Fréttatíminn - 03.12.2010, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 03.12.2010, Blaðsíða 40
 Frábært verð í hádeginu alla virka daga frá 11.30-14.00 Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is Hádegisseðill Súpa og kjötréttur dagSinS kr. 1.795 Súpa og fiSkréttur dagSinS kr. 1.695 Súpa og hamborgari dagSinS kr. 1.395 Súpa og SalatdiSkur dagSinS kr. 1.395 kaffi eða te fylgir með B jörg Guðrún Gísladóttir og Anna Þóra Kristinsdóttir hjá Stígamótum eru nýkomnar frá Danmörku þar sem þær kynntu sér úrræði Dana til hjálp- ar konum út úr vændi og mansali. Eins kynntu þær sér hvernig best er að nálgast konur í kvennafangelsum, sem margar hafa verið kynferðislega misnotaðar og stundað vændi. „Við heimsóttum marga staði í Kaup- mannahöfn sem koma að þessum málum, bæði grasrótarsamtök og samtök á vegum ríkisins,“ segir Björg. „Danir eru fram- arlega hvað varðar úrræði fyrir konur í vændi, bæði danskar konur og erlendar, hvort sem þær tengjast mansali eða ekki.“ Björg segir að mansalsteymi sé starf- andi hér, en Danir séu að gera marga áhugaverða hluti, meðal annars hafi þeir verið mjög öflugir í fræðslu fyrir fagfólk sem kemur að þessum málum, sem oft eru sérlega viðkvæm og vandmeðfarin. Athvarf fyrir konur tengdar mansali og vændi Björg og Anna Þóra segja mörg úrræði Dananna geta nýst á Íslandi, meðal annars vanti athvarf fyrir vændiskonur hér á landi. Flestar vændiskvenna sem leita til Stíga- móta séu íslenskar, þær séu á öllum aldri með alls kyns bakgrunn. „Við vitum í rauninni ekki hversu marg- ar erlendar konur eru hér í vændi eða hafa verið seldar hingað mansali,“ segir Anna Þóra. „Það vantar upplýsingar um þessi mál. Okkar tilfinning gagnvart íslensku konunum er sú að oft stundi þær vændi út úr neyð. Þetta eru skjótfengnir peningar en þær hugsa ekki út í skaðann sem þær geta orðið fyrir. Það er lítið sem ekkert talað um þennan skaða en hann er meðal þess sem við kynntum okkur úti. Skaðinn getur birst á eftirfarandi hátt: Í fyrsta lagi er það hinn líkamlegi skaði, mikil hætta er á kynsjúk- dómum og HIV-smiti og konurnar finna oft fyrir mikilli ertingu í leggöngum og legi. Síðan er sálræni skaðinn. Eftir ákveðinn tíma í vændi getur konan farið að fyrir depurð og þunglyndi og á því stigi byrjar hún oft að deyfa sig, nota fíkniefni, áfengi eða lyf til að halda áfram. Svo er það félags- legi skaðinn, en fordómar í samfélaginu gagnvart vændiskonum eru miklir. Þeir fordómar renna ekki stoðum undir hug- myndina um hina hamingjusömu vændis- konu. Hvaða karlmaður vill vita að konan hans hafi verið í vændi.“ Flókið að lifa tvöföldu lífi Björg segir að þegar vændiskonan fari að upplifa fordómana í samfélaginu geti hún farið að finna fyrir sjálfshatri og fordómum gagnvart sjálfri sér. „Þetta tvöfalda líf, sem vændiskonur lifa, fer illa með þær. Það er mjög flókið að lifa tvöföldu lífi. Sumar kvennanna eiga jafnvel mann og börn og Mikil harka er í klíkum tengdum dópi og vændi hér á landi Eftir ákveð- inn tíma í vændi getur konan farið að finna fyrir mikilli depurð og þunglyndi og til að geta haldið áfram getur hún farið að deyfa sig og nota til þess fíkniefni, áfengi eða lyf. Björg G. Gísladóttir og Anna Þóra Kristinsdóttir. Ljósmynd/Hari ef konan verður svo fyrir ofbeldi af hendi kúnnans á hún erfiðara með að leita sér hjálpar út af feluleiknum. Konan á því erfið- ara með að fá þann stuðning sem hún þarf á að halda. Þessum staðreyndum er ekki haldið á lofti. Þá eru konur sem hafa hætt í vændi oft hræddar við að fara inn í ástar- sambönd af ótta við að upp um þær komist og enginn maður vilji þær. Fordómarnir eru svo miklir.