Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2011 Einu sinni sem oftar var ég að fara með ömmu upp á Þing- velli í sumarbústaðinn, sjálfsagt hefur þurft að moka holu eða keyra mold í beðin svona í leið- inni. Það var alltaf nóg að gera á Þingvöllum í lóðavinnu, við- haldsvinnu eða bara að veiða enda þreyttist hún aldrei á því að fara með krakkana niður að vatni, út á tanga og kenna þeim að veiða. En þennan dag var þungskýjað og veðrið heldur óspennandi, við amma vorum að tala um páfann sem var á landinu og átti að vera með messu á Þingvöllum. Henni þótti leiðinlegt hvað veðurguð- irnir tóku illa á móti honum því að þó hún væri ekki kaþólsk bar hún mikla virðingu fyrir páfanum. Ég hélt því fram að hann væri eins og hver annar, hvorki meiri né minni. En rétt áður en við komum á Þingvelli myndaðist stórt gat í skýjahul- una og sólargeislarnir streymdu niður. Amma var með það á hreinu að þeir væru sendir vegna veru páfans á Þingvöllum. Í þessu samtali eins og svo mörgum öðrum fann ég að hún amma bar virð- ingu fyrir skoðunum annarra og lífsgildum hversu ólík sem þau voru hennar eigin. Mér Þuríður Halldórsdóttir ✝ Þuríður Hall-dórsdóttir fæddist á Halls- stöðum, Fells- strönd, 29. maí 1920. Hún lést á heimili sínu 6. febr- úar 2011. Útför Þuru fór fram frá Keflavík- urkirkju í kyrrþey 15. febrúar 2011. fannst hún taka eins á móti öllum með kaffi, kexi og smá jólaköku. Hún var líka hrein og bein, sagði skoðun sína umbúðalaust, þannig þekkti ég hana. Eitt sinn kom ég til hennar á Vesturgötuna í kaffi í nýlegri peysu sem var móðins þá og bara nokkuð ánægður með flíkina. Ég man ekki hvort ég spurði ömmu álits eða hvort hún lét álit sitt í ljós óumbeðið en henni fannst peys- an vera ljót. Ekki sæmileg, ágæt eða allt í lagi, hún var ljót. Mér fannst þessi hreinskilni vera frábær og af tillitssemi við ömmu týndist peysan. Oft verð- ur mér hugsað til hennar þegar ég sé sæmilega peysu, ágæta blússu eða allt í lagi skó. Hún amma var mikill húmoristi og dálítið stríðin og þess vegna fæ ég það ekki staðfest fyrr en við hittumst á ný hvort peysan hafi verið ljót eða hún bara að stríða mér. Amma las mjög mikið og flakkaði um heiminn í gegnum bókalestur og hún virtist hafa límheila, mundi ótrúlegustu hluti. Þó að amma hafi verið eins og hver önnur manneskja fannst mér sólargeislarnir ekki síður vera sendir vegna hennar þennan dag á Þingvöllum. Hverjum þykir sinn fugl fagur. Ég mun ævinlega minnast ömmu með hlýhug í hvert sinn sem sólin brýst niður úr skýj- unum og yljar okkur sem eftir erum. Takk fyrir mig, amma. Ingvi Þór. Það fyrsta sem kemur upp í huga mér er þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast Þuru ömmu, því aðra eins hlýju er varla hægt að finna frá einni manneskju. Ég er 8 ára þegar ég kem inn í þessa fjölskyldu og hún tekur mér strax sem barnabarni sínu og gerði aldrei nokkurn tíma upp á milli mín og annarra barnabarna. Ég vildi að ég hefði getað þakkað þér fyrir það í eigin persónu hversu mikils ég mat væntum- þykju þína í minn garð. Ég gleymi samt aldrei hvað þú varðst glöð þegar Árdís Drífa fæddist, loksins var Birgir bú- inn að eignast sitt eigið barn, held margir hafi verið búnir að gefa upp vonina. Það sem er mér minnisstæð- ast eru ferðirnar á Þingvelli, veiðiáhugi þinn og hvað þér fannst gaman að taka okkur systurnar með þér niður að bakka og veiða. Afmælin sem Árdís átti á Vesturgötunni