Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 31
FRÉTTIR 31Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2011 verið á vakt í borginni og er litið á hátíðina nú sem generalprufu fyrir HM í Brasilíu 2014 og Ólympíuleikana í Ríó 2016. pyrna. 800 þúsund gestir til Ríó í tilefni af hátíðinni og a, sem eru sex milljónir. 50 menn munu hafa Reuters ð í Sambadrome Bandaríska geimferjan Discovery hefur flutt vélmennið Robonaut 2 í Alþjóðlegu geimstöðina og gert er ráð fyrir því að geimfarar taki vél- mennið upp úr flutningakassanum fyrir lok mánaðarins. Robonaut 2 er fyrsta vélmennið sem sent hefur verið út í geiminn. Geimfararnir hafa flutt kassann í rannsóknarstofu geimstöðvarinnar þar sem vélmennið verður sett sam- an. Gert er ráð fyrir því að vél- mennið verði í rannsóknarstofunni í um það bil ár meðan gerðar verð- ar ýmsar tilraunir á því í þyngdar- aflsleysinu og það látið annast ýmis einföld verkefni. Stefnt er að því að síðar verði hægt að nota slík vélmenni til að inna af hendi erfiðari verkefni, að- stoða geimfara í geimgöngum eða sjá um viðhald ein síns liðs. Emb- ættismenn NASA segja að vélmenn- ið verði e.t.v. sett fyrir utan geim- stöðina eftir nokkur ár. „Segja má að þetta sé lítið skref fyrir vél- menni, en risastökk fyrir vélmenna- kynið,“ sagði Rob Ambrose, sem stjórnar verkefninu. bogi@mbl.is Aflbreyti- búnaður VERKEFNI Á HJÓLUM EÐA FÓTUM Hæð: 1,01 m (frá mitti að höfði) Axlar- breidd: 0,78 m Vélmennið er ekki með fætur enn sem komið er en hægt verður að bæta þeim við síðar ef það telst nauðsynlegt til að vélmennið geti innt verkefnin af hendi. 1997 - Fyrsta geimvélmennið þróað. Markmiðið var að smíða vélmenni með tvær hendur til að aðstoða geimfara við ákveðin verkefni 2006 - Gerðar nokkrar tilraunir á vélmenninu, fyrirtækið GM lét í ljósi áhuga á að taka þátt í verkefninu 2007 - GM og NASA undirrituðu samning um samstarf við þróun R2 2010 - Vélmennið kynnt í febrúar ÞRÓUN Verður í fyrstu í rannsóknarstofu geimstöðvarinnar þar sem gerðar verða ýmsar tilraunir Getur ýmist innt verkefnin af hendi sjálft eða fjarstýrt Þyngd: 150 kg Nemar: 350+ Örgjörvar: 38 PowerPC örgjörvar Hraði: Allt að 2,1 m á sek. GEIMVÉLMENNIÐ ROBONAUT 2 Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur sent fyrsta vélmennið út í geiminn. Vélmennið nefnist Robonaut 2, eða R2, og var flutt í Alþjóðlegu geimstöðina, ISS, með það að markmiði að kanna hvaða áhrif þyngdaraflsleysi og geimgeislar hafa á vélmennið og störf þess Verkfræðingar NASA stefna að því að hægt verði að nota vélmennið til verkefna við aðstæður sem geta verið erfiðar eða hættulegar fyrir geimfara Þegar fram líða stundir væri hugsanlega hægt að nota vélmennin í ferðum til halastjarna, smástjarna, tunglsins og Mars Vélmennið er aðallega úr áli, stáli og nikkelhúðuðum kolefnistrefjum Fjögurra hjóla vagnSegway Tveir fætur (í þróun) Armur Heimild: NASA, GM Teikning: Chris Inton Hægt er að flytja hverja einingu vélmennisins fyrir sig út í geiminn og geimfarar geta sett þær saman Fjórar mynda- vélar eru í höfði vélmennisins sem sér myndir í þrívídd Innrauð myndavél til að skynja fjarlægð hluta Er með fima fingur með snertingar- nema