Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2011 ✝ Kristín JónaHalldórsdóttir fæddist í Reykjavík 3. mars 1947. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 22. febr- úar 2011. Foreldrar henn- ar voru Þórunn Bjarney Garð- arsdóttir, f. 2. sept- ember 1918, d. 18. janúar 2008, og Halldór Ágúst Benediktsson f. 23. september 1911, d. 13. febrúar 1989. Systk- ini Kristínar eru Garðar Hall- dórsson, f. 6. nóvember 1941, Anna Þórunn Halldórsdóttir, f. 9. september 1951, Helgi Þór Helgason, f. 4. janúar 1956, og Hanna Ragnheiður Helgadóttir, f. 22. janúar 1961. Dóttir Krist- ínar og Sæmundar Bjarkar Ár- elíussonar, f. 20. febrúar 1946, er Stefanía Guðrún, f. 13. mars 1967. Stefanía er gift Braga Vil- hjálmssyni, f. 27. nóvember 1964, og eru börn þeirra Kristín Jóna, f. 18. desember 1992, Vil- borg Lilja, f. 20. janúar 1996, og Óskar Örn, f. 3. september 1998. Kristín ólst upp í Reykjavík. Að loknu grunnskólaprófi frá Vogaskóla fór hún í Versl- unarskóla Íslands og lauk þaðan verslunarprófi vorið 1966. Kristín starfaði m.a. um árabil sem gjaldkeri Alþýðusambands Íslands og innheimtustjóri Hans Petersen. Síðustu árin starfaði hún við fjárreiðudeild Hafn- arfjarðarbæjar. Útför Kristínar fór fram 3. mars 2011 og var í kyrrþey að hennar ósk. Elsku amma. Við hefðum frekar viljað halda upp á 64 ára afmælið þitt með þér í stað þess að vera við jarðarförina þína enda höfum við alltaf komið í afmæli til þín á sama hátt og þú til okkar. Við eigum margar góðar minningar af samverustundum okkar jafnt á hátíðum sem og í hversdagsleikanum. Það er skrítið að hugsa sér lífið án þín því við gerðum svo margt saman, öll jólin, páskarnir, áramót, matarboð, leikhúsferðir og svo mætti lengi telja. Þú gafst okkur alltaf mjög spennandi jólagjafir og vildir líka tryggja að við fengjum góða bók að lesa. Á páskunum kölluðum við þig oft „amma páski“ og þú gafst okk- ur páskaegg sem þú hafðir valið sérstaklega handa hverju okkar. Við það val spáðir þú sérstaklega í páskaungann og blómið framan á egginu. Þú lagðir þig fram við að gera hversdagsleikann skemmti- legan og gafst okkur t.d. alltaf blóm á „skírnarafmælisdögum“ okkar. Þú komst líka með fulla poka af bakkelsi til okkar á mið- vikudögum eftir skóla og við hlökkuðum til að koma heim og hitta þig, fá góðar kræsingar og spjalla. Þú varst góður vinur, hafðir góða nærveru og það var hægt að tala um allt við þig, þú varst bæði traust og trygg. Við vorum alltaf velkomin til þín og þú áttir alltaf eitthvað gott innan úr eldhúsi til að gefa okkur, a.m.k. ópal eða kók í glas. Þú áttir ýmislegt spennandi dót sem við máttum leika okkur með, t. d. bangsann Lamba, legó- kubba og Ken með flott hár, en ekkert jafnaðist á við stóru reikni- vélina þína sem hægt var að fá langan strimil úr. Þú hafðir mörg áhugamál sem við nutum góðs af. Þú prjónaðir handa okkur peysur og húfur ásamt því að kenna okkur ýmis- legt sem þú hafðir gaman af svo sem að prjóna, leggja kapal, gera sudoku og krossgátur. Það brást ekki að ef við sigldum í strand þá hafðir þú lausnina á gátunni. Þú hafðir gaman af því að ferðast og fórum við saman í ýmsar ferðir. Ferðin vestur í Súðavík stend- ur þó alltaf upp úr og var það sér- staklega skemmtilegt þegar við fórum þaðan saman í Vigur og Bolungarvík. Við fórum líka oft saman í Grasagarðinn, löbbuðum þar um, skoðuðum plöntur og fugla og settumst svo niður á Kaffi Flóru þar sem þú bauðst okkur eitthvað af matseðli. Þú hafðir gaman af blómum og voru appels- ínugular