Fréttatíminn - 03.12.2010, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 03.12.2010, Blaðsíða 16
kvenna láku líka út. Þau hringdu í konurnar og ég ráðlagði þeim að svara ekki. Hann hringdi látlaust, sérstaklega eftir að þau komu heim. Hringt var snemma að morgni, hringt var seint að kvöldi. Það er hringt oft á dag. Það eru Gunnar, Jónína og börnin hans sem hringja. Komið var heim til kvennanna og dyrabjöllum hringt, tekið í hurðar- húna og reynt að ná við þær sam- bandi. Mjög alvarleg hótun var lögð inn í talskilaboði í síma,“ segir Ásta. „Gunnar vildi ræða málin en ég sá strax að þetta var gífurlega öflug tilraun til þöggunar. Við ætluðum ekki af stað strax en þarna sagði ég að við gætum ekki beðið lengur og leyft málunum að þróast þótt kon- urnar væru rétt farnar að ræða sam- an um málin,“ segir hún. Konurnar urðu hræddar „Yfirleitt þegar þolendur fara af stað gegn brotamönnum sínum hefur þeir unnið í sínum málum og byggt sig upp andlega áður en þeir þora að standa andspænis honum og opin- bera málið. En við sáum einfaldlega að báturinn var farinn að rugga. Jónína var farin að gefa blaðaviðtöl um að hópur kvenna reyndi að eyði- leggja fyrir bókinni hennar og önn- ur vitleysa var farin í gang. Ég sem því bréfið í hvelli og við ákveðum að hafa nokkra vitnisburði á bak við það og senda þá með og gefa stjórn Krossins tvo sólarhringa til þess að bregaðst við. Við hugsuðum það þannig að Gunnar hefði þá mögu- leika á að stíga sjálfur til hliðar með yfirlýsingu, játa og málið því ekki orðið svona. En það sem gerist er að hann bregst alltaf harðar og harð- ar við. Hann kemst að nafni mínu. Haldinn er neyðarfundur í Kross- inum og hann fer með í blöðin að hópur kvenna ásaki hann um hluti sem hann hafi ekki gert. Þá hugsaði ég: Nei, stjórn Krossins þarf engan frest. Þöggunarherferðin var gífur- leg,“ segir Ásta og lýsir því hvernig sumar kvennanna hafi verið orðnar hræddar. „Þær fundu fyrir ótta við að stíga út í myrkrið og ganga að bílnum á morgnana. Jónína sendi mér hótun- arbréf. Hún hringdi með alvarleg og ljót orð og ógnaði þeim og það var alltaf þessi hótun að draga fram fortíð kvennanna og þeirra sem að þeim stóðu. Þegar Gunnar hafði komið fram í fjölmiðlum og þegar hótanirnar voru komnar fram, var málið komið úr höndum okkar og við áttum ekki annan kost en að gera þetta svona, það er að fara með vitnisburðina í fjölmiðla, til að fá stuðning almennings. Mér finnst við hafa vandað okkur gífurlega vel. Við höfum birt þessa vitnisburði og jú, það er sárt, en hann braut á þess- um konum og sársaukinn sem börn- in hans, barnabörn og hans nánustu eru að upplifa eru af hans völdum en ekki vegna þess að konurnar stíga fram. Mér finnst mjög mikilvægt að fólk átti sig á því. Mér finnst aðdáun- arvert að enginn þessara kvenna er í hefndarhug. Þeim finnst það skylda sín að koma skömminni þangað sem hún á heima,“ segir Ásta. Oft nægi að senda svona gerendum bréf og skömmina með: „En með svona valdamikinn og landsþekktan mann er eini möguleikinn að opin- bera hann. Þetta snýst um að vernda unglings- stúlkur og ung- ar konur gegn því að lenda í því sama.“ Ólöf stekkur um borð Ólöf var ekki komin í hóp- inn á þess - ari stundu. „ Ég stök k skyndilega um borð,“ lýsi r hún. Fyrst haf i hún ákveðið að gefa nafn- lausan vitn- isburð um reynslu sína af Gunnari í Krossinum, sem vitnað er í hér að ofan, en breytt um stefnu því nafn- laus vitnis- burður hefði fengið fólk til þess að velta því fyrir sér hvað hún hefði að fela og hvað byggi undir. „Ég tók þá ákvörðun aðfaranótt mánudags að stíga fram. Ég var svo ákveðin að það hvarflaði ekki að mér að fara að efast aftur. Ákvörð- unin var tekin: Ég ætla að stíga fram undir nafni og mynd. Þetta er minn vitnisburður og ég stend við hvert orð.“ Ástæðuna segir hún vera í fyrsta lagi til að varpa ljósi á „sannleikann í þessu máli. Í öðru lagi að losa mig við þá byrði sem ég hef borið og skila henni til síns eiganda, Gunnars. Í þriðja lagi ber ég þá von í brjósti að vitnisburður minn, og okkar kvennanna, verði til þess að binda hendur Gunnars hvað viðkemur ungum óhörðnuðum konum í söfnuði hans. Þar með er þetta tilraun til að vernda þær frá þeirri reynslu sem ég varð fyrir og í fjórða lagi til að styðja þær hug- rökku konur sem riðu á vaðið með reynslusögur sínar.