Fréttatíminn - 03.12.2010, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 03.12.2010, Blaðsíða 58
 MatartíMinn íslensk Matarhefð og íslenskt Mál Þ egar Ragnar í Smára tilkynnti 1941 að Helgafell hygðist gefa út Íslend-ingasögurnar í umsjá Halldórs Laxness og með nútímastafsetningu varð dómsmálaráðherrann, Jónas frá Hriflu, æfur. Hann skrifaði í Tímann að kommún- istar ætluðu að draga fornbókmenntirnar niður í svaðið með aðstoð smjörlíkissala. Jónas fékk samþykkt lög sem bönnuðu útgáfu á Íslendingasögum á annarri staf- setningu en fornri. Ragnar og Halldór létu ekki segjast og gáfu út Hrafnkötlu þrátt fyrir lögin. Þeir voru kærðir og dæmdir í héraðsdómi en Hæstiréttur sneri dómnum við og úrskurðaði að lög Jónasar stæðust ekki gagnvart stjórnarskrá. Síðan hefur enginn talið að stafsetning fornrita gæti skemmt innihald þeirra. Skyr samkvæmt reglugerð Þegar Mjólkursamsalan hætti að hleypa skyr með ostahleypi snemma á þessari öld var enginn Jónas til að reka upp rama- kvein. Reglugerð um hvað væri skyr og hvað ekki skyr var einfaldlega löguð að óskum fyrirtækisins. Eldri reglugerð skil- greindi skyr sem ost – eins og verið hafði svo lengi sem elstu menn muna – en í nýju reglugerðinni segir að skyr sé „jafnvel“ hleypt með ostahleypi, eins og það sé frá- vikið frekar en reglan. Eftir reglugerðarbreytingu hætti MS að framleiða hefðbundið skyr og fór að fram- leiða það sem kallað hefur verið þrýstisíað skyr. Út frá sjónarmiði framleiðandans er kosturinn sá að sýrð undanrenna er hleypt í umbúðunum og áður en mysan lekur frá. MS sat því ekki uppi með óheyrilegt magn af mysu heldur gat selt hana sem skyr. Gallinn við þrýstisíað skyr er að það er ekki skyr – nema samkvæmt reglugerð. Samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu ætti MS-skyrið að kallast sýrður undan- rennubúðingur eða eitthvað ámóta. Annar galli er að þegar MS hætti að framleiða hefðbundið skyr hvarf af markaðnum skil- vindumysan frá Mjókurbúi Flóamanna, sem af mörgum var talin undirstaða góðs súrmatar. Þótt örsíunarmysan frá KEA sé enn framleidd er hún ekki eins súr, er tærari og með minna af mjólkursykri en hin horfna mysa frá Flóamönnum. Þegar breytingin gekk yfir lentu margir í vand- ræðum sem höfðu lagað aðferðir sínar að sunnlensku mysunni. Víða á Suðurlandi skemmdist súrmaturinn. Hefðbundin íslensk mjólkurvinnsla byggist á því að rjóminn er fleyttur ofan af undanrennunni. Úr rjómanum verða til smjör og áfir. Án efa hefur hvort tveggja verið súrt á árum áður. Súrar áfir voru drukknar sem svaladrykkur en úr þeim voru líka búnir til ystingar og annar mjólk- urmatur. Úr undanrennunni var búið til skyr og mysan sem rann af skyrinu var drukkin en líka notuð til að súrsa mat, þar á meðal smjör. Að forsmá sinn arf Ef innlendur matvælaiðnaður byggðist á íslenskum hefðum gætum við valið úr yst- ingum úr áfum (fjallagrasa-ystingur frá Mývatni þótti til dæmis hnossgæti), árs- tíðabundnu smjöri (það væri hátíð þegar fyrsta vorsmjörið kæmi í búðir) og skyri úr mjólk frá ólíkum landshlutum og mis- munandi högum. Þess í stað eru hinar hefðbundnu afurð- ir allar að hverfa. Fyrst fóru áfirnar, þá skyrið og mysan og eftir situr smjör sem er steypt saman úr smjöri ólíkra lands- hluta, mismunandi haga og allra árstíða. Og svo endalaust úrval að sykruðum mjólkurvörum (sjá hliðargrein). Ragnar í Smára og Halldór Laxness vildu setja menningararfinn á nútímastaf- setningu til að hann yrði öllum aðgengi- legur. Það er erfitt að átta sig á því hvað fær bændur, sem eiga MS, til að forsmá sinn arf með aðstoð smjörsala. MS = mjólk og sykur  ríkisstyrkir sætar Mjólkurafurðir  soja Mikil gæfa og lítill gjörvileiki Matur Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson matur@frettatiminn.is 58 matur Helgin 3.