Fjölnir - 30.10.1997, Qupperneq 60

Fjölnir - 30.10.1997, Qupperneq 60
Þorvaldur Cylfason Útþrá, menning og heimþrá „ Tilforustustarfa í sljómmálum okk- ar íslendinga velj- astyfirleitt menn, sem hafa ekki aflaÖ sér menntunar eða starfsreynslu erlendis. Þannig hefur þetta yfirleitt verið allan lýð- veldistímann og raunar lengur með tiltölulega fáum og óverulegum undan- tekningum, ogþetta virðist hafa ágerzt þrátt fyrir siaukið vœgi mikilla og góðra tengsla við umheiminn á tœkniöld. “ • •• «• ■ íolnir timarit handa islendingum hnust '97 Kaupmannahöfn á sinni tíð og hafði frá upphafi svo mikil áhrif, að öll mynd- list í landinu hefiir í raun og veru tekið mið af honum æ síðan. Kjar- val hefur hins vegar aldrei náð hylli utan íslands og Danmerkur. Hann fór ekki oft utan eftir fýrsm heimkomuna, heldur festist hér heima og málaði eink- um íslenzkt landslag. Samt var hann fjöl- hæfur með afbrigðum. Hann hefði getað orðið heimsmálari. Líku máli gegnir um fræði og vísindi. Á þau er í rauninni hægt að leggja einn og aðeins einn mæli- kvarða. Árangur í vísinda- rannsóknum á okkar döginn fer svo að segja eingöngu eftir því gagni, sem þær gera á heimsvísu. Allt annað er auka- atriði. Hróður íslenzkra vís- indamanna fer að langmesm leyti eftir því, hversu verk þeirra mælast fyrir meðal annarra vísindamanna úti í heimi, á hversu virðulegum vettvangi þau birtast, hversu oft er til þeirra vísað í verkum annarra og þannig áffarn. Alþjóðleg viðhorf og viðmiðanir em eða eiga a. m. k. að vera alls ráð- andi í háskólum og rannsóknastofnunum, ein- mitt vegna þess að heimsmarkaðurinn er harðasti húsbóndinn. Góðir vísindamenn em keyptir stað úr stað úti í heimi líkt og íþróttamenn. Við eig- um nú marga afburðamenn í mörgum greinum fræða og vísinda, menn, sem birta bækur sínar hjá sumum beztu og virðulegusm forlögum heims og greinar í sumum bezm tímaritunum og gista bezm háskóla og rannsóknastofhanir á ferðum sínum um heiminn. Yngri mennirnir feta og ffamlengja slóð hinna eldri, sem vörðuðu veginn í alþjóðarannsóknum og almannafræðslu fyrr á öld- inni, manna eins og BjöRNS Sigurðssonar á Keld- um og Sigurðar Nordal. Þannig á þetta að vera. Og næstum allt þetta hefúr gerzt á einni öld, þótt arfúrinn teygi sig lengra affur í tímann. Án þessarar menningaruppsveiflu, sem ég hef lýst, væri ísland trúlega ennþá hálfgerð eyðimörk, og þeir, sem mestar töggur eru í, væru farnir eða myndu flytja burt við fyrsm hentugleika. Menn- ingarbyltingin á þessari öld á að minni hyggju mestan þátt í því, að ungt fólk, sem á annarra kosta völ, vill áffam eiga heima á íslandi. Án hennar hefðum við misst miklu fleira af bezta fólkinu burt, af því að launin eru svo ffámunalega lág, ef forréttindastéttirnar og fáeinir aðrir hópar eru undan skildir. Þó höfúm við misst mikið af fólki. Nú býr tólffi hver íslendingur erlendis (rösklega 22000 manns!) borið saman við um 1% fyrir 30 árum. Það eru mikil umskipti. Veltum þessu fyrir okkur eitt andartak. Hvað værum við Islendingar margir, ef okkur hefði fjölgað um þó ekki væri nema 0,5% á ári frá landnámsöld í stað tæplega 0,2%, eins og raun varð á? Þá værum við nú næstum 5 milljónir líkt og Norðmenn, Danir, Finnar