Hugur


Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 289

Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 289
Ritdómar 287 máli. Hér er á ferðinni tilvalið lesefni fyrir áhugafólk um heimspeki og ágætur inngangur handa nemendum í þessari fræðigrein.“ Þetta er allt hið best mál, en spurningin er náttúrulega: Hvernig stendur bókin við þessi fögru fyrirheit? Og svarið er, því miður, á köflum ekki al- veg nógu vel. I fyrsta lagi eru samræðurnar mjög misgóðar sumar lifandi og fræðandi, aðrar allt að því hreinlega leiðinlegar. Þetta endurspeglar ef til vill bara minn smekk og þá staðreynd að sumir eru góðir viðmælendur, en aðrir ekki. Öllu verra er þó að Magee á það til að tala allt of mikið sjálfur og hleypir viðmæland- anum varla að nema til að jánka eða neita. Slíkar samræður þóttu mér ver- star, því ég hef meiri áhuga á því að heyra sjónarmið viðmælandans, sem iðulega hefur sérhæft sig í umræðuefn- inu. Mér finnst að Magee ætti að vera í hlutverki spyrjandans og fá viðmæland- ann til að tjá sig um efnið og halda hon- um við efnið. Einnig er oft farið á hundavaði yfir efnið og bara rétt stiklað á því allra stærsta svo samræðurnar verða ómarkvissar og lítt upplýsandi. I öðru lagi getur bókin ekki talist sjálfstætt inngangsverk að heimspeki, því oft koma fyrir heimspekileg tækni- orð án nokkurrar frekari útlistunar eða skýringar. Stundum fylgir enska orðið með í sviga og er það til bóta, en oftar stendur þýdda orðið eitt og sér. Ég hefði viljað fá nánari orðskýringu, helst neð- anmáls (eða aftanmáls). Verki eins og þessu hefði sómt að sýna sömu sæmd og lærdómsritum Hins íslenska bók- menntafélags þar sem nóg er af skýring- um neðan- eða aftanmáls og yfirleitt langur og ítarlegur inngangur eða eftir- máli. Ennfremur hefði verið fengur í ít- arlegri greinargerð um þann heimspek- ing (eða þá heimspekinga) sem til umræðu er í hvert skipti. Magee segir lauslega frá þeim í innganginum að hverri samræðu, en betur má ef duga skal. Sérstaklega sakna ég lista yfir helstu bækur og upplýsinga um það hverjar þeirra eru til í íslenskri þýðingu, oftast einmitt sem Lærdómsrit. Einnig sakna ég smá inngangskafla um hvern af viðmælendunum; ég kannast nú við flest nöfnin en nokkrar línur um hvern og einn hefðu verið vel þegnar. Þar hefði mátt segja aðeins frá þeim og ævi- starfi þeirra og tilgreina helstu bækur þeirra, sérstaklega ef eitthvað hefiir verið þýtt eftir þá á íslensku. Einnig væri vel til fúndið að minnast á hvaða rit það eru sem gera þessa viðmælendur að sérfræð- ingum á því sviði sem til umræðu er. Til dæmis er nefnt að Bernard Williams sé höfiindur einnar af þekktustu bókunum um Descartes, en ekkert meira sagt um það og á það sama við um J.P. Stern og bók hans um Nietzsche. Vel hefði til dæmis verið við hæfx í svona inngangs- kafla að nefna að Peter Singer sé einn af helstu talsmönnum dýrasiðfræði, þó að það komi umræðuefni bókarinnar kannski harla lítið við. Ennfremur hefði stuttur kafli um Magee sjálfan verið vel þeginn. A allnokkrum stöðum er vitnað í frumtexta. Ég hef skilning á því að í sjón- varpsþáttum sé ekki hægt að birta ná- kvæma vísun, en öðrum máli gegnir með heimspekirit þar sem gert er kröfii um að nákvæm vísun í frumtexta fylgi. Til dæmis er strax í fyrstu samræðunni (við Burnyeat um Platon) vitnað orðrétt í Platon (25), en þess er ekki getið hvar þessi orð er að finna. Sama á við í síðustu samræðunni (við Searle um Wittgen- stein) þar sem vitnað er á nokkrum stöð- um í Rannsóknir í heimspeki án frekari vísunar (t.d. á bls. 341 og 350). Eg skil svo sem að í alþýðlegu riti séu óþarflega margar vísanir ekki heppilegar, en hvað ef umræðan kveikir áhuga og lesandinn vill kanna máhð nánar sjálfur? Það sem fór þó hvað mest í taugarnar á mér var hvað þýðingin ber oft óþarflega sterkan keim af mæltu ensku máli og er því á köflum fjarri góðu íslensku máh. Sumar setningarnar var auðveldara að skilja með því þýða þær aftur yfir á ensku í huganum en með því að lesa íslensku þýðinguna. Stundum eru ensk orðtök
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268
Blaðsíða 269
Blaðsíða 270
Blaðsíða 271
Blaðsíða 272
Blaðsíða 273
Blaðsíða 274
Blaðsíða 275
Blaðsíða 276
Blaðsíða 277
Blaðsíða 278
Blaðsíða 279
Blaðsíða 280
Blaðsíða 281
Blaðsíða 282
Blaðsíða 283
Blaðsíða 284
Blaðsíða 285
Blaðsíða 286
Blaðsíða 287
Blaðsíða 288
Blaðsíða 289
Blaðsíða 290
Blaðsíða 291
Blaðsíða 292
Blaðsíða 293
Blaðsíða 294
Blaðsíða 295
Blaðsíða 296
Blaðsíða 297
Blaðsíða 298
Blaðsíða 299
Blaðsíða 300
Blaðsíða 301
Blaðsíða 302
Blaðsíða 303
Blaðsíða 304
Blaðsíða 305
Blaðsíða 306
Blaðsíða 307
Blaðsíða 308

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.