-5. desember 2010 Þótt Mjólkursamsalan noti ekki korn síróp er ljóst að niðurgreiðslur bandarískra stjórnvalda til kornbænda hafa mikil áhrif á framleiðsluna. Niðurgreitt kornsíróp lækkaði heimsmarkaðsverð á sykri svo mjög að framleiðendur gátu sett sykur í vörur sínar án þess að þurfa að hækka þær í verði. Og þegar salan jókst eftir því sem varan varð sætari flæddi yfir okkur holskefla af sætinda sem litu út eins og matur. Ódýri sykurinn og niðurgreidda innlenda mjólkin eru þannig efnahagslegt par; dæmi um hvernig umtalsverður ríkis- stuðningur sveigir matvælaframleiðslu og neyslu yfir á ótroðnar slóðir – og varhugaverðar. Í bjartsýniskasti grænu byltingar- innar í landbúnaði upp úr Kennedy- árunum var soja aðalstjarnan. Þarna töldu menn að komin væri von fyrir manninn sem gat ekki hætt að fjölga sér. Soja vex hraðar en flestar aðrar jurtir og býr til næstum tvöfalt meiri næringu úr sömu mold og næsta planta. Soja er í raun blautur draumur land- búnaðarverkfræðingsins. Gallinn er hins vegar sá að þótt maðurinn hafi vitað af tilvist sojabaunarinnar í árþúsundir hefur hann aldrei komist upp á lag með að borða hana. Honum finnst hún ekki góð. Alla vega ekki ómeðhöndluð. Þær þjóðir sem borða soja yfirhöfuð verka baunina svo rækilega að hún er nánast óþekkjanleg á eftir. Fólk í Suðaustur-Asíu lætur baunirnar gerjast og fær út sojasósu. Miso er búið til með svipuðum hætti. Segja má að tofu sé ostur hleyptur úr sojamjólk. Það er helst að Japanir borði baunirnar ómeðhöndlaðar en þá fyrst og fremst grænar og óþroskaðar (edamame). Menn horfðu fram hjá þessu á sjöunda áratugnum og trúðu því að soja myndi metta mann- kynið. Margir muna eftir sojakjöti í búðunum. Það átti að verða matur framtíðarinnar en er nú gleymt. Eftir ýmsar tilraunir hvarf sojabaunin af markaði en vegna ríkisstyrkja í Bandaríkjunum var nóg til af henni. Sojamjöl var því notað í kjúklinga- og svínarækt (og bolaði íslensku fiskimjöli út úr laxa- og bleikjurækt hér á landi). Með byltingu í matvinnslu- tækni var sojabaunin brotin niður, svipað og maískólfurinn, í grunnþætti: sojaprótein, sojaolíur o.s.frv., sem var síðan notað í matvælaiðnaði. Þetta er eins og í hryllings- mynd: Þótt maðurinn hafi hafnað sojabauninni tókst henni að læða sér í dularklæðum í svo til allan verksmiðjuunninn mat; allt frá eldislaxi til svínahakks, frá kart- öfluflögum að Herba- life, frá tertubotnum í gervirjóma. Í dag borðar fólk soja í meiri mæli en flestar aðrar jurtir. Ef það er ekki tilgreint á pakkningunni hvers kyns jurtaolía er í matnum getið þið verið viss um að það er sojaolía. Það er versta olían – bragðlítil en smeðjuleg og undarlega sleip á tungunni. Olíur úr öllum öðrum jurtum má selja undir réttu nafni. Hernaðurinn gegn skyrinu Fyrir fáum árum þurfti Mjólkursamsalan að víkka út skilgreininguna á hvað væri skyr. Mark- miðið var að setja mysuna í dollurnar og selja líka sem skyr. Stjórnvöld breyttu reglugerð og þar með var hinn íslenski mjúkostur, skyrið, ekki lengur ostur. Eldri reglugerð skilgreindi skyr sem ost – eins og verið hafði svo lengi sem elstu menn muna. Fyrir reglugerðar- breytingu 2002 hefði MS-skyrið ekki verið flokkað sem skyr þar sem það er í eðli sínu ekki ostur. KEA- skyr er hins vegar enn hleypt með ostahleypi og er því skyr samkvæmt gömlum sem nýjum skilgreiningum. Íslensk lifrar- og sojapylsa Hér er vörubók MS brotin upp eftir sætuefnum: Feta með kryddjurtum og olíu. Hljómar grískt þar til í ljós kemur að olían er ekki ólífuolía heldur soja. Hverjum dettur í hug að setja sojamjöl í hina heilögu íslensku lifrar- pylsu? Rétt svar: Sláturfélagi Suðurlands. AB mjólk með