Morgunblaðið - 09.03.2011, Síða 12

Morgunblaðið - 09.03.2011, Síða 12
lega að ég þarf á því að halda að gefa mér tíma í þetta. Og þeg- ar maður er ánægðari með sig hefur maður meira að gefa. Ég held að margir klikki á því. Þegar maður byrjar í þessum hlaupahóp skrifar maður lista yfir veikleika og styrkleika og ég skrifaði einmitt að minn veikleiki væri tíminn. Eftir að ég fór af stað fann ég hins vegar hversu mikilvægt er að halda sig við prógrammið en þegar maður hefur ekkert aðhald vilja æfingarnar verða slitróttari. Ef ég væri bara ein í þessu er ekkert víst að ég myndi nenna að drífa mig af stað. Með hópnum er þetta hins vegar ekkert mál.“ Lærir á líkamann Takmarkið er svo hlaupið langa. „Ég hef góðan tíma fyrir mér áður en kemur að Laugavegshlaupinu sjálfu, sem verður í júlí. Þangað til ætla ég að taka þátt í nokkrum öðr- um mótum, til að venjast því að keppa og læra inn á það hvernig lík- aminn og hugurinn bregst við þegar maður reynir aðeins meira á sig en venjulega.“ Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Ég hef alltaf eitthvaðhreyft mig og spriklað enþað var fyrst í fyrra semég fór að hugsa um hvað það gæti verið gaman að hlaupa Laugaveginn, milli Landmannalauga og Þórsmerkur,“ segir Anna Lára Steingrímsdóttir lyfjafræðingur sem beið ekki boðanna heldur byrjaði að hlaupa reglulega í haust til að ná þessu takmarki. „Um áramótin benti vinkona mín mér á hlaupahóp hjá Ármanni sem Daníel Smári Guðmundsson leiðir. Ég ræddi við Daníel og byrjaði að æfa með hópnum og sé ekki eftir því. Hann hefur yfir 30 ára reynslu og er mikill hlaupari sjálfur, svo hann hefur mörgu að miðla. Það skiptir t.d. miklu máli að manni líði vel, hvílist vel og hreyfi sig vel og geri æfingarnar rétt.“ Árangurinn lætur heldur ekki á sér standa. „Það er frábært að æfa í svona hóp og ég hef bætt mig tölu- vert eftir að ég skráði mig í hann. Núna sé ég alveg fram á að Lauga- vegurinn sé raunhæft markmið fyrir mig og ég er jafnvel að gæla við ein- hverja ákveðna tíma. Svo breytast markmiðin eftir því sem maður kemst áfram sem gerir þetta svo miklu skemmtilegra og lifandi – það er svo gaman að takast á við sjálfan sig í þessu. Vissulega er þetta krefj- andi og því er mikil hvatning í því að vera í svona hóp; þar fær mað- ur samanburð og alls kyns æf- ingar þannig að maður veit betur hvað maður er að gera.“ Sjálf vinnur Anna Lára mikið út frá púls á æfingunum og líkt og aðrir í hópnum leggur hún áherslu á að fylgjast vel með því sem hún gerir með því að halda góða skrá um æfing- arnar sínar. „Við notum öll ákveðna skráningarsíðu sem er að finna á netinu, www.hlaup.com. Þar geta allir skráð sig og hægt er að sjá hvernig maður er að bæta sig og fylgjast með því hvort maður sé að ná einhverjum áfanga. Það er nauðsynlegt að hafa slík viðmið.“ Gott aðhald í hópnum Hópurinn hittist þrisvar, fjórum sinnum í viku. „Þarna er fólk á mínu reki sem deilir reynslu og ráðum; um búnað, um það að ofreyna sig ekki í æfingunum, uppbyggingu æfinganna og svo framvegis. Menn eru misjafn- lega langt komnir – sumir eru búnir að vera lengi í svona langhlaupum á meðan aðrir eru að koma nýir inn. Breiddin er því mikil en það gengur mjög vel upp – fólk hleypur bara á sínum hraða.“ Anna Lára lét ekki nægja að skrá sig í hópinn heldur dreif sig einnig á hlaupanámskeið hjá Daníel Smára. „Þar var farið yfir uppbygginguna, hvað maður á að gera og hverju maður þarf að passa sig á, útbúnað og fleira, sem var mjög gott veganesti.