Morgunblaðið - 09.03.2011, Side 55

Morgunblaðið - 09.03.2011, Side 55
Teiknimyndin Rango erbýsna merkileg og heldurólík þeim sem maður á aðvenjast, þegar kemur að teiknimyndum sem eiga að höfða til allrar fjölskyldunnar, stórskemmti- legur hrærigrautur barna- og full- orðinsmyndar, gegnsýrður af kvik- myndavísunum. Myndin er undir sterkum áhrifum af vestrum með sínum sígildu hádegiseinvígum, enda birtist andi vestursins sögu- hetjunni í líki Clints Eastwoods í einu atriði myndarinnar og stappar í hana stálinu með spámannslegum heilræðum. Þá fylgir sagan að miklu leyti söguþræði kvikmyndar Romans Polanskis, Chinatown, auk þess sem sjá má vísanir í Stjörnu- stríð og Fear and Loathing in Las Vegas. Í þeirri síðastnefndu fór Jo- hnny Depp með aðalhlutverkið, hlutverk blaðamanns sem er undir áhrifum ofskynjunarlyfja og áfeng- is á ferð sinni um Bandaríkin. Depp leikur kamelljónið Rango í enskumælandi útgáfu teiknimynd- arinnar og á köflum mætti halda að kamelljónið væri á ofskynjunar- lyfjum, að myndin sé öll eitt sýru- tripp í höfði þess. Hvort leikstjóri myndarinnar og handritshöfundur höfðu það í huga skal ósagt látið en gaman engu að síður að velta því fyrir sér. Rango segir af því er kamelljón í búri kastast út um afturglugga bif- reiðar eiganda síns og öðlast með því frelsi. Kamelljónið hittir fyrir djúpviturt beltisdýr sem ráðleggur því að halda út í Mojave-eyðimörk- ina og elta skugga sinn. Kamel- ljónið gerir það, hittir kveneðlu og fylgir henni að bænum Saur. Þar búa alls konar eyðimerkurkvikindi og tíminn virðist hafa staðið í stað allt frá tímum villta vestursins. Kamelljónið lýgur því að bæjar- búum að hann heiti Rango og sé stórhættulegur byssubrandur, hafi grandað sjö óþokkum með einni byssukúlu. Bærinn er í miklum vanda staddur því vatnsbirgðirnar hafa klárast og stefnir allt í að bæj- arbúar deyi úr þorsta. Bæjarstjór- inn, heldur skuggalegur náungi og ekki allur þar sem hann er séður, gerir Rango að skerfara og kamel- ljónið fær það verkefni að halda uppi lögum og reglum. Þegar vara- vatnsbirgðum bæjarins er stolið úr vatnsbankanum heldur Rango með hópi skotglaðra bæjarbúa í mikla glæfraför, ætlunin er að hafa uppi á þjófunum. Rango kemst fljótlega að því að að valdamikil kvikindi bera ábyrgð á vatnsskortinum. Rango er með eindæmum vel gerð teiknimynd, nostrað við smá- atriði í hverjum ramma. Litadýrðin er mikil og hugmyndaflugi teiknar- anna engin takmörk sett þegar kemur að hinum kostulegu og held- ur óhrjálegu Saurbæingum. Þá er myndin óvenjuvel hugsuð hvað varðar sjónarhorn og hraða fram- vindu (varla hægt að tala um klipp- ingar í teiknimynd, eða hvað?) og má þar nefna sérstaklega atriði þar sem haukur reynir að klófesta Rango í æsilegum eltingarleik. Hér er sígildu vestra-minni fylgt, þ.e. ókunnugur maður (kamelljón) kem- ur í bæinn, tekst á við aðalóþokk- ann og stendur að lokum uppi sem hetja. Það er hins vegar ástæða til að benda á að myndin gæti reynst fullóhugnanleg á köflum allra yngstu áhorfendum, fimm ára og yngri eða þar um bil, og sagan of flókin þegar líða tekur á myndina. Fullorðnir áhorfendur geta hlegið að öllum kvikmyndatilvísununum og bröndurum sem augljóslega eru ætlaðir þeim frekar en börnunum. Hér eru engin Disney-krúttlegheit á ferðinni, svo mikið er víst. Að lokum má geta þess að myndin er virkilega vel talsett af fjölda ís- lenskra leikara með Góa fremstan í flokki. Rango er afbragðs skemmtun og veisla fyrir þá sem kunna að meta metnaðarfullar teiknimyndir. Sýrutripp með kamelljóni Sambíóin, Smárabíó, Háskóla- bíó, Borgarbíó og Laugarásbíó Rango bbbbn Leikstjóri: Gore Verbinski. Aðalhlutverk í íslenskri talsetningu: Guðjón Davíð Karlsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Magnús Ólafsson og Jóhann Sigurðarson. 