“ Margar birtingarmyndir vændis Björg og Anna Þóra segja að vændi hér á landi sé margbreytilegt eins og í nágranna- löndunum. „Í Danmörku er hægt að nálgast vændi á nuddstofum, gegnum auglýsingar í blöðum og á netinu. Við vitum ekki alveg hvernig þessum málum er háttað hér á landi og það er þörf á að skoða það. Við lítum á vændi sem einn anga af afleiðingum kynferðisofbeldis því margir sem leiðast út í vændi eiga sögu um kyn- ferðisofbeldi. Draumur Stígamóta er að opna athvarf fyrir konur, innlendar sem erlendar, sem vilja losna úr vændinu. Við viljum líka skoða kvennafangelsin og fara með aðstoð þangað. Við stefnum að því að fara af stað með sjálfshjálparhóp eftir áramót fyrir konur sem hafa verið eða eru að stunda vændi og vilja losna út úr því. Sem fyrr segir hefur enginn hugmynd um hversu útbreitt eða algengt mansal er á Íslandi en margar konur eru í þeim að- stæðum í Danmörku. Aðspurðar hvort þær konur séu verr settar en þær dönsku, segja Björg og Anna Þóra afleiðingarnar alltaf svipaðar. Hins vegar séu mansalskonur oft í verri stöðu vegna tungumálaerfiðleika og menningar- munar. Konurnar sem seldar eru mansali koma hvaðanæva að, frá Asíu, Afríku og fyrrum austantjaldslöndunum. „Við hittum eina í Danmörku sem hafði verið seld í vændi sex ára gömul. Hún var frá Asíu.“ Aðgerða er þörf Björg hefur starfað hjá Stígamótum í mörg ár og segist finna fyrir örum breytingum á síðustu árum. „Við finnum að undirheimarnir eru miklu harðari og vitum að hér eru klíkur tengdar dópi og vændi þar sem ríkir mikil harka. Það er hægt að taka sem dæmi tvær kvikmyndir, Pretty Woman og Lilja4Ever. Hvor þeirra skyldi sýna raunveruleikann? Nú erum við að vinna úr öllum þeim upplýsingum sem við fengum úti. Svo er spurning hvað við gerum í framhaldi af því. Við teljum að forvarnir séu áhrifaríkar og við þurfum að ná til kaupenda vændis. Fólk talar oft um nektardans og vændi sem sjálfsagðan hlut, en ef það er spurt hvort það væri sátt við að sjá dætur sínar, systur eða mæður í þessum aðstæðum kveður við annan tón. Þótt við höfum ekki nákvæmar tölur um umfang vændis þá er aðgerða þörf.“ Goðsagnakenndar hugmyndir en ekki staðfestar rannsóknir Þær segjast fagna allri umræðu um mansal og vændi. „Gallinn við um- ræðuna er þó oft sá að hún byggist á goðsagnakenndum hugmyndum um flokk af hamingjusömum konum í vændi, en ekki staðfestum rann- sóknum. Karlmenn hafa þörf fyrir að trúa því að vændiskonur séu ham- ingjusamar til að réttlæta kaupin. Forsendan fyrir því að hægt sé að græða á vændi er sú að vændiskonan virki glöð og hamingjusöm. Við vit- um þó lítið um umfang vændiskaupa á Íslandi þar sem þau hafa lítið ver- ið rannsökuð hingað til, fyrir utan rannsókn sem var gerð árið 1991. Þar kemur fram að 16% karla 16 til 60 ára höfðu keypt sér vændi. Það má ætla að hlutfallið sé hærra núna, til dæmis var nánast engin með inter- netið á þessum tíma.“ Samtökin STERK ætla að einbeita sér að forvörnum. „Markmiðið er að draga úr eftirspurninni, fræða strák- ana okkar svo að þeir geti verið upp- lýstari um raunverulegt eðli vændis. Yfir 90% vændiskaupenda eru karlar. Þegar tekið er með í reikninginn að margir kaupendur vændis gera það á einhverju „flippi“, hlýtur það að benda til þess að mikil fáfræði sé í gangi meðal ungra drengja um hvað vændi raunverulega sé og hvað það geti verið. Við erum nú að vinna að forvarnafræðslu og stefnum að því að fara með hana inn í almenna kennslu í grunn- og menntaskólum. Þá þarf að þrýsta á um það við stjórnvöld að gerðar verði rannsóknir á umfangi vændiskaupa á Íslandi, viðhorfum til vændis, og bregðast svo við með að- gerðum. Í nágrannalöndunum hafa verið gerðar rannsóknir á kaupend- um vændis undanfarin tuttugu ár á meðan alltof fáar rannsóknir hefur verið gerðar á Íslandi. Það er löngu tímabært að taka markvisst á þess- um málum og koma í veg fyrir að hér blómstri mansal og vændi vegna úr- ræða- og framkvæmdaleysis.“ Edda Jóhannsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is 40 úttekt Helgin 3.-5. desember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.