Fréttatíminn - 03.12.2010, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 03.12.2010, Blaðsíða 2
Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is Hörkuspennandi unglingasaga Verðlauna- höfundurinn Þorgrímur Þráinsson í essinu sínu! BarnaBækur, 30. nóvemBer Félag íslenskra bókaútgeFenda 2. sæti Skuldabréf vegna minningarsjóðs til rannsóknar 400 milljóna króna skuldabréf Útgefandi Björgólfur Guðmundsson Kaupandi Fjárfestingar- sjóður Fyrirtækjabréfa Landsbankans Harpan ... getur komið rúmlega 1.800 manns í sæti, sem er ívið meira heldur en í hinum tónlistar- húsunum jafn- vel þótt íbúar Reykjavíkur séu fimm sinnum færri heldur en íbúar Óslóar ... stjórnlagaþingið með aðsetur í Ofanleiti 2 nýkjörið stjórnlagaþing kemur saman í febrúar næstkomandi. Það mun hafa aðsetur í Ofanleiti 2, fyrrum húsnæði Háskólans í reykjavík. Þingsalur verður á fyrstu hæð hússins, nefndaaðstaða á annarri hæð og starfsaðstaða starfsfólks og þingmanna á fimmtu hæð. Skrifstofa þingsins flytur í húsnæðið um áramót. Húsið er vel útbúið tæknilega og ekki þarf að ráðast í neinar breytingar á innrétt- ingum. Gott aðgengi er fyrir fatlaða. -jh Hámarkstrygging 100 þúsund evrur Verði frumvarp efnahags- og viðskipta- ráðherra samþykkt innleiða þau lög nýja tilskipun ESB um innistæðutryggingakerfi. Hámarkstrygging vegna innistæðu verður 100 þúsund evrur en áður var gert ráð fyrir 20.800 evra tryggingu. lögin munu takmarka mjög þau innlán sem njóta innistæðuverndar. full ríkisábyrgð á innistæðum mun gilda enn um sinn, verði lögin samþykkt, en ríkisábyrgðin verður afnumin í skrefum. allar innistæður í inn- lendum bönkum og sparisjóðum hafa verið með fullri ríkisábyrgð frá hruni. stefnt er að því að lögin taki gildi um áramót. -jh umboðsmaður skuldara vill senda alla í ráðgjöf spurningapróf umboðsmanns skuldara í auglýsingu sem birtist á fréttasíðum á netinu hefur vakið nokkra athygli. Þar eru þátttakendur spurðir hvort þeir geti greitt alla sína reikninga í hverjum mánuði. boðið er upp á tvo svarmöguleika, já og nei. Ef nei er valið er viðkomandi sendur í gegnum lista af spurningum sem enda með því að mælt er með ráðgjöf. Ef viðkomandi velur já er honum líka bent á að fara í ráðgjöf og greiðsluerfiðleikamat. -óhþ  Helga Sigríður Sigurðardóttir Á SjúkraHúSi í StokkHólmi Tökum einn klukkutíma í einu María Egilsdóttir, móðir hinnar tólf ára gömlu Helgu Sigríðar Sigurðardóttur, sem hneig niður í síðustu viku vegna hjartgalla og dvelur nú á gjörgæslu á sjúkrahúsi í Stokkhólmi, segist aðeins taka klukkutíma í einu. „Þetta er ægilega erfitt og gengur í sveiflum. Svona tvö skref áfram og eitt til baka. Í dag fórum við til baka,“ sagði María í samtali við Frétta- tímann í gær, fimmtudag. „Í gær var hjartað orðið ásættanlegt og lungun að koma til en í dag eru lungun að fyllast og hún þarf meiri öndunaraðstoð,“ sagði María. Hún sagði óvissuna vera versta. „Mér skilst að þetta sé svona og ég þarf að vera róleg. Það er pínulítið erfitt því það er stöðug spenna þegar dóttir manns liggur á gjörgæslu. Ég veit ekki hversu lengi ég verð hérna; hvort það verður vika, fram til jóla eða fram á vor.