107 mín. Bandaríkin, 2011. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Hættuför Rango og gengi hans, grátt fyrir járnum, í leit að vatnsþjófunum. Rango kemur bænum Saur til bjargar í kostulegri teiknimynd leikstjórans Gore Verbinski, sem á m.a. að baki Pirates of the Caribbean-kvikmyndirnar. Undirritaður stakk geisla-disknum M ögn hikandi ígeislaspilarann í bílnumfyrir helgi. Hvaða ósköp skyldu koma úr hátölurunum? Ástæðan fyrir hikinu var mynd- skreytingin á disknum, lík í fjölda- gröfum gerð að samhverfu mynstri. Það mátti búast við einhverju ógn- vekjandi og sú varð raunin. Tónlistin þó býsna heillandi, myrk og minnir á hryllingsmyndatónlist. Alfred Hitchcock hefði orðið hrifinn. Rýnir átti von á því að Freddy Kruger kæmi óvænt inn í bílinn og risti hann á hol, slík voru áhrifin. Hamast á strengjum sellós- ins líkt og rista eigi í sundur, píanóið hamrað ákaft en inn á milli rólegheit og tregafull stemning. Malneiro- phrenia mun vera hugtak úr sál- fræði yfir það millibilsástand þegar maður er nývaknaður af martröð og greinir ekki mun á veruleika og draumi. Hljómborðsleikari Mal- neirophreniu, Gunnar Eggertsson, lýsti tónlistinni svo í viðtali við Morgunblaðið: „Óskilgreinanleg og föst á milli tveggja heima, martraðar og vöku, þungarokks og klassíkur.“ Varla hægt að lýsa því betur. Dálítið þreytandi til lengdar, hins vegar. Myrkir músíkdagar Geisladiskur Malneirophrenia - M bbbnn HELGI SNÆR SIGURÐSSON TÓNLIST Martröð Tríóið Malneirophrenia er milli tveggja heima og dregur upp myrkar myndir á breiðskífu sinni M sem tekin var upp í heimahúsi 2008. MENNING 55 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2011 RANGO ENSKT TAL Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:10 RANGO ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 5:50 OKKAR EIGIN OSLÓ Sýnd kl. 6, 8 og 10 THE MECHANIC Sýnd kl. 8 og 10 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar - T.V. - KVIKMYNDIR.IS HHHH - ROGER EBERT HHHH - H.S. - MBL HHHH - Þ.Þ. - FT -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum OKKAR EIGIN OSLÓ KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15 L OKKAR EIGIN OSLÓ LÚXUS KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15 L ROOMMATE KL. 5.50 - 8 - 10.10 14 RANGO MEÐ ÍSLENSKU TALI KL. 3.30 - 5.45 L RANGO MEÐ ENSKU TALI KL. 8 - 10.10 L THE MECHANIC KL. 10.30 16 HOW DO YOU KNOW KL. 3.30 L BIG MOMMA´S HOUSE KL. 3.30 L JUST GO WITH IT KL. 5.30 - 8 L SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5% 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS RANGO MEÐ ÍSLENSKU TALI KL. 6 L RANGO MEÐ ENSKU TALI KL. 8 - 10 L OKKAR EIGIN OSLÓ KL. 6 - 8 - 10 L OKKAR EIGIN OSLÓ KL. 5.45 - 8 - 10.10 L ROOMMATE KL. 8 - 10 14 RANGO MEÐ ÍSLENSKU TALI KL. 5.40 L HOW DO YOU KNOW KL. 8 - 10.35 L BIG MOMMA´S HOUSE KL. 5.30 L 127 HOURS KL. 10.30 12 BLACK SWAN KL. 5.30 - 8 16 GLERAUGU SELD SÉR -H.H., MBL-A.E.T., MBL SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI -H.S., MBL -Þ.Þ., FT Farðu inn á m.imdb.com og sjáðu umfjöllun um myndina. Skannaðu kóðann og þú gætir unnið miða á Battle: Los Angeles. Þú gætir unnið! Skannaðu hérna til að sækja 28 B arcode Scanner Skannaðu!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.