rósir í uppáhaldi. Þú gerðir alltaf allt fyrir okkur, elsku amma, reyndir t.d. að koma á alla þá tónleika sem við spiluðum á og sýndir okkur mikinn stuðning í tónlistarnámi sem og öðru námi okkar. Það varð okkur mikið áfall þeg- ar veikindi þín komu í ljós í mars á síðasta ári. Þú sjálf veittir okkur mikinn styrk og stuðning í gegn- um veikindaferli þitt og sýndir okkur greinilega þann mikla and- lega styrk sem í þér bjó. Þú varst alltaf svo góð við okkur, sýndir okkur mikla umhyggju og hlýju. Þú varst og verður alltaf í okkar huga „besta amma í heimi í móð- urætt“. Með fráfalli þínu hefur mikið verið frá okkur tekið og ljóst að við munum alltaf sakna þín. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Kristín Jóna, Vilborg Lilja og Óskar Örn. Elsku Kristín. Ég hef verið svo lánsöm að fá kynnast þér. Þú og móðir mín Guðbjörg voruð svo miklar vin- konur. Og hef ég svo sannarlega átt góðar stundir með þér á mín- um yngri árum. Þegar ég hugsa til baka þá kemur t.d. upp í huga minn Þórsmerkurferðin með þér og Stebbu. Takk fyrir að bjóða mér með í þessa ferð sem var svo mikil upplifun og svo gaman. Í seinni tíð hittumst við kannski ekki oft en ég fékk fréttir af þér frá móður minni. Elsku Kristín, nú kveð ég þig í hinsta sinn. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hvíldu í friði, elsku Kristín mín. Elsku Stebba og aðrir aðstand- endur megi góði Guð styrkja ykk- ur á þessum erfiðu tímum. Berglind Guðmundsdóttir. Við skólasysturnar kveðjum góða vinkonu með trega og sökn- uði, en þökkum á sama tíma fyrir að hafa átt hana að. Það var haustið 1962 að við stóðum á Grundastígnum fyrir ut- an Verzló um 100 ungmenni og biðum eftir því að okkur yrði rað- að í bekki. Það var gleði og eft- irvænting í loftinu. Í hópnum vor- um við 8 stelpur sem komum víðs vegar að, frá Selfossi, úr Reykja- vík, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði. Á fyrstu árunum í Versló myndaðist einlæg vinátta. Við stofnuðum fljótlega sauma- klúbb og vorum frægar fyrir klukkustrengi. Með árunum breyttist saumaklúbburinn í mat- arklúbb með hliðargreinum svo sem göngu-, kaffihúsa- og sum- arbústaðaferðum. Það var alltaf gaman hjá okkur og við héldum eins og flestir að við hefðum nægan tíma. Seinna ætl- uðum við að spila brids, fara til Prag og svo framvegis, en tíminn rann frá okkur. Okkur tókst þó að fara í mjög góða menningar- og skoðunarferð um Suðurland sl. vor. Þessi dagur mun seint gleym- ast og minningarnar um góðan, skemmtilegan og hressan hóp verða geymdar í hjörtum okkar. Eftir 4 ár í Verzló skildi leiðir, sumar héldu áfram í lærdóms- deild á meðan aðrar létu Verzlun- arskólaprófið duga og var Stína í þeim hópi – hún var búin að hitta Dadda og Stebba var á leiðinni. Ungu hjónin hófu búskap á Greni- mel á efri hæðinni hjá foreldrum Dadda þeim Stefaníu og Óskari. Þau reyndust Stínu alla tíð sem bestu foreldrar og hún þeim sem góð dóttir og hélst samband þeirra óbreytt þó að leiðir þeirra Dadda skildu. Stína var sönn jafnaðarmann- eskja. Hún hafði ríka réttlætis- kennd sem hún þorði að setja fram og standa við. Hún var víð- sýn og opnaði augu okkar fyrir áð- ur ókunnum skoðunum. Hún sagði skoðanir sínar afdráttar- laust og var hreinskiptin sama hver átti í hlut. Hún varði alltaf málstað þeirra sem minna máttu sín og þoldi ekki hroka og vald- beitingu. Hún var heiðarleg og sjálfri sér samkvæm um alla hluti. Lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um Stínu, en af miklum dugnaði skapaði hún sér