Fjölnir - 30.10.1997, Page 54

Fjölnir - 30.10.1997, Page 54
Gautl Sfgþórsson Söguskoðun til sölu „YHRLYSINGAR“ Yfirlýsingar eru áhrifarik að- ferð til að fá hugann til að fara eftir því sem yfirlýsing- in segirtil um. Yfirlýsingarnar eru skrifaðar á lítil spjöld. Yfirlýsingarnar eru einskonar „forrit“ sem fara af stað þegar þú þarft á þeim að halda. Til þess að Yfirlýsingaaðferðin virki verður að venja sig á að draga spjöld með yfirlýs- ingu á hverjum degi. Best er að skoða þær á morgnana og á rólegum tíma á kvöld- in. Einnig er hægt að vera með kortin á sér og skoða þau af og til yfir daginn. Dæmi um nokkrar yfirlýs- ingar sem snúa að sköpun: Ég er skapandi og hlusta á skapandi leiðsögn. 4 Ég hlusta á innri rödd skapandi hugsunar. Ég er tilbúinn að læra að skapa. Ég hef stöðugan flaum af góðum hugmyndum. Ég hef óvenjulegan hæfi- leika til að koma með skapandi úrlausnir. 4 Ákvarðanir mínar eru alltaf byggðar á skapandi hugsun. Ég hef sterkt ímyndunar- afl. 4 Ég ber virðingu fyrir sjálf- um mér. • Ég treysti tilfinningum mínum. Framhald á siðunni á móti> og innanlandsdeilum sem leiddu það af sér að íslendingar gengu Noregskonungi á hönd með Gamla sáttmála. Tóku þá niðurlægingartímar við fyrir þjóðina, sérstaklega undir nýlendustjórn Dana. Þeim lauk ekki fyrr en með þjóðlegri vakningu upplýsingarmanna, útgáfu Fjölnis og þjóðffelsisbaráttu undir forystu Jóns Sicurðssonar sem leiddi til endurreisnar Alþingis og endur- heimtar fullveldis. Þessi saga hefur margoft verið sögð, t.d. í (slenzku pjóðemi (1903) og Gullöld, íslendinga (1906) eftir Jón Jónsson Aðils og marg- útgefmni kennslubók Jónasar Jónssonar frA Hriflu, íslandssögu hatyla bömum (1915). Nútíminn á íslandi er samofinn þjóðernis- hyggjunni. Hún er ríkur þáttur í íslenskum stjórnmálum, menntastefnu og söguskoðun, hug- myndafræði sem ekki varð dregin markvisst í efa fýrr en á síðari árum. Söguskoðun er einn mildl- vægasti þáttur þjóðernishyggjunnar. Forverar okltar, allt frá tímum Jóns Sigurðssonar, hafa sagt söguna markvisst í pólitískum tilgangi. Sagan hefúr tekið á sig mörg gervi. I skrifúm Fjölnis- manna var hún hjúpuð dularblæ „þjóðarandans". Undir aldamót varð hún nokkurs konar para- dísarmissir þar sem þjóðveldistíminn var baðaður gullaldarljóma, en þjóðin missti sjálfstæðið í hendur erlendra konunga. Litið var svo á að hún gæti ekld endurheimt paradís sína fýrr en með fúllu sjálfstæði frá Dönum. Um miðja öldina setti Sicurður Nordal fram áhrifaríka endurskoðun fslandssögunnar, íslenzka menningu (1942) þar sem hann lagði fram skýringu á því hvað væri sérstakt við þjóðina og af hverju þjóðernisins skyldi gætt á umbrotatímum her- náms og heimsstyrjaldar. Sigurður leitaðist við að sýna ffam á að sérstakan menningar- arfþjóðarinnar, tungumálið og sög- una yrði að vernda og halda við fyrir ókomnar kynslóðir að njóta. Árið yyÁn þess að gera lítið úr arfleijð Dalasýslu, þá hefur hin sögulega „nœrvera“sem Ólafur leggur til að ferðamanna- iðnaðurinn byggi á einn stóran galla: Hún er ósýnileg. Það er ekki miklar sógulegar minjar að sjá, t.d. á Eiríksstóðum þar sem rœður voru haldnar í hlíðinni yfir grasi grónum þústum. Þess vegna lagði forsetinn til, ásamt jyrir- mönnum í sveitinni, að hafist yrði handa við að byggja sjónnenar „ minjar “ til að geta sýnt nœrveru sógunnar í islensku landslagi. “ 1942 höfðu íslendingar breytt bændasamfélagi í iðnaðarsamfélag á örskömmum tíma og Sigurður óttaðist að það myndi valda rofi í sögu þjóðar- innar. Tungan og menningin myndu ekld hafa tíma eða aðstæður til aðlögunar og yrði því varp- að fýrir róða. Sá ótti er jafú gamall nútímavæð- ingu íslands og er enn virkur í gildismati okkar, til dæmis aftan á mjólkurfemum þar sem mál- vernd er hampað, svo ekki sé minnst á foreldra sem brýna það fýrir börnum sínum að segja „mig langar". Hér hefúr þó orðið breyting á. Arfleifð þjóð- ernishyggjunnar hefúr á síðari tímum orðið okkur að hálfgerðu vandamáli. Við erum ekki lengur sú þjóð sem þurfti á þjóðernishyggju sjálfstæðisbaráttu og lýðveldisstofúunar að halda, en við sitjum uppi með tákn og hugmyndir sem henni tilheyra. Þegar við tölum um land, þjóð og sögu eiga þau sér allt aðra samsvörun í menning- unni en fyrir tíu eða tuttugu árum. Þessar breyt- ingar komu skýrt ffam í máli forseta íslands á ferðum hans innanlands og utan í sumar. Undir Pnkinng sól Hugmyndir Ólafs Ragnars Grímssonar um hátíðahöld vegna landafúndanna hefðu átt að vera flestum kunnugar eftir opinbera heimsókn forsetahjónanna í Dalina í lok júní á þessu ári. Meðan á heimsókninni stóð kynnti forsetinn heimamönnum hugmyndir sínar og lagði áherslu á að í byggðinni þyrfti að efla ferðamannaþjón- ustu til þess að hægt væri að selja Dalina sem áfangastað ferðamanna. í ffémim af heimsókn- inni og í þætti Rtkissjónvarpsins „Undir Dalanna sól“ mátti heyra þessar tillögur forsetans og heimamanna. Stóra verkefnið yrði að gera sveit- ina aðlaðandi fyrir ferðafólk og dl þess þyrfti beinlínis að búa áfangastaðina til. Án þess að gera lítið úr arfleifð Dalasýslu, þá hefúr hin sögulega „nærvera" sem Ólafúr leggur til að ferðamannaiðnaðurinn byggi á einn stóran galla: Hún er ósýnileg. Það er ekki miklar sögulegar minjar að sjá, t.d. á Eiríksstöðum þar sem ræður voru haldnar í hlíðinni yfir grasi grónum þústum. Þess vegna lagði forsetinn til, ásamt fyrirmönnum í sveitinni, að hafist yrði handa við að byggja sjónrænar „minjar“ til að geta sýnt nærveru sögunnar í íslensku landslagi. Með aðstoð fornleifafræðinga yrði bæjarstæðið grafið upp og þar hjá byggður bær eins og ffóðir menn telja hús Eiríks hafá verið. Ræður voru haldnar um það hversu brýnt það væri að reisa slík- an bæ eftir ffæðilegum ágiskunum, Jj 54 iölnir timarit handa islendingum hnust ‘97 1 >/ ( » t (ié'it sA

x

Fjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.