Birtingur - 01.06.1962, Qupperneq 4

Birtingur - 01.06.1962, Qupperneq 4
En myndlistin var ekki aðeins bundin átrúnaði manna og trúarathöfnum, heldur hefur sá þáttur hennar verið öllu meiri, sem vissi að skreyting- um híbýla. Af því sem helzt má ráða, hefur hér einkum verið um að ræða sagnamyndir af afrek- um manna og guða, og hafa hinar fyrstu sögur ís- lendinga þannig verið skráðar á veggþiljur skál- anna en ekki bókfell. Elzta heimildin sem til þessa bendir er í Laxdælasögu, en þar segir frá veizlu- eða eldaskála Ólafs páa Höslkuldssonar í Hjarðarholti. „Voru þar markaðar ágætlegar sög- ur á þilviðinum og svo á ræfrinu," segir sagan. „Var það svo vel smíðað, að þá þótti miklu skrautlegra, er eigi voru tjöldin uppi.“ Sennilega hefur hér ekki verið um málverk að ræða nema að hálfu leyti, heldur ristar myndir og litaðar, enda bendir orðið „skrautlegt" til þess að svo hafi verið. Um myndir þessar orti Úlfur Uggason drápu þá sem nefnd var Húsdrápa og enn er til í brotum. Af henni má ráða, að myndirnar hafi verið goðsögulegs efnis og meðal annars sýnt dauða og bálför Baldurs, bardaga Þórs við Mið- garðsorm og streitu Heimdallar og Loka um Brís- ingamen. Kvæðið styrkir heimildina mjög, svo að örugga má kalla. Ólafur pái mun hafa byggt í Hjarðarholti nálægt 975 og stenzt efni mynd- anna því vel á við tímann, þ. e. síðasta skeið heiðninnar hér á landi. Aðrar myndir í skálum hafa sýnt afrek hús- bændanna sjálfra, svo sem segir um Þorkel hák í Njálu. Hann hafði farið í' austurveg, barizt þar við finngálkn og flugdreka, en slðan hélt hann út til íslands „og lét gera þrekvirki þessi yfir lok- hvílu sinni og á stóli fyrir hásæti sínu". Enda þótt heimildir þessar séu skemmtilegar, væru þær okkur harla lítils virði, ef þær tengdust ekki varðveittum leifum þessarar merku híbýla- og listmenntar sögualdar. En svo vel — og furðu- lega — vill til, að okkur hafa geymzt brot af myndskreyttum þiljum úr þremur fornaldarskál- um, frá Möðrufelli í Eyjafirði, Flatatungu og Bjarnastaðarhlíð í Skagafirði. Ennfremur er full ástæða til þess að ætla, að útskorna hurðin frá Valþjófsstað eystra sé síðasta leifðin úr miklum og skrautlegum skála, sem þar stóð allt fram á 18. öld. Hún er þó miklu yngri en hinir gripirnir. í hinu merka doktorsriti sínu, Dómsdagurinn í Flatatungu, hefur Selma Jónsdóttir listfræðingur fært viðhlítandi sönnur á það, að fjalirnar frá Bjarnastaðarhlíð, sem áður voru í Flatatungu, hafi verið hlutar af mikilli dómsdagsmynd með sterkum býzönskum einkennum. Telur hún myndina hafa verið á þiljum hins sögufræga skála þar á staðnum, sem sagnir kalla að Þórður hreða hafi byggt, og hafi hún að líkindum verið gerð á síðasta fjórðungi 11. aldar. Getur hún þess til, að hin grísk-rómversku minni hafi borizt hingað með þeim þrem ermsku biskupum sem Ari fróði segir að hafi verið hér á dögum ísleifs biskups. Þó er alls engri loku fyrir það skotið, að áhrifanna sé að leita um Svíþjóð og til Garðarík- is hins forna, þar sem slíkar býzanskar dómsdags- myndir munu enn vera til í kirkjum. Af öllu þessu er sýnt, að sterk myndlistarhefð 2 BIRTINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.