Fjölnir - 30.10.1997, Page 61

Fjölnir - 30.10.1997, Page 61
Myndir Alda Lóa Leifsdóttir Þegar bók Guðbergs Bergssonar, Tómas Jónsson. Metsölubók, kom út á miðjum viðreisnar-áratugnum hreyfði hún við stöðnun- inni, vakti hörð viðbrögð og deilur. ÁRNI ÓSKARSSON skrifar hér um ótrúlega ferska hrörnun Tómasar, klístraða óra hans, annarlegan kvöldbjarmann í bókinni, hetjulega ósvífni hennar. Sannleíkur hugaróra og otrulegrar lygi ?að var á tímabili viðreisnar- hankahlóW. Rnkin er hra>ritrrannir Það var á tímabili viðreisnar- stjórnarinnar, hinum mikla íhaldsáramg, sem skáldsaga Guðbercs Bercssonar Tómas Jónsson. Metsölubók kom út fyrst og vakti mikið umtal. Þetta var 1966, fyrir 31 ári. Langt var síðan menn höfðu rifist um nokkuð í bókmenntunum. Deilurnar um „atómkveðskap“ voru hjaðnaðar. Allt hafði verið við það sama talsvert lengi. Ennþá var ríkjandi í menn- ingarmálum sú þjóðemishyggja sem hafði verið framsækin á fyrri hluta aldarinnar, en var nú orðin nostalgísk og íhaldssöm. Þær hugmynda- fræðilegu skorður gerðu mönnum erfitt að bregðast við þróun. Yfirleitt var brugðist neikvætt við henni. Enn eimdi eftir af afturhaldssömum söknuði eftir sveitasamfelaginu, en nútíminn var spilltur, óhreinn og údendur. Baráttan gegn her- setu Bandaríkjamanna og Keflavíkursjónvarpinu var að miklu leyti háð á grundvelli hreinmngu- stefnu og til varnar íslenskri menningu. Eðlilegt var (og er) að menn hefðu áhyggjur af afdrifúm íslenskrar tungu í samkeppni við fjölmiðla milljónaþjóða, en þessar áhyggjur vildu gjarnan leiða til einangrunarstefnu, forpokunar og hræðslu við það sem var nýtt og öðruvísi. Samn- ingur hafði verið gerður við Bandaríkjamenn um að engir þeldökkir hermenn væm í herliðinu hér til að afstýra kynþáttablöndun. Hægri mönnum var í mun að áhrif hersetunnar væm sem minnst sýnileg. Öll samskipti íslendinga við erlend herlið ffá upphafi hersetunnar var eitur í beinum vinstri manna og þeir skrifúðu t. d. af mikilli vandlæt- ingu um siðferðisbrest „ástandskvenna". fslenskt kyn og íslensk menning átm að vera hrein. fs- lendingasögurnar vom hin stóra menningarlega fyrirmynd. í skáldsagnaritun hafði fátt nýtt gerst um langa hríð. Raunsæisskáldsögur Halldórs Lax- ness frá 4. áratugnum vom enn helsta viðmiðið og eftir nóbelsverðlaunin var þjóðin fárin að taka hann í sátt. Skáldsögunni Tómas Jónsson — Metsölubók (hér eftir TJM) var beint gegn þeirri kynslóð sem drottnað hafði yfir sköpunarstarfi í landinu áratugum saman, „aldamótakyn- slóðinni" svonefndu. Guðbergur lýsir menningarástandinu þannig í formála sínum að 2. útgáfú bókarinnar: „í mörg ár, áður en Tómas Jónsson kom út, var orðið mikið um gamlar nedur á hinu íslenska bókmenntasviði. Og allt sem var mátulega trénað hlaut afskaplega mikið lof. Innlyksa í orðalepp- unum höfðu stjórnmálin hér tekið að sér trénuð skáld. Þau til hægri áttu tvö, og hin til vinstri líka tvo. ‘1) Skáldin em trúlega Gunnar Gunnarsson og Tómas Guðmundsson annars vegar, en Halldór Laxness og Þórbercur Þórðarson hins vegar. Þegar