Ritmennt - 01.01.2001, Side 40

Ritmennt - 01.01.2001, Side 40
GUNNAR SVEINSSON RITMENNT og andaðist vestra árið 1917. Sigmundur segir um þessa dóttur sína að hún hafi verið „merk kona"27 og hnykkti vel á í dánarfregn hennar sem drepið verður á hér aftar. Sigurborg Gísladóttir var heilsutæp og andaðist 9. júlí 1870. Veturinn eftir sendi Sigmundur Birni Jónssyni, ritstjóra Norðan- fara á Akureyri, „Lát Sigurborgar sálugu" til prentunar. (14/18). Þetta hefur verið minn- ingargrein en ekki eftirmæli í ljóðum því að þá væri þau eflaust að finna í syrpu hans, Smámunum eða Kveðlingasafni. Ritstjórinn lét undir höfuð leggjast að birta þessa grein. Enginn vafi er á því að Sigurborg hefur ver- ið Sigmundi mjög hjartfólgin. Hún var ekki aðeins „konan fríð" heldur einnig „gáfuð og góð kona."28 Unnusta og barnsmóðir Eftir þetta óvenjulega ævintýri var Sig- mundur áfram hjá húsbændum sínum fram til vorsins 1865, og samkomulag virtist ríkja milli heimilisföður og vinnumanns í Gilsárteigshjáleigu eins og ekkert hefði í skorist. Þaðan fór hann í ársvist að næsta bæ, Brennistöðum, til ekkjumannsins Árna Magnússonar sem þar bjó með tvítugri dótt- ur, Vilborgu að nafni. Hennar getur Sig- mundur fyrst í dagbók sinni 26. júní 1863: „Var Borga á Brennist(öðum) hér, fór í dag." (6/51). Seinna um sumarið var Vilborg þrjá daga í Hjáleigu (6/63) og daginn sem hún fór, 6. ágúst, byrjaði hann að skammstafa í dagbók sinni: „Borga fór, j(eg) t(alaði) v(ið) h(ana) um þ(að) s(em) e(nginn) m(á) v(ita)." Þarna var kviknuð eina heita alvöruástin í lífi Sigmundar. Þau hittust hvenær sem tækifæri gafst fram til vorsins 1865 þegar Sigmundur fluttist að Brennistöðum og höfðu þau þá bundist heitorði. Hann ritar í dagbók sína 7. júlí 1864: ,,B(orga) m(ín) k(om)." (7/59). Daginn áður hafði fæðst í Gilsárteigshjáleigu fyrrnefnt stúlkubarn, Jakobína, ungi Sigmundar í hreiðri hjóna. Hvort sem gengið hefur lcvis milli bæja um faðerni barnsins eða ekki hefur Sigmundur játað fyrir Vilborgu og henni þótt miður. Hann orti 20 iðrunarvísur til hennar um yf- irsjón sína og eru 3. og 4. vísa á þessa leið: Eðlið villt og veröld leiða vélað hafa mig; gekk eg lasta götu breiða, gleymdi dygða stig. Hafði yndi af illverknaði, óláns fjötra bar,- óguölegt í alla staði athæfið þá var.29 Árið sem Sigmundur dvaldist hjá unnustu sinni á Brennistöðum var hann oft lasinn og hefur líklega slegið slölcu við búskaparstörf- in. Ekki bætti það úr skák að Vilborg fór að þykkna undir belti þegar leið fram á vorið. Árni Magnússon var gildur bóndi og sá sem var að Sigmundur var staðfestulítill og langt frá því að vera vænlegt búmannsefni og gerðist andsnúinn því að fá hann sem tengdason.30 27 Að vestan II. Akureyri 1955. Þjóðsögur og sagnir II. Sagnaþættir Sigmundar M. Long. Árni lijarnarson sá um útgáfuna, bls. 68. 28 Heimskringla, 25. október 1917, í dánarfregn Jak- obínu Sigfúsdóttur eftir Sigmund. 29 Smámunir eða Kveðlingasafn [...] I. Lbs 2185 8vo, bls. 155. 30 Munnleg heimild í september 1997: Jón Þórarins- son tónskáld, dóttursonur Vilborgar Árnadóttur. 36
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ritmennt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.