og Stebbu ástríkt heimili og var hún dugleg að hvetja Stebbu áfram og ber hún móður sinni fagurt vitni. Síðustu árin voru Stínu góð og gjöful. Hún hafði komið sér vel fyrir í íbúð sinni í Vesturbænum, var í skemmtilegri vinnu og átti góða vinnufélaga. Stína gladdist yfir afkomend- um sínum og var ákaflega stolt af barnabörnunum. Hún var dugleg að fylgjast með þeim bæði í námi og tómstundum. Hún var tíður gestur á handboltaleikjum, sund- mótum og tónleikum. Hún stóð svo sannarlega með sínu fólki. Hún átti góða að í veikindunum. Stebba og Anna systir hennar og fjölskyldan öll gerðu allt til að gera henni lífið sem bærilegast. Það fór ekki framhjá okkur hve fallegt samband þeirra mæðgna og Önnu var. Það var gott að eiga Stínu að vini og við þökkum henni vinátt- una og tryggðina sem hún sýndi okkur alltaf. Blessuð sé minning Kristínar og megi hollvættir vaka yfir fólk- inu hennar. Esther, Guðbjörg, Guðrún, Helga, Hrafnhildur, Kristín og Margrét. Elsku Kristín mín. Mér öðlaðist að eiga þig að sem bestu vinkonu í mínu lífi allt frá unglingsárum okkar. Við fylgd- umst að gegnum lífshlaupið og ávallt varst þú til staðar. Mín minning er afar sterk hversu stað- föst og eljusöm þú varst. Sterkur vilji og sterkar skoðanir var ríkur þáttur í þínu eðli og hafðir þú skoðanir bæði á mönnum og mál- efnum. Ekki má nú gleyma húmornum góða sem prýddi þig, glettninni og dillandi hlátri þínum sem ég ósjaldan smitaðist af og oft var hlegið dátt. Samúðarkveðja til aðstandenda þinna frá okkur Mumma. Þér þakka ég samfylgdina. Ég sakna þín sárt. Sofðu rótt, kæra vinkona. Þín, Guðbjörg. Elsku Kristín frænka. Við systkinin munum ávallt minnast hlýju og góðmennsku Kristínar, þar sem hún var alltaf til staðar fyrir okkur. Þegar við vorum lítil og fjörug fórum við oft í heimsókn til hennar í Háagerði og munum við eftir því eins og það hefði gerst í gær. Þar tók hún á móti okkur með allskyns kræsing- um og leyfði okkur að leika úti um allt hús og úti í garði. Þó að við lét- um eins og ólátabelgir og værum á fleygiferð vildi hún alltaf fá okkur aftur til sín. Ekki var það skárra þegar Kristín Jóna og Vilborg Lilja bættust í hópinn, en þrátt fyrir það sá hún til þess að við skemmtum okkur konunglega. Fyrir níu árum, þegar mamma og pabbi voru erlendis, passaði hún okkur en fannst okkur það fráleitt þar sem við töldum okkur vera fullorðna og sjálfstæða ein- staklinga, 11 og 16 ára gömul. En þegar litið er til baka vitum við ekki hvar við værum án elda- mennsku hennar og hún var fús til að hjálpa okkur við lærdóminn öll kvöld. Eftirminnilegasta minning okkar, þegar hún var að passa okkur, var þegar hún eldaði fyrir okkur svikinn héra. Við vissum ekki alveg hvað frænka okkar var að spá með að hafa kanínur í kvöldmat, en vel rættist úr þessu þar sem hún útskýrði fyrir okkur að engar kanínur væru á boðstól- um. Við erum bæði sammála um að hennar uppskrift af sviknum héra mun ávallt vera sú besta, sorrí, mamma. Þegar ég, Guðfinna, ákvað að skipta yfir í Verzlunarskóla Ís- lands þurfti ég að bæta á mig áföngum og var bókfærsla þar með talin. Ég hafði ekki hugmynd hvað ég var að fara út í því ég þurfti að taka áfangann í fjarnámi, en ég hafði vit á því að biðja Krist- ínu um að hjálpa mér. Við lærðum saman jafnt og þétt yfi önnina og er það uppskrift að toppárangri þar sem ég fékk mjög góða eink- unn og stóðst áfangann. Ég hefði ekki getað gert þetta án þín, elsku Kristín mín! Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að hafa verið með henni yfir hátíðarnar og voru það dýrmætir tímar. Það var margt sem við gát- um lært af henni og var hún góð fyrirmynd í alla staði. Okkur þótti mjög vænt um Kristínu og mun- um við geyma minningar um hana í hjarta okkar um ókomna tíð. Megi þú hvíla í friði, elsku besta frænka. Þín, Halldór Ágúst og Guðfinna. Kristín Jóna Halldórsdóttir ✝ Okkar ástkæri mágur, föðurbróðir, afabróðir og frændi, ÖRN JÓHANNESSON, Reynimel 74, Reykjavík, sem lést föstudaginn 25. febrúar, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 10. mars kl. 13.00. Erla Ársælsdóttir, Dagmar Gunnarsdóttir, Rikharð Bess Júlíusson, Jóhanna Gunnarsdóttir, Lúðvík Þorvaldsson, Stefanía G. Sæmundsdóttir, Bragi Vilhjálmsson, börn og barnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSA HJÁLMARSDÓTTIR, Furugerði 13, lést á Landspítala Landakoti þriðjudaginn 1. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. mars kl. 11.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð FAAS eða Krabbameinsfélagið. Haukur Ingimarsson, María Jóna Hauksdóttir, Þorsteinn B. Sæmundsson, Haukur S. Þorsteinsson, Ríkey Valdimarsdóttir, Steinn Ingi Þorsteinsson, Kristín María Stefánsdóttir, Eiríkur Ingimar Hauksson, Hjálmar Freyr Hauksson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA JÚLÍA MAGNÚSDÓTTIR frá Siglufirði, lést sunnudaginn 6. mars. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánu- daginn 14. mars kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Orgelsjóð Siglufjarðarkirkju, reikn. 1102-05-400780, kt. 560269-0809. Skúli Guðbrandsson, Þóra Björg Guðmundsdóttir, Hildur Guðbrandsdóttir, Ævar Sveinsson, Anna Gígja Guðbrandsdóttir, Haraldur Eiríksson, Magnús Guðbrandsson, Jónína G. Ásgeirsdóttir, Kristín Guðbrandsdóttir, Friðbjörn Björnsson, Filippía Þóra Guðbrandsdóttir, Þorsteinn Guðbrandsson, Margrét Ericsdóttir og ömmubörn. ✝ Ástkær faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, EIRÍKUR SIGURÐSSON, Hraunvangi 7, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu fimmtudaginn 3. mars. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 11. mars kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Hrafnistu, Hafnar- firði fyrir góða umönnun og hlýhug. Vilhelmína Eiríksdóttir, Steingrímur Guðmundsson, Bergþór Guðmundsson, Jiraporn Yuengklang, Ólafur B. Guðmundsson, Laufey Sigmundsdóttir, Eyrún Sigurðardóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ERNA E. OLSEN, Eiðistorgi 5, Seltjarnarnesi, sem lést laugardaginn 5. mars, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 14. mars kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á FAAS – samtök aðstandenda Alzheimersjúklinga. Við viljum þakka Jóni Snædal, lækni og starfsfólki Land- spítala Landakoti, deild L-4, fyrir alúðlega og hlýja umönnun. Jón Ágúst Ólafsson, Ellen Ragnheiður Jónsdóttir, Hjörtur Cyrusson, Arnar Jónsson, Steinunn H. Hannesdóttir, Róbert Jónsson, barna- og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SÓLVEIG RÓSA BENEDIKTA TRAUSTADÓTTIR sjúkraliði, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 5. mars. Útför hennar fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu föstudaginn 11. mars kl. 15.00. Þeim sem vilja heiðra minningu hennar er bent á Aglow – Ísland, kristileg samtök, 0526-26-7110, kt. 711094-2539. Sigurður S. Wiium, Hrefna Rós S. Wiium, Ívar Halldórsson, Sigurður Heiðar S. Wiium,Gerður Rós Ásgeirsdóttir, Elva Ósk S. Wiium, Þórarinn Friðriksson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.