Sjáðu uppfærða stöðu                                           !"# $% " &'( )* '$* ++,-.+ +/.-01 ++2-0+ 3+-,/2 30-.43 +/-+2, +35-0+ +-5035 +/3-+5 +1+-03 ++,-22 +/.-,+ ++2-41 3+-1,3 30-.24 +/-35/ +35-41 +-501, +/3-1/ +1+-5. 3+.-0.+, ++1-3. +/.-21 ++2-.+ 3+-.+, 30-/,5 +/-40+ +35-.+ +-5+01 +/4-33 +1+-23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.