Birtingur - 01.06.1962, Page 65

Birtingur - 01.06.1962, Page 65
sig uppí að gera við það. Hann hefur alltaf reynt að fela það með því að leggja hinn fótinn yfir hnéð um leið og hann setzt. í þetta sinn hefur það ekki dugað. Þeir eru fjandanum naskari þessir karlar. Sá feiti endurtékur spurninguna. Þegar hann fær ekkert svar fer hann að byrsta sig: Þér megið vita að það getur verið hættulegt fyrir yður að ganga í götóttum buxum. Sjáið Jaér bara til, fyrir nú utan að vera freklegt brot gegn öllu velsæmi, ]já getur falizt í þessu bein móðg- un við þjóðskipulagið. Allir, sem ganga illa til i’ara eru grunaðir um óleyfilega hluti, Jjér skiljið. Lubbaskapur og óhirða á almannafæri er til- valin gróðrarstía fyrir byltingarsinnuð öfl. Þess- vegna höfum við sett okkur Jsað mark að upp- ræta allan sóðaskap og lágkúruhátt fyrir næstu kosningar. Fyrsta verk okkar í þessa átt er að fjarlægja sóðana, Allir sem staðnir verða að sóða- skap og kæruleysi á almannafæri verða kallaðir fyrir og settir inn el’ þörf krefur. Síðar 'kemur röðin að heimilum og vinnustöðum. Allt verður rannsakað. Við erum tilneyddir að gera allt, sem í okkar valdi stendur lil að vernda æskulýðinn. Þér vitið að æskan er sérlcga viðkvæm og fljót að tilcinka sér ýmsa miður holla siðu. Þér verðið að skilja að við hljótum að telja skyldu okkar að vernda æskuna. Hennar er framtíðin, ekki satt? Auk Jdcss eruð þér grunaður um að vera skáld. Það er Jjjóðhættulegt nú á tímum. Þessir lista- menn eru að verða eitur í þjóðarlíkamanum. Af hverju getið þið ekki ort eitthvað fallegt, eitt- hvað hugljúft og þægilegt? Þið eigið að ríma. Sjáið þér til, við megum ekki glata okkar þjóð- legu verðmætum. Okkur er nauðsynlegt að leggja rækt við íslendingseðlið. Snorri Sturluson þóttist ekki of góður til að nota rím og Rembrant, sá var nú ekki að sletta litunum bara einhvern veginn, einsog Jjið gerið núna og kallið list. Sá feiti dæsir ánægjulega. Honum finnst sér hafa tekizt verulega vel upp. Hann kveikir sér í stór- um vindli og brosir. Brosið er flírulegt og and- litið leggst allt í fellingar. Þeir horfast í augu. Svo rýfur geslurinn Jrögnina hikandi: Mér dettur í hug með Jjessa, sem eru illa til fara, hvort ekki væri heppilegra að gefa Jaeim bara ný föt. Ekki hefur hann fyrr lokið setningunni en hann dauð- sér eftir að hafa látið þetta útúr sér. Sá feiti tek- ur viðbragð svo snöggt að hann lyftist í stólnum. Ný föt, hvæsti hann. Haklið þér að við séum ein- hverjir auðkýfingar? Haldið þér að við höfum ekki annað við peningana okkar að gera en að kasta þeim í aumingja og niðurrifsmenn? Hann hendir frá sér doðrantinum og hringir lítilli bjöllu. Dyrnar opnast og inn koma tveir brún- klæddir menn. Niður, hvæsir sá feiti, í pynding- arstöðina strax. Þeir ganga niður mjóan stiga og koma niður í víðáttumikinn sal, mjög lágan undir loft. Rétt þeir gela staðið uppréttir. í þess- um sal er ekkert húsgagn, en lítið barn, á að gizka Jniggja ára gamalt hleypur á móti þeim. Mamma, kallar barnið, mamma ég þarf að pissa. Það nemur staðar og horfir á þá stórum augum. Þeir brúnklæddu láta sem þeir viti ekki af J)ví. Annar þeirra opnar dyr til vinstri. Gjörið þér BIRTINGUR 63

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.