Ritmennt - 01.01.2001, Page 133

Ritmennt - 01.01.2001, Page 133
RITMENNT UPPLÝSINGIN fjallar Jón Sigurðsson um framfarir á ýms- um stöðum í riturn sínum. Að hans mati voru framfarir keppikefli og viðmiðun, þeg- ar rætt var um þjóðfélagsþróun. f Greinilegar hliðstæður eru í urnræðu um framfarir á upplýsingaröld annars vegar og á síðustu áratugum 19. aldar og öndverðri 20. öld hins vegar. Á síðara tímabilinu settu viðhorf af þessu tagi mikinn svip á umræðu um landsmál. Þess gætti lítt, að íslenzkir höfundar andæfðu í riti þeirri trú á framfar- ir, sem útbreidd var meðal Islendinga, sér- stalclega meðal íslenzkra menntamanna, líkt og gerðist meðal ýmissa annarra þjóða, þrátt fyrir ýmis áföll, sem þjóðin varð fyrir, svo sem harðindin á níunda áratug aldarinn- ar. Vafalaust hefur allt framfaratal verið fjar- lægt þeim, sem hörðust í bökkum, - þ.á m. fólki, sem fann sig knúið til að flytja af landi brott í von um betri afkomu handan hafsins. En athyglisvert er, hve mikið al- þýðufólk skrifaði um framfarir og leiðir til að stuðla að framförum í hinum handskrif- uðu hlöðum, sem gefin voru út í miklum rnæli á síðustu áratugum 19. aldar og önd- verðri 20. öld, einkum til sveita, auk þess sem framfaratrú birtist í skrifum alþýðu- fólks í prentuðum hlöðum. Bendir það ótví- rætt til þess, að framfaraumræðan hafi eng- an veginn verið bundin við menntamenn og tiltölulega þröngan hóp annarra, sveita- manna og þéttbýlisbúa, sem bezt voru staddir efnalega í þjóðfélaginu. Þegar hand- skrifuðum blöðum var hleypt af stokkun- um, var þess stundum getið, að útgáfu þeirra væri ætlað að stuðla að framförum. Mörg dæmi eru um það á síðustu áratug- um 19. aldar og öndverðri 20. öld, að mæli- kvarði framfara sé lagður á gang sögunnar með svipuðum hætti og gerðist meðal ís- lenzkra sagnaritara á upplýsingaröld, og skulu hér nokkur nefnd. Viðhorf af þessu tagi koma glöggt fram á mörgum stöðum í hinum rækilegu yfirlits- ritgerðum um atburði liðins árs erlendis í Skírni, sem birtust reglulega frá upphafi út- gáfu tímaritsins til 1904. Þannig er hugleið- ing um fiamfarir fléttuð inn í yfirlitsritgerð Eiríks Jónssonar í Slurni 1883. Hann nefnir þar „framfarir í atbúnaði til hæginda og hollustu, uppgötvanir í verltnaði og iðnum, í hermennt og herbúnaði og fleira þesshátt- ar". En minni munur sé á „fyrri tímum og seinni" varðandi „siðferðislegar framfarir mannanna".40 I hinum vinsælu mannkynssögubókum Páls Melsteðs kemur víða frarn, að hann lagði mælikvarða framfara á gang sögunnar. Trú á framfarir setur sterkan svip á fyrstu eiginlegu kennslubólcina um íslandssögu, Ágrip af sögu íslands eftir Þorkcl Bjarnason, sem kom út 1880. í umfjöllun um sögu ís- lands á tímabilinu 1786-1874 beitir Þorlœll fram faramæl i kvarða, leggur mat á það, hvort framfarir hafi orðið, og tekur m.a. til meðferðar líkamlegar framfarir, sem hann nefnir svo (á þessu tímabili var liefð fyrir því að ræða annars vegar um líkamlegar fram- farir, þ.á m. í verldegum efnum, hins vegar um andlegar framfarir).41 Valtýr Guðmundsson birti grein í Eim- reiðinni 1900, sem hann nefndi Framfarir íslands á 19. öldinni. Þar kcmur glöggt fram, 40 Eiríkur Jónsson: Útlendar frjettir frá nýári 1882 til ársloka, bls. 5. 41 Þorkell Bjarnason. Ágrip af sögu Islands, bls. 101-33. 129
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.