og írar. (Hér hef ég framreiknað áætlaðan fólksfjölda á íslandi árið 1100, 50000 manns.) Þá væri öðruvísi umhorfs nú á íslandi, því að fólksfæðin háir okkur enn svo mjög, eins og hún hefúr alltaf gert. Einar Benediktsson skrifáði prýðilega ritgerð um þetta („Fólksekla á íslandi") í Dagskrá árið 1896. Þar segir hann m. a.: „Mesti og bezti auður hvers lands er fólkið sjálff, sem lifir þar, hugsar og starfar, og hver, sem stuðlar til þess, að fólk flytji sig burt úr jafn lítt byggðu landi sem ísland er, vinnur þjóðinni tjón, því meira sem honum verður betur ágengt." Grein hans var skrifúð að gefnu tilefni, því að sveitarstjórnir um allt land höfðu keypt „vel vinnandi fólk hundruðum sam- an til þess að fara til Vesturheims í því skyni að létta aukaútsvörum af gjaldendum hreppanna“. Og Einar bætir við: „... öllu skaðvænlegra flónskubragði mun sjaldan hafa verið beitt í góðu skyni. — Landið er svo að segja fólkslaust. ... Það hefði verið skylda allra sveitastjórna að reyna að koma í veg fyrir útflutningana með því að bæta kjör ... í stað þess að verja stórfé til þess að kosta unga og gamla burt úr landinu ...“ Nú má enginn skilja orð mín svo, að mennt- un og reynsla frá údöndum sé upphaf og endir alls lífs, sem lifandi sé á fslandi eða annars staðar, því að svo er alls ekki. Gott mannlíf býr í góðu og skemmtilegu fólki með gott hjartalag, hvar svo sem það er eða hefúr verið. En þetta dregur með engu móti úr nauðsyn hagkvæmrar verkaskipt- ingar, sem sé þannig, að tóngáfáðir menn og ekki lagleysingjar semji sönglögin handa þjóðinni og syngi þau, góð skáld og ekki leirberar yrki kvæðin og sögurnar, færir fræðimenn og vísindamenn og ekki fúskarar stundi rannsóknirnar og þannig áffam. Til þess að geta unnið þessi verk sóma- samlega og ýmis önnur þurfá menn að hafa aflað sér reynslu og þekkingar, sem smáþjóð veitist jafnan auðveldast að sækja til annarra landa. Ná- in tengsl við údönd á sem flestum sviðum em bezta leiðin til að tryggja hagkvæma verkaskipt- ingu heima fyrir. Slík tengsl standa yfirleitt í beinu sambandi við umfang erlendra viðskipta. Við íslendingar höfúm í sem fæstum orðum sagt, sýnist mér, náð mestum árangri á þeim svið- um, þar sem við höfúm haft nánust tengsl við údönd. Þetta á einnig við um mörg önnur og miklu fjölmennari lönd en ísland. Jón forseti var sama sinnis. Hann segir á einum stað um áhrif verzlunaróffelsis á þjóðina: „Þetta hnekkir ffam- förum hennar á margan hátt og gerir hana ein- þykka og hleypidómasama." En þótt okkur hafi reitt býsna vel af í menn- ingarefnum á öldinni, sem er að ljúka, verður hið sama ekki sagt um atvinnumál og stjórnmál, því að á þeim vettvangi hefúr margt því miður farið úrskeiðis a. m. k. allar götur síðan 1930. Við ís- lendingar höfúm að vísu eignazt tvo stórbrotna stjórnmálamenn, Jón Sigurðsson og Hannes Haf- stein. Beggja er t. d. getið og helztu baráttumála þeirra í Encyclopœdia Brittannica. Báðir höfðu stjórnmál reyndar að aukastarfi, því að annar var fyrst og ffemst ffæðimaður og rithöfúndur og bjó erlendis alla tíð frá tvítugu og hinn var skáld og lifði og hrærðist í norrænum raunsæisbókmennt- um. Auk sjálfstæðisbaráttunnar barðist Jón fyrir óskoruðu