Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 24
Karl á þrítugsaldri var tekinn í tví- gang fyrir ölvunar- og fíkniefna- akstur um síðustu helgi. Fyrst var hann stöðvaður í miðborginni um miðnætti á föstudagskvöld og reyndist þá vera í annarlegu ástandi við stýrið. Rúmum sólar- hring síðar, eða aðfaranótt sunnu- dags, var maðurinn aftur kominn á stjá og var stöðvaður og sem fyrr var viðkomandi ekki í standi til að aka bíl. Maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglu. Lét sér ekki segjast 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2011 BAKSVIÐ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Metþátttaka er á MP Reykjavík- urskákmótinu sem fer fram í Ráð- húsi Reykjavíkur næstu daga. Um 130 skákmenn frá um 30 löndum mæta til leiks og þar á meðal eru 30 stórmeistarar, en áður hafa mest 110 skákmenn keppt á mótinu. Það er jafnframt minningarmót um Inga R. Jóhannsson skákmeistara og auk þess Norðurlandamót í opn- um flokki og kvennaflokki. Óvenju sterkt mót Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson hefur verið á meðal sig- urvegara á undanförnum þremur Reykjavíkurskákmótum. Hann seg- ir alltaf skemmtilegt að taka þátt í mótinu og þó það sé með sterkari alþjóðlegu mótum sé það óvenju sterkt í ár. „Ég er skráður númer 20 á stigalistanum þannig að það verður mjög erfitt að endurtaka leikinn,“ segir hann um mögu- leikana á efsta sætinu. „En ég verð að stefna á það,“ heldur hann áfram. „Þetta er alltaf spurning um að hafa heppnina með sér í síðustu umferðunum.“ Margir af sterkustu skákmönn- um heims taka þátt í mótinu. Einn „heitasti“ skákmaður heims um þessar mundir, enski stórmeistar- inn Luke McShane, er stigahæstur með 2.683 stig, en nýlega varð hann ásamt tveimur stigahæstu skák- mönnum heims, heimsmeistaran- um Amand og Magnusi Carl- sen, efstur á sterku stórmóti í London. Ivan Sokolov hefur oft keppt á Reykjavíkur- mótinu og var á meðal sigurvegara í fyrra en bosníski stór- meistarinn hefur fullan hug á að blanda sér í baráttu efstu manna. Evgenij Miroshnichenko, einn sterkasti skákmaður ólympíumeist- ara Úkraínu, er á meðal keppenda sem og stigahæsti skákmaður Egypta, Ahmed Adly, sterkasti skákmaður Afríku og arabaheims- ins. Tveir 14 ára strákar eiga örugglega eftir að setja svip sinn á mót- ið, Ilya Nyznhik frá Úkraínu, yngsti stórmeistari heims, og Kiprian Berba- tov, liðsmaður í ól- ympíuliði Búlgaríu. Þess má geta að hann er bróðursonur fótboltastjörnunnar Dimitars Berbatovs hjá Manchester United. Frá Norðurlöndunum koma meðal annars Jon Ludvig Hammer frá Noregi og Helgi Dam Ziska frá Færeyjum. Af eldri skákmönnum er lettneski stórmeistarinn Evgeny Sveshnikov einna þekktastur en hann kemur hingað með Vladimir, syni sínum. Stórmeistararnir Héðinn Stein- grímsson, sem var á meðal sig- urvegara 2009, og Henrik Daniel- sen verða á meðal keppenda. Vignir Vatnar Stefánsson, 8 ára, verður yngsti skákmaðurinn til þess að keppa á Reykjavíkurmótinu í skák og Nansý Davíðsdóttir, sem einnig er 8 ára, verður næstyngsta stúlkan til að vera með í mótinu frá því það var sett á laggirnar fyrir 47 árum. Drottningar og gömul brýni Indverska skákdrottningin Ha- rika Dronavalli er stigahæst óvenju margra, sterkra skákkvenna en hún er á meðal 10 stigahæstu skákkvenna heims. Anna Sharevich, sterkasta skákkona Hvíta-Rússlands, kemur líka til með að láta til sín taka í Ráðhúsinu. Hannes Hlífar segir að útlend- ingar sæki í að keppa á Reykjavík- urmótinu, ekki síst vegna mjög góðra aðstæðna auk þess sem Ís- lendingar hafi mjög gott orð á sér fyrir mótahald. Fyrir vikið hafi Skáksambandið þurft að hafna mörgum skákmönnum en það hafi ekki ráð á að borga fyrir alla sem vilja koma. „Gömlu brýnin“ Jóhann Hjart- arson, Margeir Pétursson, Jón L. Árnason og Helgi Árnason verða í hópi skákskýrenda á skák- stað, en auk þess verð- ur boðið upp á beinar útsendingar á vef mótsins (www.chess.is). Ennfremur verður dagleg umfjöllun á skákfréttavef Ís- lands (www.skak.is). Um 100 útlendingar Gunnar Björnsson, forseti Skák- sambands Íslands, segir ánægjulegt hvað þátttakendur eru margir á þessu móti en það hafi verið kynnt sérstaklega vel að þessu sinni. Með þessu styrki Íslendingar sig enn frekar í alþjóðlegu mótshaldi og auki áhugann á Íslandi. Hann nefn- ir sem dæmi að 20 Þjóðverjar taki þátt í mótinu og það eitt og sér veki athygli. Um 100 erlendir skákmenn mæti til leiks og þeir komi meðal annars frá öllum Norðurlöndunum, Eystrasaltsríkjunum, Bandaríkjun- um, Indlandi og Hondúras. Reykjavíkurmótið í skák á sér langa og merkilega