Birtingur - 01.06.1962, Side 60

Birtingur - 01.06.1962, Side 60
leiðtoga og „sumardagurinn" hans Zdanoffs varð heiðrikur á ný. Gríbatsoff talar um „vandamál hinna ungu“. Hann hefur orðið „vandamál" í eintölu. í hans augum er yngra fólkið vandamál. Fyrst og fremst vegna þess að það er óþægt, óstöðugt á Hnunni. Vill skapa hetjur, sem eru lifandi en ekki and- vana. Vill fá að kynnast list í öðrum löndum. Vill mega flytja lífsnautn inn í listina í stað hinnar hugmyndafræðilegu grautargerðar eftir forskrift hinna eldri. En alt þetta er bannað. Þegar Fúrtseva í ræðu sinni fer ógnþrungnum orðum um hræðileik burgeisalistarinnar og segir hana ala „ábyrgðarleysi og spillingu", þegar hún fordæmir vestræna abstraktlist og það sem hún kallar „formlausa" tónlist, þá er hún ekki blátt áfram að lýsa afstöðu hins Æðsta til þessara fyr- irbrigða listarinnar (sem sjálfsagt eru ekki öll af himnum send) heldur er hér um að ræða orð- sendingu til æskulýðsins í landinu, að sérhverri óþægð skuli mætt með hörku. Svona ummæli eru ekki sögð beint, sovézkir blaðalesendur kunna þá kúnst að lesa á milli línanna. En samt segir hinn ágæti Kalosfn þetta beint út: „Form- alistísk stefna í list getur ekki og dirfist ekki að láta á sér bæra í Sovétríikjunum, hún er neydd til þess að klæðast skikkju hins sósíalistíska real- isma“ (Kalosín, op. cit. 177). Auðséð var, að vandamálið æskan olli Jóganson, forseta Myndlistarakademíu Sovétríkjanna, þung- um áhyggjum. Hann hefur eytt mestallri ævinni í það að festa á léreft nokkrar af grófustu sögu- lygum Stalíns sálaða (blessuð sé minning hans). Jóganson hefur því ræðu sína með því að segja: „Á sínum tíma olli persónudýrkunin sovézkri myndlist gífurlegum skaða“(I!) Og síðan: „Við, listamenn, þökkum yður, kæri Nikita Sérgéévits, fyrir þá innilegu og föðurlegu umhyggju, sem þér hafið sýnt oss, starfsmönnum menningar- mála. Ræður yðar um vandamál bókmennta og lista hafa haft ákvarðancli þýðingu fyrir frekari þróun listarinnar, fyrir styrkingu raunsæisaf- stöðu og fyrir baráttuna gegn hverskonar fram- andi hugmyndafræði, sem skýtur upp kollinum.“ Eftir að hafa mælt nokkrar setningar um hið mikla, scm gert hefur verið, um nauðsyn Jiess að koma list inn í daglegt líf og umhverfi manna, víkur hann að stóra áhyggjuefninu: „Meðal nok'kurs hluta æskulýðsins koma fram áhrif og smekkur, sem eru framandi sovétlist. Oft og tíð- um kikoa ýms verk sumra ungra listamanna und- ir byrði formalistískra og jafnvel abstraktionist- ískra áhrifa. Aukin áhrif úrkynjunar- og formlist- ar meðal nokkurs hluta æskulýðs vors er í eðli sínu útbreiðsla s'koðana, sem eru framandi sov- ézkri hugmyndafræði, heimsskynjan og heims- skoðun. Þessvegna er baráttan gegn formalisma, fyrir raunsæi í list, það er ekki aðeins barátta íyrir ákveðinni stefnu í Iist, Jrað er barátta fyrir almennri stefnu í uppeldi almúgans, og fyrst og fremst æskunnar." Ræðumaður skammar sovézk blöð og tímarit fyrir að halda að sér höndum í Jressum bardaga og segir: „Við getum ekki horft aðgerðarlausir og án harðrar andstöðu á sér- 58 BIRTINGUR

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.