TJM V.om út árið 1966 voru þessir menn á sjötugs- og áttræðisaldri. Guðbergur var 33 ára. í sama formála minnir Guðbergur einnig á það „að milli „aldamótakynslóðarinnar" og kynslóðar minnar, listamanna á svipuðum aldri og ég, var heil kynslóð rithöfúnda sem týndist milli veggja íslenskrar menningar, vegna þess að hinar trén- uðu bókmenntanedur voru allsráðandi miklu lengur en í þeim var nokkur safi eða hollusta" (s. 6). Tómas Jónsson var ný persóna í íslenskum bókmenntum. Aldrei hafði jafnömurleg pappírsvera verið gerð að aðalpersónu í bók. Bókin saman- stendur af sundurlausum skrifbókum þessa karlskröggs sem þusar um samtíð sína og sjálfan sig, segir undarlegar sögur og nöldrar yfir leigjendum sínum í kjallaraíbúðinni sem honum hefúr tekist að koma sér upp effir margra áratuga störf sem 11 Guðbergur Bergsson: Tómas Jónsson. Metsölubók. 2. útgáfa. Forlagið, Reykjavík 1987, bls. 4. Aðrar tilvitnanir f þetta verk í greininni vísa til þessarar útgáfú. bankablók. Bókin er hrærigrautur af fadæmum og fúrðusögum, sögð- um af karlægu gamalmenni, fúll af ropum og prumpi. Tómas er grótesk útgáfa af Þórbergi í smásmygli sinni sem beinist að fáfengilegustu hlutum. Hann er erki-íslendingurinn, „afkom- andi hraustra, bláeygra víkinga“ (s. 7), og því skopmynd þeirrar þjóðernishyggju sem mótað hafði andlegt líf á öldinni. f kafla sem ber yfir- skriftina „Ég æli mér yfir ykkur“ lýsir Tómas tilveru sinni og stöðu sinni í lífinu: „Æskuár fertugs gamalmennis eru langt aó baki, en um sextugt nálgast það œskuna, þótt kannski séþá ofsnemmt að rifa upp og lifa eingöngu í minningum. En etvi mín er svo fábreytileg og snauð, égsvo einangraður affitu og kalki, að ég réttlœti sjáfan mig og lifi kvöld eftir kvöld og heila vetrardaga í Hugarlandi. Sönn unun er mér að afneita lífinu, falsa það eftir beztu getu, gera það satt í hugarórum og ótrúlegri lygi á kvöldin í moðvolgu rúminu. Æ, þessi bar — og síðan þessi bölvaða úttútnaða borg— hefur tevinlega haft djöfulleg áhrifá mig. Hún grúfir sigyfir mig með andstyggiUga tœrum himni. í draumi er hún bœriUgust — sem martröð. Eins og mara hefég Ugið á sjálfum mérfrá því ég fiirst fór að bera skynbragð á unað. Og ég efast um að á byggðu bóli finnist óllu UiðinUgri maður en ég. Ég er óþolandi djöfúlL Ég er úr- hrak, afikrœmt naturdýr með hvíta höggtönn, gláandi tungu, loðinn að utan, ekki óáþekkur fiðraðri rottu í draumi, sem hUypur eftir nökt- um líkama manns. Svo dœmi sé nefht, þáer ég svo leiðinUgur að enginn hefúr viljað eignast vinskap minn. Fólk sannast að segja forðast mig ágötunni, hreekir áefiir mérgulum heima- komuhrákum frá skrijstofú borgarUtknis, án afiökunarbrosa. “(s. 184) Þessi sjálfsrétdædng Tómasar, Hugarland hans, er bókin sem lesandinn heldur á. Aðferð >- „Skáldsögunni Tómas Jónsson — Metsölubók var beint gegn þeirri kynslóð sem drottnað hajðiyfir sköpunarstarfi í landinu áratugum saman, „aldamóta- kynslóðinni “ svo- nejhdu. “ Fj haust '97 olnir 61

x

Fjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.