voru engar smá veislur. Svo varð Halla vinkona þín á Vesturgöt- unni góð vinkona okkar Árdísar sem við heimsóttum alltaf þeg- ar við komum. Þú hafðir frá- bæran húmor og gast auðveld- lega fengið okkur til að hlæja og Bigga þínum þótti ekki leið- inlegt að stríða þér, enda trúð- irðu honum að sjálfsögðu og hlóst svo með okkur þegar hlut- irnir voru leiðréttir. Ég kveð þig með söknuði en á yndisleg- ar minningar um þig. Og við fjölskyldan eigum eftir að halda minningu þinni á lofti um ókom- in ár. Þín, Svafa Mjöll. Elsku amma, það er svo erf- itt að koma orðum á blað um eins æðislega konu og þú varst. Þú varst þrautseig kona, eins og ég hef oft sagt. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki farið og heimsótt þig eins og ég gerði svo oft og alltaf var ég minnt á það hversu dugleg ég væri að kíkja á gömlu konuna, eins og þú orðaðir það. Hver heimsókn endaði þó á því að þú sagðir mér að passa mig nú á strákun- um þeir væru svo margir vara- samir. Þú lagðir svo mikið upp úr því að við krakkarnir menntuð- um okkur, ég gleymi ekki bros- inu sem kom á þig þegar að ég sagði þér núna í janúar að ég væri byrjuð aftur í skóla. Það var líka alltaf svo gaman að koma til þín í sumarbústaðinn og fá að veiða með þér í vatn- inu, við löbbuðum alltaf með prik á okkur til að halda á ef kríurnar myndu nú koma og gera að okkur aðsúg. Tíminn sem ég vann á Hlév- angi var mér ómetanlegur, þá kynntist ég þér miklu betur og sá algjörlega nýja hlið á þér. Því þegar þú komst alltaf fram þegar ég var á næturvöktum til að spjalla við mig gleymi ég seint og fannst mér yndislegt að geta notið smátíma með ömmu minni. Það var alltaf svo gott að tala við þig, þú hafðir alltaf ráð undir rifi hverju. Lífið hefur sinn vanagang og allir þurfa að kveðja, þú fékkst að lifa lengi og vel og líður ef- laust miklu betur hjá afa Árna, langafa, Árnýju Hildi, Árna Jakobi og Agli, en það er alltaf sárt að kveðja því maður er svo eigingjarn á ástvini sína. Ég sakna þín, elsku amma mín. Ég er svo þakklát að hafa fengið að sitja hjá þér stuttu áður en þú fórst, ætla að láta fylgja með ljóðið sem ég söng fyrir þig. Sofðu unga ástin mín, – úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. (Jóhann Sigurjónsson.) Þín, Sveinbjörg Anna. ✝ Svanhildur Jós-efsdóttir fædd- ist 13. maí 1926 í Mið-Samtúni í Glæsibæjarhreppi, Eyjafirði. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Skjóli í Reykjavík 19. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar Svönu, eins og hún var ætíð kölluð, voru Guðbjörg Halldóra Péturs- dóttir, húsfreyja, f. 8.10. 1903, d. 6.10. 1941, og Jósef Friðriksson, f. 4.11. 1891, d. 18.5. 1970, bóndi í Mið-Samtúni, Glæsibæjarhr. og Æsustaðagerði, Saurbæjarhr., Eyjafirði. Systur Svönu voru þrjár: 1) Sæunn María, f. 12.2. 1924, d. 29.4. 1940, 2) Ragnhild- ur, f. 5.5 1929, d. 27.8. 1998, 3) Hulda Dalberg, f. 2.3. 1933, d. 24. 1. 1937. Svana giftist 23. des- ember 1950, Magnúsi Kristjáns- syni frá Nesi, Grunnavíkurhr. N-Ís., f. 6. ágúst 1915, d. 11. nóv- ember 1984. Foreldrar hans voru Kristján Jónsson, búfræð- ingur og útvegsbóndi í Nesi, f. 1977, dóttir þeirra er Erna Lilja, f. 2006, b) Guðrún, f. 3.6. 1981, í sambúð með Styrmi B. Karls- syni, f. 23.4. 