viðskiptafrelsi á öllum sviðum og auk- inni menntun, og Hannes barðist m. a. fyrir jöfnun atkvæðisréttar auk bættrar menntunar. Arftakar þessara ffumkvöðla á Alþingi hafa ekki lagt næga rækt við helztu barátmmál þeirra. Hálfrar aldar stöðnun erlendra viðskipta, hverf- andi erlend fjárfesting, vanræksla menntamála og misvægi atkvæðisréttar eru enn eftir öll þessi ár á meðal mest aðkallandi úrlausnarefna á vettvangi íslenzkra stjórnmála. Mannval kann að valda nokkru um þe vanrækslu. Til forustustarfa í stjórnmálum okkar fslendinga veljast yfirleitt menn, sem hafa ekki aflað sér menntunar eða starfsreynslu erlendis. Þannig hefúr þetta yfirleitt verið allan lýðveldis- tímann og raunar lengur með tiltölulega faum og óverulegum undantekningum, og þetta virðist hafa ágerzt þrátt fyrir síaukið vægi mikilla og góðra tengsla við umheiminn á tækniöld. Þetta er ekki sagt stjórnmálamönnum, lífs og liðnum, til hnjóðs, enda er t. d. skólaganga innan lands eða utan alls ekki einhlítur mælikvarði á nauðsynleg- an eða æskilegan undirbúning undir stjórnmála- forustu, ólíkt t. a. m. söng eða fræðastörfúm. Það vantaði t. d. ekki, að Atli Dam lögmaður, einn umsvifamesti arkítektinn að efnahagshruni Fær- eyja, hefði sótt menntun og reynslu til údanda, því að hann vann um tíma verkffæðistörf í Arabalöndum, þaðan sem hann var kvaddur heim til að keyra skútuna í kaf. Nei, þetta er sagt til þess eins að reyna að bregða birtu á þá alvar- legu staðreynd, að útflutningsverzlun okkar ís- lendinga hefúr staðið í stað í hálfa öld og hamlað heilbrigðri þróun efnahagslífsins. Menn, sem hafa ekki verið langvistunt í útlöndum, eiga stundum ekki auðvelt með að gera sér fúlla grein fyrir nauðsyn erlendra viðsklpta, og skynja því ekki nauðsyn þess að efla þau og opna hagkerfið með öllum tiltækum ráðum. Þeim er hættara en öðr- um við að óttast erlend áhrif og ánetjast ýmsum innilokunarsjónarmiðum, jafnvel án rökræðna, eins og t. d. því, að íslendingar geti ekki átt heima með nágrönnum sínum í Evrópusam- bandinu. Þeim hættir frekar en öðrum til að hugsa sem svo, að heima sé bezt í gegnum þykkt og þunnt, og taka gagnrýni sem fjandskap. Við þetta bætist svo það, að of náin tengsl á milli stjórnmála, peningamála og atvinnumála hafa rutt einangrunar- og innilokunarsjónarmið- um braut um allt efnahagslífið. Það er t. d. eftir- tektarvert, að fyrinækin í landinu, stór og smá, sem hafa augljósan hag af greiðari tengslum við údönd, skuli ekki enn hafá látið Evrópumálin til sín taka með afgerandi hætti. Um alla Evrópu eru samtök atvinnulífsins eindregið fylgjandi aðild að Evrópusambandinu og átm t. d. umtalsverðan þátt í inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í Sam- bandið í hittiðfyrra ásamt verklýðshreyfingunni í báðum löndum. Hér heima heyrist á hinn bóg- inn hvorki hósti né stuna ffá helztu samtökum atvinnulífsins og launþega. Þau hafa leyft útvegs- mönnum að ráða ferðinni í Evrópumálum enn sem komið er. Ef erlend viðskipti okkar væru meiri, þá væru fleiri íslenzk fyrinæki í beinum tengslum við údönd, og þá væri áhugi stjórnenda þeirra og starfsmanna á aðild að Evrópusamband- inu meiri, og það myndi greiða fyrir auknum viðskiptum og örari