Birtingur - 01.06.1962, Side 20

Birtingur - 01.06.1962, Side 20
15.—17. Tvœr píslarsögumyndir frá miðbiki 14. aldar (AM 241a fol.). A hinni fyrri er sýnt þar sem Kristur er leiddur fyrir Pílatus. Ekki veit ég hvort það er að þakka umburðarlyndi teiknarans við mannlegan breyskleika eða einfaldlega glópsku hans á helg fræði, að hann setur geislabaug á Pílatus. Hvort sem heldur er, mun það vera algjört einsdæmi. I síðari myndinni er sýnd graflagning Krists. Hún einkennist af þögulli rósemd, láréttar línur og bljúgar skálínur tala þöglu máli helgrar sorgar. Til þess að sýna mismun tvenns konar aldarfars, hef ég sett mynd úr Teiknibókinni fyrir neðan, sem sýnir sama atburð, en er nærri öldinni yngri. Þar er Kristur orðinn aukaatriði; þeir sem eru að leggja hann í gröf spjalla og pata, vísast um skepnuhöld og veðurfar, — og materíalisminn er orðinn svo mikill, að Jósef frá Arimaþeu tekur ekki undir höfuð Krists, heldur grípur í gjörð geislabaugsins og lyftir því þannig! Trúarlotning 14. aldar er hér í algerri upplausn. 18. Paxspjald úr rostungstönn frá Breiðabólstaðarkirkju i Fljótshlíð. Slík paxspjöld lét prestur ganga milli kirkju- gesta og kysstu þeir á spjaldið friðarkossinn um leið og presturinn sagði Pax tecum. Þótt hinar fjórar myndir — boðunin, fæðing Krists, krossburðurinn og upprisan — sé felldar inn í rómanskan þríboga, sýnist gripur þessi mun yngri og sennilegast frá ofanverðri 14. öld. Athyglis- vert er það, að í þeim þremur myndum sem tákna fagnaðaratburði, notfærir listamaðurinn sér hábogann, þ. e. miðbogann, og lætur myndina ganga upp í hann, en í hinni einu sem tengd er píslarsögunni, krossburð- inum, myndar hann skákross í fletinum, þannig að hábogmn verður tómur. Þótt hér sé unnið í erfiðan efni- við, er myndskipun hvers flatar frábærlega af hendi leyst.

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.