Ritmennt - 01.01.2001, Síða 80

Ritmennt - 01.01.2001, Síða 80
JÓN ÞÓRARINSSON RITMENNT Kvöldsöngur á laugardegi fyrir páska hefst með Antiphona ad psalmos sem sungin hefur verið á undan og eftir versi úr sálm- um Davíðs, þótt ekki sé versið tilgreint. Textinn er aðeins fimm- falt Alleluia. A eftir fylgir responsoiium með texta úr Markúsar- guðspjalli 16.1-2, þar sem segir frá því að þær Maríur tvær komu að gröf Jesú með ilmsmyrsl sín mjög árla hinn fyrsta dag vikunn- ar. Við þetta er hnýtt dýrðarsöng hinum minni: Gloria patrí et filio et spiritui sancto. Síðan er sunginn viðeigandi Hymnus og þar á eftir Antiphona ad Magnificat, textinn frásögn Mattheus- arguðspjalls 28.1 af fyrrgreindu atviki. Kvöldsöngnum lýkur svo, eins og öllum kvöldsöngvum í þessari bók, með því að sungið er Magnificat, lofsöngur Maríu (Lúkasarguðspjall 1.46-55), og er það í fullu samræmi við kaþólska hefð. Antifónan er breytileg eftir tíðum kirkjuársins, Magnificat hins vegar alltaf hið sama. í kaþólskum söng eru fyrr greindu textarnir lesnir en ekki sungn- ir og eru þá lengri en hér (Mattheus 28.1-7 og Markús 16.1-7). Morgunsöngur á páskadag er að forminu til í tvennu lagi: Matutinum og Laudes. Fyrri hlutinn hefst með bæn, en á eftir fer antifóna og responsorium með líku sniði og í kvöldsöngnum og endar eins og þar á Gloria Patri. Síðari hlutinn hefst einnig með antifónu, síðan er sunginn annar páskahymni og loks anti- fóna og Benedictus [Domine Deus], sem er lofsöngur Sakaría (Lúkas 1.68-79). Um Benedictus gildir sama hefð í lok morgun- söngs og um Magnificat í lcvöldsöngnum. Kvöldsöngurinn á páskadag er með sama sniði og kvöldið áður og efnið að verulegu leyti hið sama. Þó er sunginn annar hymni og ný antifóna á undan Magnificat. Annar og þriðji dagur páska hafa einnig verið haldnir heilagir. Söngur á þeim dögum hefur að mestu verið hinn sami og páska- dag sjálfan, en í nýjum antifónum á undan Benedictus að morgni og Magnificat að kvöldi er fram haldið frásögn af upprisunni. Á venjulegum sunnudögum er söngur í höfuðdráttum með líkum hætti og hér var frá greint en þó ívið íburðarminni, færri hymnar sungnir og einatt er kvöldsöngur á helgidegi aðeins end- urtekning þess sem sungið var kvöldið fyrir. Stundum er þó ný antifóna með Magnificat í síðari kvöldsöng þótt annað sé endur- tekið. Allur hefur þessi lúterski söngur yfirbragð kaþólska tíðasöngs- ins, en er til muna styttri og einfaldari, og að sjálfsögðu er hér 76
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Ritmennt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.