Fréttatíminn - 03.12.2010, Blaðsíða 72

Fréttatíminn - 03.12.2010, Blaðsíða 72
72 bíó Helgin 3.-5. desember 2010 P aranormal Act iv ity sýndi hremmingar ungs pars sem átti ekki sjö dagana sæla þegar að- gangsharður og vægast sagt illur andi fór að herja á það. Þar sem óværan lét helst á sér kræla að næturlagi brugðu þau Katie og Micah á það ráð að láta myndbandstökuvél ganga næturlangt í þeim tilgangi að festa ókindina á filmu. Að morgni dags fóru þau yfir af- rakstur næturinnar og ekki bar á öðru en að einhver and- skotinn væri á kreiki. Eftir því sem tökunóttunum fjölgaði fór svo ekki á milli mála að draug- urinn var að sækja í sig veðr- ið og líf þeirra því beinlínis í hættu. Þau fengu því sérfræðinga í illum öflum og handanheimum til að leggja mat á ástandið og eftir því sem þeir komust næst mátti helst ætla að skrattakoll- urinn væri á eftir Katie og væri einhvers konar ættarfylgja hennar. Tilraunir parsins til að klekkja á hinni ósýnilegu illsku voru allar máttlausar og allt fór þetta á versta veg. Paranormal Activity er sára- einföld í byggingu og varla hægt að tala um almennilegan söguþráð þar sem myndin byggist fyrst og fremst á hráum næturupptökum sam- býlisfólksins þar sem vondur draumur endurtekur sig í sí- fellu með smávægilegum blæ- brigðamun og vaxandi spennu. Myndin var tekin á einni viku og minnti um margt á The Bla- ir Witch Project í viðvanings- legum einfaldleik sínum. Þetta útlit og nálgun virkaði álíka vel í The Blair Witch Project og Paranormal Activity og báðum þessum, að því er virðist, hálf tilgangslausu myndum tókst að skjóta áhorfendum skelk í bringu. Í Paranormal Activity 2 eru hjónin Katrina og Daniel kynnt til sögunnar ásamt unglings- dóttur, ungbarni og heimilis- hundi. Eftir það sem virðist vera dularfullt innbrot setja þau upp myndavélar í húsi sínu og líkt og í fyrri myndinni ágerist undarlegur djöfulgang- urinn eftir því sem á líður. Og blessað fólkið á svo sannarlega ekki von á góðu þar sem Katr- ina er systir Katie sem lenti í hryllingi fyrri myndarinnar. Katrina óttast að draugagang- inn á heimilinu megi rekja til óhugnanlegra atburða sem hún upplifði með systur sinni í æsku á meðan eginmaðurinn rígheldur í trú sína á að jarð- neskari skýringar megi finna á þessu öllu saman. Sank væmt óf ráv ík jan - legum reglum um hryllings- framhaldsmyndir er hasarinn keyrður upp í mynd númer tvö auk þess sem mögulegum fórnarlömbum hins illa anda er fjölgað. Áður var unga parið aðeins í hættu en nú er boðið upp á heila vísitölufjölskyldu og hund. Engu að síður sver Paranormal Activity 2 sig al- veg í ætt við frummyndina og sömu trixin eru enn í notkun. Framleiðendur myndanna tveggja eru enn býsna drjúgir með sig vegna vinsælda Par- anormal Activity á heimsvísu og hafa þegar tilkynnt að þriðja myndin verði tilbúin síðla árs 2011. Sú mynd mun þá væntan- lega skera úr um hvort mynda- bálkurinn eigi lengra líf fyrir höndum, en sorgleg fordæmi eru fyrir því að frábær hryll- ingsmynd geti af sér runu af handónýtum framhaldsmynd- um og nærtækasta dæmið um slíkt er Saw sem byrjaði glæsi- lega en framhaldsmyndirnar verða bara verri og verri. Aðrir miðlar: Imdb:6,2/10, Rotten Tomatoes:60%, Metacritic:51/100 Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó  you AgAin: Stórveldi mætASt Lengi getur vont versnað. Í Paranormal Activity ógnaði illur andi ungu pari en nú eru ungbarn og hundur í eldlínunni. Skæður húsdraugur tekur annan snúning Draugamyndin Paranormal Activity sló óvænt í gegn í fyrra og skilaði framleiðendum himinhárri peningahrúgu enda var hún gerð fyrir tæpar tvær milljónir króna sem telst klink í kvikmynd- agerð. Vinsældir Paranormal Activity kölluðu óhjákvæmilega á framhaldsmynd og það er óhætt að segja að í þessu tilfelli hafi járnið verið hamrað á meðan það var heitt vegna þess að rétt rúmu ári eftir frumsýningu Paranormal Activity er Paranormal Activity 2 komin í kvikmyndahús. Eftir það sem virð- ist vera dularfullt innbrot setja þau upp mynda- vélar ... J ohn Brennan er hress skólakennari, myndar-legur og fyndinn. Hann á sjúklega sæta og sjarmer- andi eiginkonu í góðri stöðu og litli strákurinn þeirra er alger dúlla. Ljúft líf þeirra fær sviplegan endi þegar lög- reglan