1978, dætur þeirra eru Júlía Dagbjört, f. 2002 og Lísa María, f. 2007. Svana bjó með fjölskyldu sinni fyrstu árin í Mið-Samtúni og Æsustaðagerði í Eyjafirði og fór ung í vist á Akureyri og starfaði þar einnig á sauma- stofu. Hún fluttist síðan til Reykjavíkur aðeins 16 ára að aldri. Hún starfaði um tíma í Fé- lagsprentsmiðjunni en sinnti húsmóðurstarfinu þegar hún hóf sambúð með Magnúsi og þau eignuðust sitt fyrsta barn. Hún var mikil hannyrðakona og mik- ill fagurkeri og bar heimili þeirra þess fagurt vitni. Síðar starfaði hún hjá mötuneyti BP (síðar Olís) og við ræstingar hjá Ríkisskattanefnd. Svana hafði sérstaklega gaman af því að spila og spilaði oft vist með eldri borgurum og fór gjarnan í bingó enda ófáir vinningar sem hún kom með heim. Þá fór hún í mörg ár að dansa með eldri borgurum á Vesturgötu 3 og tók virkan þátt í samverustundum í Laugarneskirkju. Síðasta árið bjó hún á Hjúkrunarheimilinu Skjóli. Útförin fór fram frá Laug- arneskirkju 2. mars 2011 í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. 11.10. 1874, d. 23.6. 1934 og Sólveig Magnúsdóttir, f. 10.3.1888, d. 31.5. 1967. Börn þeirra eru: 1) Sólveig Edda, f. 26. mars 1946, gift- ist Sigurði Hall, þau skildu. Börn þeirra eru: a) Gunn- ar, f. 12.5. 1964, kvæntur Bjarnfríði Völu Eysteinsdóttur, f. 10.12. 1964, börn þeirra eru Bryndís, f. 1990, Bjarki, f. 1993, Björgvin, f. 1998 og Birkir, f. 2006, b) Svan- hildur, f. 4.4. 1972, gift Þóri Magnúsi Lárussyni, f. 19.1. 1954, dætur þeirra eru Edda Margrét, f. 2006 og Berglind María, f. 2008, c) Steinunn, f. 28.7. 1974, í sambúð með Bjarka Þór Bjarnasyni, f. 6.2. 1969, dóttir hennar er Tinna Björk, f. 2000, 2) Skúli Viðar Magnússon, f. 12. júní 1953, kvæntur Lilju Viðarsdóttur, f. 17.12. 1958, þeirra börn eru: a) Magnús Við- ar, f. 27.3. 1979, kvæntur Öglu Mörtu Sigurjónsdóttur, f. 1.4. Það er komið að kveðjustund og svo ótal margt sem kemur upp í hugann. Tengdamóðir mín, Svanhildur Jósefsdóttir eða Svana eins og hún var kölluð, er látin. Þegar ég kynntist Svönu fyrir 33 árum fann ég strax að þar fór afar traust kona. Hún var orð- heldin, átti mörg skemmtileg til- svör og kunni ótal vísur og þul- ur. Stutt er síðan hún fór með hverja þuluna á fætur annarri og finnst mér það aðdáunarvert að geta munað svona langa texta í öll þessi ár. Hún sagði okkur stundum sögur úr sveitinni sinni og hversu ung hún var þegar hún þurfti að taka til hendinni. Hún sagði okkur frá því hversu glöð hún varð eitt sinn þegar hún fékk ný stígvél og tímdi ekki að fara úr þeim og svaf í þeim um nóttina. Það fannst barnabörnunum alveg sérlega skondið. Hún sagðist iðulega vera al- veg vembilfláka eftir góða máltíð og lagði sig í sófann. Okkur fannst það sérlega skemmtilegt orðalag. Svana var afar góður kokkur og hafði gaman af mat- seld og bakstri áður fyrr og þá var þess gætt að allir fengju nóg. Ég man sérstaklega eftir öllum góðu eftirréttunum og því hvað hún nostraði við elda- mennskuna. Alltaf var til bakk- elsi með kaffinu þegar gesti bar að garði og svo vildu þau Magn- ús alltaf fá kvöldsopann sinn. Henni fannst sætabrauð alveg sérlega ómissandi og á tímabili varð ég að gæta þess að eiga alltaf eitthvað sætt til að bjóða henni eftir matinn. Hún kenndi mér að skera út laufabrauð og gaf mér ljómandi góða uppskrift að kleinum sem ég notaði árum saman. Mér finnst ekki svo langt síð- an hún fór nánast allra sinna ferða á reiðhjólinu sínu en hún hætti því þegar hún fór finna til svima og jafnvægið var ekki al- veg upp á sitt besta. Hún var dugleg að taka þátt í félagslífi eldri borgara í mörg ár, hvort