og hver þeirra getur haldið 2,3 kílóum Tölvubúnaður vélmennisins er í búknum Fyrsta geimvél- menni NASA  Robonaut 2 á að aðstoða geimfara Muhammad Yunus, sem árið 2006 fékk friðarverðlaun Nóbels, ætlar enn að áfrýja ákvörðun seðlabanka Bangladess um að reka hann úr eigin banka. Brottrekstur hans úr Gra- meen-bankanum var staðfestur á millidómstigi í gær. Yunus hefur hlotið lof um allan heim fyrir að eiga frumkvæði að því að veita bændum og fátækum íbúum í dreifbýli smálán. Í liðinni viku var hann rekinn úr starfi fyrir aldurs sakir og var því mótmælt á götum úti í Bangladess. Lögum samkvæmt skulu yfirmenn í bönkum setjast í helgan stein sextugir. Yunus er sjötugur. Ár- ið 1999 var hann skipaður bankastjóri fyrir lífstíð. Seðlabankinn segir að ekki hafi verið sótt um leyfi fyrir þeirri skipan og því sé Yunus að brjóta lög. Yunus mætti til vinnu í bankann að venju í gær og kvaðst mundu áfrýja málinu til hæstaréttar. Rógsherferð hefur staðið yfir á hendur Yunus í fjöl- miðlum í Bangladess. Eftir að hann var gagnrýndur í norskri heimildar- mynd, sem sýnd var í desember, sagði Sheikh Hasina að hann „sygi blóðið úr hinum fátæku“. Áhrif Yunus í bank- anum munu standa í stjórnvöldum. Sjálfur sagði hann á mánudag að stjórnvöld vildu setja „sinn eigin mann yfir bankann, einhvern pólitísk- an“. Ríkið á fjórðungshlut í bankanum. Þar vinna 24 þúsund manns og átta milljónir manna hafa fengið lán hjá honum án tryggingar. kbl@mbl.is Bankastjóri öreiganna áfrýjar brottrekstri  Togast á um áhrif í smálánabanka nóbelsverðlaunahafa Átta milljón lánþegar » Grameen-bankinn var stofn- aður 1983 og hefur fjöldi banka verið stofnaður að hans fyrirmynd um allan heim. » Ríkið á fjórðung í bankanum og átta milljónir manna hafa fengið þar lán án tryggingar styrjöldina árið 1991 og einnig yfir Bosníu þegar stríð geisaði þar 1994- 95. Uppreisnarmenn hafna tillögu um milligöngu Uppreisnarmenn í austurhluta Líbíu sögðust í gær hafa hafnað til- boði lögfræðinga frá Trípolí um að hafa milligöngu um viðræður við Muammar Gaddafi og stjórn hans. „Hann sendi engan til okkar,“ sagði leiðtogi bráðabirgðaráðs upp- reisnarmanna, Mustafa Abdel Jalil, fyrrverandi dómsmálaráðherra landsins. „Menn buðu sig fram sem milligöngumenn til að binda enda á blóðsúthellingarnar. Við viljum auð- vitað að blóðbaðinu ljúki en fyrst verður Gaddafi að segja af sér, svo þarf hann að fara burt og við lög- sækjum hann ekki.“ Talsmaður bráðabirgðaráðsins sagði síðar að ekki kæmi til greina að hefja samningaviðræður við Gaddafi eða veita honum friðhelgi frá ákæru ef hann færi í útlegð. Fréttastofan Reuters hafði eftir embættismanni í utanríkisráðuneyti Líbíu að fréttir um að Gaddafi hefði boðist til að láta af völdum væru „al- gjör þvættingur“. Netið í símanum á 0 kr. fyrir viðskiptavini Símans í dag. Magnaðir miðvikudagar! Fylgstu með gangi mála Skannaðu hérna Skannaðu hér! til að sækja 43 B arcode Scanner N otkun á Ís landi, 100 M B innan dagsins. Greidd eru mán.gjöld skv. ve rðsk rá. eiro og létu votviðri sér í léttu rúmi liggja Skannaðu hérna til að sækja 41 B arcode Scanner Sjáðu myndband
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.