Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2011 ER ÞITT FYRIRTÆKI MEÐ SAMNING? SAGA CLASS Úrvalsþægindi, gott rými og fyrsta flokks þjónusta. Fyrirtæki sem eru með samning við Icelandair njóta þess í hagkvæmari rekstri, betri tímanýtingu og ánægðara starfsfólki. Hlunnindi sem fyrirtækjasamningur veitir: • Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju fyrirtæki. • Neyðarnúmer sem er opið allan sólarhringinn – alla daga ársins. • Afsláttur sem býðst af fargjöldum til áfangastaða Icelandair. • Nákvæmt viðskiptayfirlit á vefnum. + Allar nánari upplýsingar á www.icelandair.is/fyrirtaeki eða sendið fyrirspurnir á fyrirtaeki@icelandair.is ÍS L E N S K A S IA .I S IC E 53 91 9 0 3 /2 01 1 FRÉTTASKÝRING Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Bankastjóralaun hafa verið milli tannanna á fólki að undanförnu, sérstaklega í ljósi frétta af meintum ofurlaunum bankastjóra Arion banka sem var sagður hafa fengið um 4,3 milljónir króna í laun á mán- uði í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Arion banka er sú tala byggð á misskilningi og skýrist af ein- greiðslu sem samið var um við Höskuld Ólafsson, bankastjóra bankans, þegar hann lét af störfum sem forstjóri Valitors síðastliðið sumar en hann hóf störf hjá Arion 1. júní í fyrra. Samkvæmt upplýs- ingum frá Arion banka fær Hös- kuldur Ólafsson um 2,9 milljónir króna í mánaðartekjur. Birna Ein- arsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, fær um 2,6 milljónir króna á mán- uði fyrir sín störf, samkvæmt upp- lýsingum frá bankanum. Málefni bankanna voru rædd á fundi viðskiptanefndar Alþingis í gær. Þar kom fram að kostnaður við bankana hefði aukist milli ára. Bankarnir væru hins vegar einka- bankar svo stjórnmálamenn hefðu takmörkuð bein áhrif á stjórn þeirra. „Aukinn kostnaður er ekki í sam- ræmi við það sem menn lögðu upp með,“ segir Guðlaugur Þór Þórð- arson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd. Hann segir að um- fang bankakerfisins sé að minnka en aukinn kostnaður sé áhyggju- efni. „Miðað við það lagaumhverfi sem við búum við nú kemur rekstur bankanna öllum skattgreiðendum við,“ segir Guðlaugur Þór og vísar þar til reglna um innstæðutrygg- ingar bankanna. Fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórn Arion banka greiddi atkvæði með launahækkun bankastjóra bankans en fulltrúi Bankasýslunnar í stjórn Íslandsbanka sat hjá við at- kvæðagreiðslu um launahækkun bankastjóra Íslandsbanka. Það var mat stjórnarmanns Bankasýslunnar í Arion banka að launakjör banka- stjórans væru í samræmi við eig- endastefnu og þau væru sambæri- leg launum bankastjóra Íslands- banka. Stjórnvöld hafa sagt að launakjör bankastjóra viðskipta- bankanna ættu að vera samkeppn- ishæf en ekki leiðandi. Við ákvörðun launa er meðal annars horft til samkeppnissjónarmiða svo sem launa forstjóra stærstu fyrirtækja landsins. Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins, segir að Bankasýslan hafi ekki rætt sérstaklega um launa- kjör æðstu stjórnenda bank- anna að öðru leyti en að þau skuli vera samkeppnishæf en ekki leiðandi. Ástæðan sé sú að bankasýslan hafi lítil sem engin áhrif á launakjörin. Hún gerir þó ráð fyrir því að launamálin verði rædd á stjórnarfundi bankasýslunn- ar næsta fimmtudag. „Bankasýsla ríkisins fer bara með atkvæðavægi í einum banka sem nægir til þess að stjórnarmenn á hennar vegum hafi ákvörðunar- vald um hæð launa og það er í Landsbankanum. Þar hefur stjórn- in þó engin raunveruleg áhrif því kjararáð ákveður launakjör starfs- manna bankans,“ segir Elín. Í raun og veru hafi Bankasýslan ekki bein áhrif á launakjör í neinum banka. Venjulega er sá háttur hafður á að starfsmenn eignarhaldsfélaga sitja í stjórnum fyrirtækja sem fé- lögin eiga hlut í. Bankasýsla rík- isins skipar hins vegar utanaðkom- andi aðila til setu í stjórnum fjármálafyrirtækja. Elín segir það helgast af því að Bankasýslan hafi eignarhlut í fleiri en einu fjármála- fyrirtæki og verði því að halda ákveðinni fjarlægð frá ákvörðunum um stjórn fyrirtækjanna. „Lögð er áhersla á eigendastefnu ríkisins við þá stjórnarmenn sem við skipum. Þeim ber þó að fylgja eigin sann- færingu við ákvarðanir um stjórn bankanna í samræmi við eigenda- stefnuna. Eftir bestu getu og eftir sínu eigin mati.“ Aukinn kostnaður áhyggjuefni  Skiptar skoðanir eru um laun æðstu stjórnenda bankanna  Bankasýslan hefur lítil sem engin áhrif á launakjör bankastarfsmanna  Kostnaður við bankana hefur aukist en umfang þeirra minnkað Morgunblaðið/Ómar Laun Bankastjóri Arion banka fær um 2,9 milljónir í laun á mánuði fyrir störf sín. Bankasýsla ríkisins skipar einn stjórnarmann í stjórn Arion banka og annan í stjórn Íslandsbanka, þeir hafa þó takmörkuð völd. Bankastjóralaun » Umfang bankakerfisins hef- ur minnkað en kostnaður auk- ist. » Viðskiptanefnd Alþingis ræddi launakjör bankastjóra í gær. » Bankastjóri Arion banka er með 2,9 milljónir í mánaðar- laun en bankastjóri Íslands- banka 2,6 milljónir. » Bankasýsla ríkisins hefur lít- il áhrif á kjör bankastjóra. Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis, segir kostnaðar- aukningu bankanna umhugsunarverða. Hún segir aukninguna meðal annars skýrast af launaskriði sem sé mjög óheppilegt þar sem verið sé að reyna að minnka umfang bankakerfisins. Varðandi launin hefur Lilja nefnt 60-70% hátekjuskatt á þá hæst launuðu. „Bandaríkjamenn lögðu mjög háan tekjuskatt á skatt- greiðendur eftir síðari heimsstyrjöldina til að greiða upp kostnað við stríðið. Sá hátekjuskattur fór upp í 94%,“ segir Lilja. „Því má segja að ríkissjóður þurfi auknar skatttekjur til að fjármagna „stríðskostnað“ síðustu ára en ég lít á slíkan skatt sem tímabundið úrræði.“ Þeir sem hafa breiðustu bökin þurfi að bera þyngstu byrðarnar að mati Lilju. „Há laun þýði þá auknar skatttekjur fyrir ríkissjóð, sem gæti bara verið góður kostur.“ „Stríðskostnaður“ FORMAÐUR VIÐSKIPTANEFNDAR VILL 60-70% HÁTEKJUSKATT Lilja Mósesdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.