sem það var að dansa eða spila félagsvist. Þá var hún iðulega fengin til að taka þátt í tískusýn- ingum hjá eldri borgurum enda var hún glæsileg kona og lipur í hreyfingum. Svana var ekki alltaf heilsu- hraust og hafði verið lasin í meltingarvegi árum saman. Hún hugsaði því töluvert um hollt mataræði á þeim tíma. Það get- ur auðvitað tekið á vera lasinn og það var einnig í huga hennar hversu fólkið hennar fór fljótt en hún missti móður sína ung og einnig tvær ungar systur. Erfitt getur verið að kljást við til- veruna þegar lundin verður þung og því margt sem hún Svana mín hafði reynt um dag- ana. Hún var býsna sjálfstæð alla tíð og það átti nú ekki alveg við hana að þurfa að horfast í augu við það að geta ekki lengur séð alveg um sig sjálf. Heilsu hennar hafði hrakað síðustu vikur og fannst henni að þetta væri bara orðið ágætt og tímabært að kveðja. Þú hefur lifað lengi og vel, og lært að skilja og blessa hel og gefa sjálf og sakna; – og svo við lífsins sólarlag þú sérð hinn endalausa dag. Þér verður gott að vakna. (Ólína Andrésdóttir.) Ég kveð tengdamóður mína með hlýjum hug, hugsa til allra góðu stundanna og hversu mikið hún gaf fólkinu sínu í gegnum tíðina. Læt lokaorðin vera þau sömu og ég kvaddi hana með undanfarin ár: Guð geymi þig, Svana mín. Lilja Viðarsdóttir. Svanhildur Jósefsdóttir eða amma Svana eins og við börnin kölluðum hana var yndisleg kona sem kallaði ekki allt ömmu sína. Það má með sanni segja að aldrei hafi maður komið að tóm- um kofunum hjá ömmu enda var hún sannkölluð húsmóðir af gamla skólanum. Það vantaði ekki kræsingarnar á matarborð- ið þegar maður kom í heimsókn, hvort sem það var smurt brauð, tertur, kex, heimabakaðar klein- ur eða hvað annað. Amma var ekki í vandræðum með að henda saman í nokkrar pönnukökur og búa til heitt kakó. Ef maður svo mikið sem vogaði sér að spyrja um uppskriftina að þessu hjá henni þá fékk maður hlátur til baka og manni tjáð að þetta væri nú bara gert eftir tilfinn- ingunni. Amma passaði okkur systk- inin oft þegar við vorum yngri og eigum við hugljúfar minn- ingar um það þegar við dvöldum oft og lengi hjá henni á sumrin. Oftar en ekki var rölt út í Blómaval enda var það steinsnar frá Laugateignum þar sem amma bjó lengi. Þegar við vor- um yngri var það einnig venja að labba með ömmu út að túninu sem var á milli Blómavals og Ás- mundarsafns og gáfum við hest- unum brauð og sykurmola. Það eru forréttindi að eiga þessar minningar úr barnæskunni og erum við ríkari fyrir vikið. Hún kenndi okkur bæði rommý og ól- sen ólsen og spilaði við okkur með mikilli þolinmæði, en vann jafn oft og við spilin og höfðum við öll jafn gaman af. Maður fékk yfirleitt ekki að fara frá henni nema hafa tekið fram spil- in. Í seinni tíð eftir að við vorum komin með okkar eigin fjöl- skyldur var alltaf ljúft og gott að koma í heimsókn til ömmu og leyfa langömmubörnunum að koma með. Tónlistarsmekkurinn hennar ömmu var klassískur fyrir konu af hennar kynslóð en þó er minnisstætt þegar við fengum að hlusta á Halla og Ladda í fyrsta skiptið hjá henni og voru það plötur sem hún spil- aði á Yamaha-plötuspilarann sinn. Einnig hafði hún gaman af því að dansa og fór reglulega á dansskemmtanir með eldri borg- urum á Vesturgötu 7 og vorum við alltaf dugleg að keyra hana ýmist þangað eða í aðrar erinda- gjörðir. Henni þótti ekki þægi- legt að vera upp á aðra komin en var alltaf þakklát þegar við