Birtingur - 01.06.1962, Side 10

Birtingur - 01.06.1962, Side 10
4. María frá Skarði. Maríumynd þessi er ein af málverkum þeim á skinn, sem víða má finna í handritum og ekki eru bókskraut, eiga jafnvel ekki neinn skyldleika við efni þeirra. I þessu tilviki hefur meira að segja verið málað ofan í ritaða blaðsíðu, og má sjá stafina í gegn. Slíkar myndir eiga ótvírætt samband við veggmálverk í kirkjum. Mynd þessi gæti t. d. verið eftir- mynd (eða frummynd) Maríumálverksins sem var í kór Skarðskirkju á Skarðsströnd, en þaðan er handritið komið. Hún er að öllu leyti róm- önsk; María er hér himnadrottningin í hásæti, með kórónu og veldissprota, og Kristur á armi hennar er fullorðinn maður í smækkaðri mynd fremur en barn. Hann lyftir tveim fingrum og blessar yfir mannkynið. Myndin er í AM 249C, fol., og mun vera frá því um 1259. Berið saman við síðari Maríumyndir, nr. 9 og 19.

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.