“ Ólöf gekk í Krossinn með foreldr- um sínum þegar hún var tólf ára. Hún segir þá hafa hætt að sækja trúarsamkomur löngu á undan henni, en hún hafi þá eignast alla sína vini í kringum trúarhreyf- inguna og ílentist því. „En þessi reynsla og svo þegar ég var orðin nógu þroskuð til þess að sjá að þetta hentaði mér ekki sagði ég einnig skilið vð Krossinn.“ Hún hélt dagbók þar sem hún skráði atvikin frá árinu 1986 niður, flettir henni og fer yfir atvikin sem gerðust fyrir 24 árum. Fyrst 2. janú- ar, þegar hún skráir að hann strjúki yfir skyrtu hennar yfir brjóstin – svo 11. janúar þegar hann segi við hana að hún sé ekki lengur stúlka heldur kona, þá 20. janúar þegar hann láti hana ekki vera og hún segi stopp og svo daginn eftir þegar hann iðrist og biðji hana fyrirgefn- ingar. Allt er þetta í bókinni. Síðan líði mánuðirnir þar sem hann virðist samkvæmt bókinni hafa gleymt iðr- un sinni og haldi iðju sinni áfram. Í bókinni megi sjá tilvitnanir í samtöl þeirra Gunnars þar sem hann segi meðal annars, eftir að hún eignist góðan vin innan Krossins: „Ekki gera neitt án minnar vitundar því ég á í þér hvert bein.“ Ólöf vill ekki fara ítarlega yfir hvað gerðist. „Hann gekk ansi langt þótt hann hafi ekki neytt mig út í samræði eða annað eins,“ segir hún. Ásta segir það einnig eiga við um hinar konurnar. „Ég veit ekki um neina konu þar sem hann geng- ur alla leið heldur virðist þetta vera drottnunar- og valdafíkn og spenna við það að hafa vald yfir einstakling- unum.“ „Gunnar, þetta átt þú.“ Ólöf segir að hún hafi þegar feng- ið þá spurningu hvers vegna hún geymdi dagbókina. „Ég velti því fyr- ir mér og svarið er einfaldlega það að hún var hluti af þeim klafa sem ég bar, og á meðan ég bar þennan klafa átti ég þessa dagbók. Ég losna ekki við þessa bók fyrr en ég losna við klafann.“ Henni líði sem með frásögn sinni sé hún að losna við hann. „Ég er búin að bera skömm- ina allan þennan tíma. Það er svo skrýtið hvernig þolandinn tekur á sig skömmina. Nú er ég búin að skila henni til Gunnars: Þetta átt þú, ekki ég. Það var markmið mitt með vitnisburðinum að losa mig við klaf- ann. Ég hef svifið um síðustu tvo daga og fundið mikið frelsi. Það er fyrst núna sem ég finn spennufall. Ég er allt í einu að verða þreytt, en ég er búin að koma þessu af mér.“ Ásta segir marga spyrja af hverju þær komi fram núna. „Gunnar og Jónína nýgift og Jónína að gefa út bókina sína. Þetta hefur ekkert með það að gera, heldur er tilvilj- un,“ segir Ásta. „Í fyrsta sinn á Ís- landi hefur konum verið opnuð leið til þess að tjá sig um reynslu sína af kynferðisbrotum. Það er búið að rjúfa þöggunina. Hún er ekki leng- ur viðurkennd. Þolendur vita í dag að stígi þeir fram og segi frá þá er þeim trúað. Þannig er það,“ segir hún. „Sigrún Pálína [sem stóð gegn Ólafi biskupi] rauf þöggunina. Hún er hetja. Hún plægði akurinn. Við þegjum ekki lengur,“ segir Ólöf. MF: Guð hreinsi kirkjurnar Ásta, sem hefur verið í trúfélag- inu Veginum í átján ár, segir að hún geti aðeins svarað því út frá hjarta sínu hvers vegna þessi mál komi upp í kringum trúfélögin: „Ég trúi því að Guð sé að hreinsa kirkjuna sína. Hann er að draga menn út til háðungar. Það segir í Biblíunni að ef einhver segist koma fram í hans nafni en er það ekki þá muni hann, ef hann ekki lætur af, verða dreg- inn fram til háðungar. Og ég held að það sé það sem er að gerast. Guð leyfir ekki synd og hann leyfir ekki þeim sem segjast vera þjónar hans að fremja svona brot í skjóli kirkj- unnar. Þessi brot hafa því ekkert með trúna að gera.“ Báðar fagna þær því að kastljós- ið beinist nú að kirkjunum og það upplýsist hverjir misnoti vald sitt. „Nú sést hverjir eru heiðarlegir og hverjir ekki.“ HJÁLPARSTARF HEIMA OG HEIMAN Í fátækustu ríkjum Afríku vinnum við að því að útvega hreint vatn og bæta þar með heilsu og almenna afkomu. Við eflum fólk til sjálfshjálpar og styrkjum konur sérstaklega. Hér heima veitum við fjölskyldum í fjárhagsvanda aðstoð með ráðgjöf, mat, fatnaði, lyfjagreiðslum og stuðningi við börn. Það eru því margir sem treysta á þitt framlag, bæði hér heima og erlendis. Þú getur valið: ■ valgreiðslu í heimabanka ■ gjafabréf á gjofsemgefur.is ■ frjálst framlag á framlag.is ■ 907 2002 fyrir aðstoð innanlands ■ 907 2003 fyrir aðstoð erlendis ■ söfnunarreikning: 0334-26-50886 kt. 450670-0499 HELMINGUR FRAMLAGA RENNUR TIL AÐSTOÐAR INNANLANDS P IP A R \T B W A - S ÍA - 1 02 92 1 INNBYGGÐ KVÖRN! KRYDDAÐU UPP Á NÝJUNGUM KRYDDKVARNIR – ÞVÍ AÐ NÝMALAÐ ER BEST Dagbók Ólafar sem hún hélt í mörg ár. 16 viðtal Helgin 3.-5. desember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.