“ Hafin er söfnun fyrir Helgu Sigríði og fjölskyldu hennar og segir María að viðtökurnar hafi verið framar öllum vonum. „Það gengur rosalega vel. Þetta eru ótrúleg viðbrögð og við erum afskaplega þakklát fyrir allan stuðninginn,“ segir María. Hægt er að leggja söfnun- inni lið með því að leggja inn á reikning Maríu 0565-26- 110378, kennitala 180470- 3449. Helga sigríður sigurðardóttir berst nú fyrir lífi sínu í svíþjóð. Forgangsmál nýkjörinna þingmanna stjónlagaþings Jónas Haraldsson 20 Fyrrum stjórnarformaður og framkvæmda- stjóri Landsvaka þrýstu á að 400 milljóna króna skuldabréf, útgefið af Björgólfi Guð- mundssyni, yrði keypt af fjárfestingarsjóði Fyrirtækjabréfa Landsbankans í janúar 2005. Kaupin voru í andstöðu við fjárfestingarstefnu sjóðsins og sjóðstjóri hans var mótfallinn þeim, að því er vefur Viðskiptablaðsins greindi frá í gær. Björgólfur notaði féð sem hann fékk að láni fyrir skuldabréfið, sem var án veða, til að stofna minningarsjóð um dóttur sína. Viðskiptablaðið greindi frá því í gær að kaup sjóðsins á skuldabréfinu væru til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. -jh F leiri áhorfendur geta setið í aðal-sal tónlistarhússins Hörpunnar heldur en í Finlandia Hall í Hels- inki, Koncerthuset í Kaupmannahöfn, Oslo Konserthus í Ósló og Konserthuset í Stokkhólmi samkvæmt athugun Frétta- tímans. Harpan, sem verður opnuð eftir 152 daga, getur komið rúmlega 1.800 manns í sæti, sem er ívið meira heldur en í hinum tónlistarhúsunum jafnvel þótt íbúar Reykjavíkur séu fimm sinnum færri heldur en íbúar Óslóar og þrettán sinnum færri en fjölmennasta höfuðborg Norðurlandanna, Kaupmannahöfn. Íbúar Kaupmannahafnar eru rétt rúm- lega 1,3 milljónir. Tónlistarhús þeirra Kaupmannahafnarbúa, Koncerthuset, tekur tæplega 1.800 manns í sæti. Þar spilar danska sinfóníuhljómsveitin, auk þess sem flestir af fínustu tónlistarvið- burðum borgarinnar fara þar fram. Hið glæsilega nýja óperuhús borgarinnar tekur 1.492 manns í sæti. Íbúar Óslóar eru tæplega hálf milljón. Aðalsalurinn í tónlistarhúsi borgarinnar, Oslo Konsert- hus, tekur um 1.600 manns í sæti. Sömu sögu eru að segja af Finnum; aðalsalur- inn í Finlandia Hall, stolti Helsinkibúa, tekur 1.700 manns í sæti. Í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, er Konserthuset sem tekur 1.770 í sæti í aðalsalnum. Þórunn Sigurðardóttir, stjórnar- formaður Hörpunnar, segir í samtali við Fréttatímann að þetta sé nokkur einföldun. „Það er varla hægt að segja að það séu nema 1.500 sæti í aðalsalnum því tæplega 300 sæti eru á bak við sviðið. Auk þess er okkar starfsemi mun víð- femari heldur en í þeim húsum sem miðað er við. Við verðum með popptón- leika og ráðstefnur en á hinum Norður- löndunum eru önnur hús fyrir slíkar upp- ákomur,“ segir Þórunn. Aðspurð hvort þetta sé til marks um mikilmennskubrjálæði Íslendinga segir Þórunn svo ekki vera. „Það hefur lengi verið kallað eftir svona húsi og það mun nýtast vel. Á því leikur enginn vafi,“ segir Þórunn. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is  NorðurlöNd tóNliStarHúS Fleiri sæti en í tónlistarhúsum hinna fjögurra Norðurlandanna Harpan er með stærsta aðalsalinn af tónlistarhúsum Norðurlandanna þegar tekið er mið af sæta- fjölda. Þórunn Sigurðardóttir segir salinn alls ekki of stóran. Tónlistarhús á Norðurlöndunum Borg Mannfjöldi Tónleikahús Sæti í aðalsal Sæti/íbúa Reykjavík 118.000 Harpan rúmlega 1.800 0,0153 Ósló 575.000 Oslo konserthus rúmlega 1.600 0,0028 Helsinki 516.000 finlandia Hall rúmlega 1.700 0,0033 Stokkhólmur 770.000 konserthuset Tæplega 1.800 0,0023 Kaupmannahöfn 1.300.000 koncerthuset Tæplega 1.800 0,0013 2 fréttir Helgin 3.-5. desember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.