sögu, er eitt af elstu skákmótum Norðurlanda og einn af þessum viðburðum sem hafa sett svip sinn á menningarlíf borg- arinnar. Mótið verður sett klukkan 16.00 í dag og því lýkur 16. mars. Leiknar verða 9. umferðir og hefst keppni kl. 16.30 daglega. Á laugardag verða tvær umferðir og lokaum- ferðin hefst klukkan 13.00. Færri komast að en vilja  Um 170 skákmenn frá 30 löndum og þar af 30 stórmeistarar slá þátttökumetið í Ráðhúsi Reykjavíkur  MP Reykjavíkurskákmótið er jafnframt Norðurlandamót og minningarmót um Inga R. Jóhannsson Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Skák Birgir Ísleifur Gunnarsson, þáverandi borgarstjóri, Ingi R. Jóhannsson skákmeistari og Gunnar Thoroddsen, þáverandi iðnaðar- og félagsmálaráðherra, á Reykjavíkurmótinu 1976. Reykjavíkurskákmótið fór fyrst fram 1964 og var haldið á tveggja ára fresti þar til 2008 en hefur síðan verið árlegur við- burður. Margir af sterkustu skák- mönnum heims hafa verið á meðal þátttakenda. Þar má nefna heimsmeistarana Tal og Smyslov og menn eins og Korchnoi, Bronstein, Larsen, Short og Magnus Carlsen. Reykjavíkurborg, MP banki og Deloitte eru helstu bakhjarlar mótsins. Sigursælir skákmenn REYKJAVÍKURMÓTIÐ Skannaðu hérna til að sækja 53 B arcode Scanner Náðu í skákforrit Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is „Ég gat ekki skilið þetta öðruvísi en svo að ég hefði keypt áskrift að Stöð 2 Sport á meðan heimsmeistaramótið í handbolta stóð yfir og ekki degi lengur,“ seg- ir Sævar Hlöðversson. Hann var ekki ýkja sáttur þegar honum barst rukkun fyrir áskrift að sportrásinni fyrir marsmánuð. „Maður gleymir oft að renna ýtar- lega yfir greiðsluseðilinn en ég tók eftir því núna að ég hafði verið rukkaður um 5.120 krónur um mánaðamótin fyrir HM-áskriftina mína. Mér datt ekki í hug að ég sæti uppi með þessa áskrift þegar heimsmeistaramótinu lyki; ekki var þetta auglýst með þeim hætti.“ Sævar segir ennfremur að er hann hafi leitað svara hafi honum verið tjáð að það væri hans hlut- verk að segja áskriftinni upp. „Þetta finnst mér ekki góðir við- skiptahættir, eiginlega bara sví- virðilegt. Þetta var kynnt og aug- lýst sem sérstök HM-áskrift og auðvitað skilur maður það þá sem tímabundna áskrift.“ „Valkvæð“ greiðsla Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins kannast fleiri við þessa upplifun Sævars. Kona nokkur hlaut mánaðaráskrift að Stöð 2 að gjöf er hún sótti sér myndlykil frá Símanum í desember síð- astliðnum. Í lok mán- aðar runnu á hana tvær grímur og hringdi hún strax á fyrsta virka degi nýs árs til þess að fullvissa sig um að áskriftin héldist ekki yf- ir á næsta mánuð. Þá var það hins vegar orðið um seinan og hún sat uppi með áskrift í mánuð til við- bótar og tilheyrandi kostnað. Ekki vildi betur til en að sama kona fékk mánaðaráskrift að Stöð 2 Sport í jólagjöf til að geta fylgst með handboltanum. Hún virkjaði áskriftina um miðj- an mánuðinn og taldi að hún myndi gilda í 30 daga. Svo var ekki. Lokað var fyrir rásina um mánaðamótin hjá henni en í kjöl- farið barst henni rukkun fyrir áskrift að rásinni næsta mánuðinn. Furðu lostin hringdi konan í kröfuhafann í þeirri viðleitni að skilja þetta fyrirkomulag og var henni þá tjáð að greiðslan væri í raun „valkvæð“. Áskrifendur alltaf spurðir Frá 365 miðlum bárust Morgun- blaðinu þau svör að þegar fólk hringdi og vildi fá aðgang að sjón- varpsstöðvum væri það ávallt spurt hvort það vildi kaupa áskrift í stakan mánuð eða fara í hefð- bundna mánaðarlega áskrift; eng- ar aðrar leiðir væru í boði og sami háttur hefði verið hafður á þegar HM-áskriftin var kynnt. Hvað val- kvæðu greiðslurnar varðaði bárust þau svör að þær væru hugsaðar til að einfalda fólki að halda áfram að vera áskrifendur, stæði vilji þess til þess. Dýrkeypt HM- áskrift í mars Dæmi um að fólk fái sjónvarpsáskrift sem það kærir sig ekki um Morgunblaðið/Kristinn Kast Handbolti er ávallt vinsæll. Dagana 10. og 11. mars heldur Félag fagfólks í fjöl- skyldumeðferð ráðstefnu með dr. Jim Sheehan í Nor- ræna húsinu frá kl. 9.00 til 16.00 þar sem hann mun fjalla um fyrirgefninguna og hið ófyrirgefanlega. Sheehan er m.a. fram- kvæmdastjóri náms í fjölskyldu- meðferð við Mater Misercordiae- háskólasjúkrahúsið í Dublin, Ír- landi. Hann vinnur m.a. með pör og fjöl- skyldur í vanda, fjölskyldur fanga og fjölskyldur sem eiga í deilum í dómskerfinu. Ráðstefna um fjölskyldumeðferð Vertu með Símanum á Facebook Skannaðu kóðann og þú gætir unnið flottan síma Skannaðu hérna til að sækja 36 B arcode Scanner Skannaðu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.