“ En hvað er það sem heillar við hlaupin? „Manni líður bara svo vel og finnur vel fyrir brennslunni,“ svarar Anna. „Um leið og maður fer að hreyfa sig verður maður ánægðari með sig, sefur betur og finnur líkam- ann styrkjast. Svo leiðir þetta til þess að maður fer að hugsa meira um hvað maður setur ofan í sig og borða hollari mat.“ Fyrir utan hlaupin er nóg að gera hjá Önnu Láru í daglegu lífi; á heimilinu eru fjögur börn og hún stundar fulla vinnu og því í mörg horn að líta. Hlaupin hjálpa þó upp á að halda streitustuðlinum viðráðanlegum. „Ég finn einfald- Kempa Anna Lára Steingrímsdóttir stefnir að því að hlaupa Laugaveginn í sumar. „Ég er jafnvel að gæla við einhverja ákveðna tíma,“ segir hún um árangurinn af æfingunum. Morgunblaðið/Golli Hópurinn „Það er frábært að æfa í svona hóp og ég hef bætt mig töluvert eftir að ég skráði mig í hann,“ segir Anna Lára um hlaupahópinn sinn sem Daníel Smári Guðmundsson hjá Ármanni leiðir. Anna Lára Steingrímsdóttir fékk þá flugu í höfuðið að hlaupa Laugaveginn í sumar og æfir nú stíft með hlaupahópnum sínum til að ná því takmarki. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2011 Skannaðu kóðann og náðu í gott hlaupaforrit Hleypur þú mikið? Skannaðu hérna til að sækja 8 B arcode Scanner Hlaupaforrit Gaman að takast á við sjálfa sig Meðal þess sem langhlauparar þurfa að huga að á æfingum og í keppnum eru næringarefni, en sem lyfjafræðingur þekkir Anna Lára ágætlega til þeirra mála. „Það er mikilvægt að nota bæti- efni, orkudrykki og slíkt í hófi,“ undirstrikar hún. „Hins vegar geta þau stundum verið ágæt því þegar verið er að hlaupa tugi kílómetra í einu er hætta á að aukinn sviti og brennsla auki þörfina fyrir slíkt. Til dæmis er algengt að vöðvarnir verði stirð- ir á miklum langhlaupum. Þá getur hjálpað að drekka svolítið magnesíumte því skortur á magnesíum getur m.a. leitt til þreytu í vöðvum. Þegar fólk hleypur í meira en einn og hálf- an til tvo tíma er ákveðin hætta á að það missi viss sölt úr lík- amanum. Sjálf tek ég gjarnan með mér ísótónískan drykk við slíkar aðstæður en annars reyni ég einfaldlega að passa vel upp á hvað ég borða, því þannig fær maður góð næringarefni beint úr fæðunni.“ Hún leggur áherslu á að fólk hlusti á líkama sinn. „Það er krefjandi að byggja hann upp fyrir langhlaup og það er auð- velt að keyra sig um of. Ég held að það séu algeng byrjendamis- tök svo maður þarf að passa vel upp á hvíldina líka.“ Magnesíum við þreytu NÆRINGAREFNI MIKILVÆG Það mætti halda að tískusýning Karls Lagerfelds á haust- og vetrar- tískunni 2011 hefði verið haldin á Ís- landi. Svo var þó alls ekki en hún fór fram í Grand Palais á tískusýning- unni í París nú fyrir skömmu. Eldur og brennisteinn var inn- blástur hönnuðarins að umgjörðinni og þótti hún hæfa afar vel tískunni sem var til sýnis. Nýjasta línan frá Lagerfeld er töffaraleg og dálítið hörð. Svartir og dökkir litir eru áberandi þó sjá mætti ljósari liti í bland. Alls sóttu 2400 gestir sýn- inguna í hinum tilbúna eldgíg og var gerður góður rómur að því nýj- asta úr smiðju meistara Lagerfelds. maria@mbl.is Töff Dökkir litir voru áberandi.Dress Litir og efni njóta sín vel. Spari Kjóll úr grófu efni. Reuters Hönnuður Karl Lagerfeld sjálfur. Eldur og brenni- steinn Tískuvikan í París Skannaðu hérna til að sækja 27 B arcode Scanner Myndband Tískuvikan í NY

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.