að- stoðuðum hana þegar þörf var á. Það verður seint sagt að amma Svana hafi legið á skoð- unum sínum og oft var orð- bragðið með þeim hætti að hörð- ustu skipstjórar hefðu roðnað við hliðina á henni. Þegar makar okkar komust fyrst í kynni við hana þá óttuðumst við systkinin að hegðun hennar færi fyrir brjóstið á þeim en eftir fyrstu kynnin kom það á daginn að það var mjög fjarri sannleikanum enda þótti okkur öllum vænt um hana eins og hún var. Við minnumst ömmu okkar fyrir allt það góða sem hún gerði fyrir okkur í lífinu og fyrir þann stuðning sem hún veitti okkur. Án hennar værum við ekki þær manneskjur sem við erum í dag og fyrir það munum við verða ævinlega þakklát. Blessuð sé minning Svanhildar Jósefsdótt- ur. „Drottinn gaf og Drottinn tók – lofað veri nafn Drottins.“ (Job. 1.21.) Magnús Viðar og Guðrún. Svanhildur Jósefsdóttir Páll Andrésson eða Palli eins og hann var ávallt kallaður er órjúfanlegur hluti bernskuminn- inganna. Hann bjó á heimili for- eldra minna frá því að ég man eftir mér og þar til ég var 12 ára. Þá flutti hann að Múla þar sem hann bjó meðan heilsan leyfði. Eftir að Palli brá búi var hann hjá dóttur sinni á Akranesi á veturna en í Múla á sumrin. Síðustu árin dvaldi hann á Barmahlíð á Reykhólum. Her- bergið hans sem var beint á móti eldhúsinu var alltaf kallað Palla herbergi. Þessi nafngift hélt sér þó svo að hann væri fluttur í burtu og ég veit ekki betur en að það gangi enn undir því nafni. Í raun veit ég ekki með vissu hvernig stóð á því að Palli bjó hjá okkur. Hann var þarna eins og einn af fjölskyld- unni. Held helst að hann hafi verið að vinna við byggingu skólastjóraíbúðarinnar sem við fluttum í 1954 og svo bara hald- ið áfram að búa hjá okkur. Á þessum árum var Palli með nokkrar kindur. Fjárhúsið var á milli Hellishólanna og kven- Páll Straumberg Andrésson ✝ Páll Straum-berg Andr- ésson, Palli í Múla, var fæddur á Hamri í Múlasveit, 29. janúar 1928. Hann lést á heimili sínu, Dvalarheim- ilinu Barmahlíð á Reykhólum, 17. febrúar 2011. Útför Páls var gerð frá Reyk- hólakirkju 26. febrúar 2011. Jarðsett var í Akranes- kirkjugarði. félagsgirðingarinn- ar. Nú sést ekki móta fyrir þessum byggingum. Palli var mjög handlaginn. Með vasahnífnum sínum tálgaði hann fyrir okkur bræðurna báta. Þessir bátar voru um 10 senti- metrar að lengd en borðstokkurinn og kjölurinn 1,5 til 2 millimetrar. Bátarnir sigldu mjög vel á bað- karinu en voru líka notaðir á gólfinu og þá urðu bæði kjölur og borðstokkur undan að láta. Þessir bátar finnast trúlega enn í gömlu barnadóti ef vel er að gáð. Tvö gjörólík atvik koma ósjálfrátt upp í huga minn þegar ég minnist Palla, annars vegar þar sem hann og faðir minn sitja í eldhúsinu og raka hrútspunga með vasahnífum sínum. (Þetta var á þeim árum sem súrsaðir hrútspungar voru pungar ekki bara eistu) og beit Palla hnífur iðulega betur. Hitt eru deilur þeirra um bækur Halldórs Kiljans Lax- ness, pabbi einlægur aðdáandi Kiljans en Palli fann honum allt til foráttu. Urðu úr þessu oftar en ekki líflegar umræður ekki síst þegar rætt var um Sjálf- stætt fólk. Palli var aldrei neinn stór- bóndi. Hann hafði ekki margar kindur á mælikvarða stórbúa. Hann sló þegar honum fannst tími til kominn og var þá oftar en ekki í takt við aðra bændur en hann hafði nóg fyrir sig. Innilegar samúðarkveðjur til allra ástvina. Eiríkur Jensson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.