hagvexti. Þennan vítahring verður að rjúfá. Og það er t. a. m. fyrst nú, eftir öll þessi ár, að stjómmálamenn em farnir að ræða í alvöm þann möguleika að bæta bankakerfið með því að fella það loksins undir aga erlendrar samkeppni. Það hefði verið hægt að spara fólkinu í landinu mikið fé með því að einkavæða banka- og sjóðakerfið fyrir löngu og með því að taka upp veiðigjald I tæka tíð. Bankar og sjóðir hafa síðusm ár afskrifað lánsfé, sem nemur næstum 1 milljón króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu skv. upplýsingum Seðlabanka íslands. Ókeypis úthlut- un veiðiheimilda hefúr þó gert ýmsum óarðbær- um útvegsfyrirtækjum kleift að halda áffam rekstri og standa í skilum við banka og sjóði — fyrirtækj- um, sem hefðu að rétm lagi átt að leggja upp laupana fyrir löngu til að létta þungu fargi af almenningi, sem þarf að borga brúsann á endan- um. Og nú flytja blöðin fféttir af því, að einn bankinn a. m. k. hafi þar að auki bókfserðar tekjur af því að selja aflakvóta, sem hann hefúr tekið upp í skuldir. Með þessu móti hefúr ókeypis úthlumn verðmætra veiðiheimilda til útvegsmanna gefið ranga mynd af raunverulegri afkomu ekki aðeins útvegsins sjálfs, heldur einnig banka- og sjóða- kerfisins, og virðist mega rekja gallharða andstöðu sumra stjórnmálamanna gegn veiðigjaldi að nokkru leyti til þessara tengsla, svo mjög sem stjórnmálaflokkarnir leggja bersýnilega enn upp úr ítökum sínum í bönkum og sjóðum. Þetta á auðvitað allt eftir að breytast. Enginn getur stöðvað það, úr því sem komið er. Efna- hags- og atvinnulífið í landinu mun smám saman laga sig að þeim árangri, sem náðst hefúr á menningarsviðinu með nánum tengslum við umheiminn. Krafan um alþjóðlega samkeppnis- hæfni mun ryðja sér til rúms um allt samfélagið. Á næstu öld mun það áreiðanlega færast mjög í vöxt, að íslendingar búi og starfi bæði heima og erlendis, eins og ýmsir gera nú þegar. Menn geta í síauknum mæli flutt vinnu sína með sér í önnur pláss: þeir geta sungið sömu hlutverkin hér heima og í útlöndum og ort sömu kvæðin hér og þar, flutt sömu fyrirlestrana, haldið sömu námskeiðin, samið sömu forritin, læknað sömu sjúkdómana, selt sömu vörur og sömu þjónustu og þannig áffam. Otþrá og heimþrá eru í rauninni ein og sama tilfinning. Og þá ríður mest á því, að ísland haldi að- dráttarafli sínu gagnvart öllu þessu fólki í fram- tíðinni. Ttl þess þurfum við ekki aðeins að halda menningarbyltingunni áffam, heldur einnig að rétta rammskakka innviði efnahagslífsins, svo að launin í landinu geti hækkað og lífskjörin geti batnað til frambúðar. Að öðrum kosti er mikil hætta á því, að aðdráttaraflið dvíni og síaukinn hluti þjóðarinnar kjósi að búa alfarið í útlöndum, einkum þeir, sem við megum sízt við að missa. Það má ekki verða, „... fyrr en íslendingar hafá komið sér saman um að gjöreyða landið að fólki, leggja niður tungu sína og þjóðerni og hverfa saman við aðrar þjóðir, sem vita, að hið fyrsta nauðsynlega skilyrði fyrir velmegun hverrar þjóð- ar er það, að hún haldi öllu þessu,“ eins og Einar Benediktsson orðaði þessa hugsun fyrir 101 ári.B
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Fjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.