ryðst með offorsi inn á þau í miðjum morgunverði og handtekur eiginkonuna vegna gruns um að hún hafi myrt yfirmann sinn. Fallega, ljóshærða konan fær svo að rotna í fangelsi næstu þrjú árin á meðan eig- inmaðurinn reynir í örvænt- ingu að fá mál hennar endur- upptekið enda sannfærður um sakleysi frúarinnar. Biðin eftir sönnunargögnum sem geti snúið mái frúarinnar til betri vegar fjarar að lokum út og allt bendir til þess að hún muni dúsa á bak við lás og slá það sem eftir lifir ævinnar. En sem betur fer er hún gift Russell Crowe og þegar honum eru öll sund lokuð býr hann sig til bardaga og ákveður að ræna sinni heitt- elskuðu úr fangelsinu og stinga af með henni og syn- inum til fjarlægra landa. Paul Haggis hefur áður sýnt að hann er fantagóður leikstjóri (Crash) og hann er vitaskuld magnaður hand- ritshöfundur (Casino Royale, In the Valley of Elah, Million Dollar Baby) og hér stýrir hann sallafínum leikurum í vandaðri og mannlegri spennumynd sem lætur alltof lítið yfir sér miðað við hversu ferlega fín hún er. Rusell Crowe hefur ekk- ert fyrir því að vera dagfar- sprúði kennarinn sem finn- ur töffarann í sér þegar hann áttar sig á því að nauðsyn brýtur lög. Elizabeth Banks er alger krúttsprengja í hlut- verki vesalings konunnar í fangelsinu og maður sér ekkert athugavert við það að Crowe leggi allt undir til þess að fá notið hennar á ný. Þrír sjóaðir jálkar lyfta síðan myndinni enn frekar með nærveru sinni. Daniel Stern (Home Alone) eldist mjög vel og Liam Neeson er pottþéttur í smáhlutverki en rúsínan í pylsuendanum er Brian Dennehy sem fer þegj- andi í gegnum sín atriði með dásamlegri dýpt. The Next Three Days er mannleg og hlý spennumynd um það sem skiptir mestu máli í lífinu. Svona mynd fyrir þroskað fólk og lengra komna. Þórarinn Þórarinsson Allt fyrir ástina  bíódómur: the next three dAyS  The Next Three Days er mannleg og hlý spennumynd um það sem skiptir mestu máli í lífinu. Trekkarar horfa til Star Wars Star Trek-mynd J.J. Abrams frá því í fyrra var vel heppnuð endurlífgun sem blés nýju lífi í þennan fornfræga sjóvarpsþátta- og bíómyndabálk. Handritshöfundarnir Roberto Orci og Alex Kurtzman eru nú sestir við skriftir og glíma við handrit næstu myndar en þeir hafa einnig verið með puttana í Transformers og Cowboys & Aliens sem er væntanleg í bíó á næsta ári. Þá hafa þeir einnig skrifað Fringe-sjónvarps- þættina fyrir J.J. Abrams. Í samtali við Los Angeles Times útiloka þeir ekki að þeir muni horfa til The Empire Strikes Back, hins myrka framhalds Star Wars, og láta þess getið að það væri ekki ónýtt að geta leitt þá saman í einvígi, Kirk skipstjóra og Svarthöfða. The Rock er í hefndarhug. Dwayne Johnson, sem er ekki síður þekktur sem The Rock, leikur glæpamanninn Driver í myndinni Faster sem er frumsýnd um helgina. Gaurinn sá hefur mátt dúsa síðastliðin tíu ár í fangelsi eftir mis- heppnað rán þar sem bróðir hans var drepinn. Þegar hann fær loksins langþráð frelsið er hann aðeins með eitt mál á dagskrá: að hefna bróður síns. Hann fær þó lítinn frið til þess að sinna þessu hugðarefni sínu þar sem hann er með gamalreynda löggu á bakinu og til þess að bæta gráu ofan á svart hefur ungur og drjúgur leigumorðingi á uppleið í lífinu brennandi áhuga á að komast í náin kynni við hann. Á meðan Driver gengur á listann yfir þá sem hann telur bera ábyrgð á dauða bróðurins þarf hann að verjast árásum úr öllum áttum. The Rock er vanur maður á þessu sviði og gerði svipaða tiltekt hjá glæpahyski í smábæ í Walking Tall fyrir nokkrum árum. Í Faster deilir hann tjaldinu með eðalfólkinu Billy Bob Thornton og Carla Gugino sem hefur tekið góða spretti í Spy Kids, Sin City, Watchmen og svo einmitt með The Rock í Race to Witch Mountain. Aðrir miðlar: Imdb: 7,5/10, Rotten Tomatoes: 43%, Metacritic: 41/100 Kletturinn leitar hefnda – gerir lífið bjartara ...skrifborðslampar, útiljós, breytiklær, flúrljós, ljósa perur, dyrabjöllur, vírar, kaplar, rafhlöður, borð­ viftur, spenn u breytar, fjöltengi, framlengingar­ snúrur, símavörur, raflagnaefni, verkfæri og minni heimilistæki. Framtíðin er björt Ármúla 19 · Sími 568 1620 · www.gloey.is · gloey@gloey.is Verð kr. 15.890,­
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.