jarðaberjum, AB mjólk með perum, Abt-mjólk með jarðaberjum og musli, Abt-mjólk með jarðaberjum og musli, Abt-mjólk með musli, Abt-mjólk með vanillubragði og musli, Bíómjólk með jarðaberjum, Bíómjólk með perum, Engjaþykkni með hnetum, kara- mellum og kornkúlum, Engjaþykkni með jarðaberjum og morgunkorni, Engjaþykkni með karamellubragði og korni, Engjaþykkni með stracciatella og stjörnukorni, Engjaþykkni með vanillu og kornkúlum, Frútína með bláberjum og jarðaberjum, Frútína með bláberjum og jarðaberjum, Frútína með eplum og perum, Frútína með ferskjum og ástaraldin, Frútína með ferskjum og hindberjum, Frútína með jarðaberjum, Heimilisjógúrt með ferskjubragði, Heimilisjógúrt með jarðaberja- bragði, Heimilisjógúrt með karamellubragði, Hrís- mjólk með kanilsósu, Hrísmjólk með karamellusósu, Húsavíkurjógúrt með bláberjum, Húsavíkurjógúrt með hnetu og karamellu, Húsavíkurjógúrt með jarðaberjum, Húsavíkurléttjógúrt 6 korna og jarðaber, Húsavíkurlétt- jógúrt með með Aloe Vera, Húsavíkurléttjógúrt með perum og vanillu, Húsavíkurléttjógúrt með trefjum, KEA skyr með bláberjum og jarðaberjum, KEA skyr með ferskjum, KEA skyr með hindberjum, KEA skyr með jarðaberjum, KEA skyr með vanillu, KEA skyrdrykkur með bláberjum, Kókómjólk, KS íþróttasúrmjólk, KS súrmjólk með hnetu og karamellu, KS súrmjólk með jarðaberjum, Létt AB mjólk með ferskjumog vanillu, Létt AB mjólk með suðrænum ávöxtum, Létt abt-mjólk með ferskjum, hindberjum og musli, Létt drykkjajógúrt með jarðaberjum, Létt drykkjarjógúrt með ferskjum, Létt drykkjarjógúrt með karamellu, Létt drykkjarjógúrt með melónu, Léttjógúrt með trefjum, Léttur AB drykkur með jarðaberjum, LGG+ bragðbætt, LGG+ með jarðaberjum, Óskajógúrt me jarðaberjum, Óska jógúrt með blönduðum ávöxt um, Óskajógúrt með hnetu- og karamellubragði, Óskajógúrt með kaffibragði, Óska jógúrt með melónu­ kokteil, Skólajógúrt með bananabragði, Skólajógúrt með epla- og karamellubragði, Skólajógúrt með ferskjum, Skólajógúrt með súkkulaði og jarðaberjum, Skyr með bláberjum, Skyr.is drykkur með hindberjum og ferskjum, Skyr.is drykkur með jarðaberjum, Skyr.is með bláberjum, Skyr.is með ferskjum og hindberjum, Skyr.is með jarða- berjum, Skyr.is með perum, Smámál súkkulaðifrauð, SMS smáskyr, Súrmjólk með jarðaberjum, Súrmjólk með kara- mellu, Sykurskert kókómjólk, Sýrður rjómi með graslauk og lauk, Sýrður rjómi með hvítlauk, Þykkmjólk 6 korna og ferskjur, Þykkmjólk með jarðaberjum, Þykkmjólk með karamellu og Þykkmjólk með perum og eplum. Sykur Benecol með appelsínu, Benecol með jarðaberjum, Bíó- mjólk með vanillu, Létt AB mjólk með eplum og gulrótum, Létt drykkjajógúrt með perum, Létt súrmjólk með eplum og perum, Létt súrmjólk með skógarberjum, Léttjógúrt með ferskjum og ástaraldin, Léttjógúrt með jarðaberjum, Léttjógúrt með vanillu, Léttur AB drykkur með eplum og gulrótum, Léttur AB drykkur með hindberjum og ferskjum, LGG+ hreint, LGG+ jógúrt með bláberjum, LGG+ jógúrt með jarðaberjum, LGG+ með eplum og perum, Skyr.is drykkur með bláberjum, Skyr.is drykkur með mangó og ástaraldin, Skyr.is drykkur með vanillu, Skyr. is með aprikósum og vanillu, Skyr.is með melónum og ástaraldin og Skyr.is með vanillu. ASpArtAM Hleðsla með jarðaberjum, Hleðsla með vanillu, KEA skyrdrykkur með hindberjum og brómberjum, KEA skyrdrykkur með jarðaberjum og banönum og KEA skyrdrykkur með papaja, ferskjum og ástaraldin. AgAveSíróp Mjólk, Undanrenna, Rjómi, Skyr, KEA skyr, Mysa, Súrmjólk, Létt súrmjólk, Létt mjólk, Lífræn mjólk, Fjörmjólk, Jógúrt án ávaxta, Hrein jógúrt, Grísk jógúrt, Matreiðslu- rjómi, Kaffirjómi, G­mjólk, Létt G-mjólk, Sýrður rjómi, AB mjólk og Létt AB mjólk. engin Sætuefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.