Fréttatíminn - 03.12.2010, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 03.12.2010, Blaðsíða 20
Þorvaldur Gylfa- son Reykjavík, prófessor í hag­ fræði við Háskóla Íslands, fæddur árið 1951. 1. Ný stjórnarskrá þarf að skerpa þrískiptingu valdsins til að girða fyrir ofríki framkvæmdavaldsins. 2. Kosningaþátttakan nú á sér skýrt fordæmi. Þegar Íslendingar samþykktu sambandslögin 1918 var kosningaþátttakan 43,8%. 3. Samstaða er mikilvæg. Traustur og samheldinn meirihluti stjór­ nlagaþingsins þarf að standa að baki tillögum þess. 4. Ég hef aldrei verið í stjórnmála­ flokki eða stjórnmálafélagi. 5. Nei. Salvör Nordal Reykjavík, for­ stöðumaður Sið­ fræðistofnunar Háskóla Íslands, fædd 1962. 1. Mér finnst mikilvægt að stjór­ nlagaþing forgangsraði verk­ efnum og þá beinast sjónir manna einkum að endurskoðun á þeim hluta sem snýr að þrískiptingu valdsins. Í mínum huga er ekki þörf á grundvallarbreytingum á stjórnskipuninni heldur þarf að endurskoða valdmörk og hlutverk æðstu valdastofnana með áherslu á temprun valdsins og aukið eftirlit Alþingis með framkvæmdavaldinu. Í ljósi atburða síðustu missera og niðurstaðna rannsóknarnefndar Alþingis hefur mikilvægi þessarar endurskoðunar komið betur fram, þar sem deilt hefur verið um hlut­ verk forseta Íslands, eftirlitshlut­ verk Alþingis og ábyrgð ráðherra. 2. Almennt er meiri þátttaka í kosningum betri en minni þátttaka. Eftir sem áður hefur þingið fullt umboð til að starfa og gera tillögur. 3. Ég hef talið miklu skipta að á stjórnlagaþingi náist breið samstaða um endurskoðun, ekki síst á þeim hlutum stjórnarskrár­ innar sem snúa að valdhöfunum og stjórn málamönnunum sjálfum, enda einsýnt að þeim hefur ekki lánast að standa að þeirri endurskoðun sjálfir. Hér er því um einstakt tækifæri að ræða. Segja má að minni kosningaþátttaka setji enn meiri þrýsting á þingið að ná slíkri samstöðu. 4. Aldrei tekið þátt í stjórnmála­ starfi. 5. Nei. Ómar Þorfinnur Ragnarsson Reykjavík, fjöl­ miðlamaður, fæddur 1940. 1. Fyrir kosningarnar 2007 hélt ég mjög fram auknu og betra lýðræði og að auðlindirnar yrðu í þjóðareigu. Ég býst við að hið fyrra verði eitt af forgangsmálunum nú. Ég fór hins vegar í framboð nú til að styðja það að sjálfbær þróun og réttur komandi kynslóða fái svipuð ákvæði í stjórnarskrá og í nágrannalöndunum. 2. Sterka. Bakland stjórnlaga­ þingsins er vegvísir Þjóðfundarins sem var þverskurður þjóðarinnar. Lítil kosningaþátttaka veikir það en breytir því ekki. 3. Mjög mikilvægt. Verði skiptar skoðanir má líka ná samstöðu, ef á þarf að halda, um að stjórn­ lagaþingið gefi upp ákveðna valmöguleika. 4. Ég er formaður stjórnmála­ félagsins Íslandshreyfingin – lifandi land, sem bauð fram 2007 en fór í samstarf með Samfylkingunni 2009 vegna óréttlátra kosninga­ laga. 5. Ef um er að ræða hagsmuni milljónanna sem eiga eftir að byggja landið, er svarið já. Andrés Magnússon Kópavogi, læknir, fæddur 1956. 1. Valddreifing. Það er til lítils að hafa þrískipt þing­, framkvæmda­ og dómsvald ef einn hagsmunaaðili getur keypt upp öll áróðurstækin. Stóreignamenn eru einn hags­ munahópur, þeir geta ekki átt alla fjölmiðlana, borgað prófkjör og styrkt stjórnmálaflokka, keypt þjónustu almannatengslafyrirtækja o.s.frv. 2. Meginmáli skiptir að það verði góð kosningaþátttaka um tillögur stjórnlagaþingsins. Ef það verður góð þátttaka um þær, skiptir slök þátttaka til stjórnlagaþings litlu máli. 3. Mikilvægt. Það mun aldrei geta orðið einróma því á því sitja bæði menn sem vilja gera miklar breyt­ ingar á stjórnarskránni og menn sem vilja sem minnstu breyta. 4. Lofaði að kjósa mann í prófkjöri og vissi ekki að þá þyrfti ég að ganga í flokkinn hans, sem var VG; var í honum í eitt ár og til þess að „slétta það út“ var ég í Sjálfstæðis­ flokknum í eitt ár líka. Við hrunið gekk ég til liðs við VG en mun ekki vera í þeim flokki meira en þetta eina kjörtímabil; ég ætla mér ekki að vera stjórnmálamaður. Og ef að það er sterk krafa um að fulltrúar verði ekki háðir neinum stjórnmála­ flokki þá mun ég segja mig úr VG strax. 5. Nei. Pétur Gunn- laugsson Reykja­ vík, lögmaður og útvarpsmaður á Útvarpi Sögu, fæddur 1948. 1. Ég legg megináherslu á þjóðaratkvæðagreiðslur að kröfu kjósenda um einstök mál, að valdið verði fært til fólksins. 2. Held því miður að ýmsir þing­ menn muni nýta sér þessa lélegu kosningaþátttöku til að gera lítið úr endurskoðun stjórnarskrárinnar en lýðræðislegt kerfi býður upp á að þeir ráði sem mæta á kjörstað. 3. Held að það verði samstaða um þjóðaratkvæðagreiðslur, um þjóðkjörinn forsætisráðherra eða forseta með pólitísk völd sem skipi ráðherra og þjóðaratkvæða­ greiðslu um hvort áfram verði þjóð­ kirkja. Það verður ekki samstaða um fullveldisafsal til alþjóðlegra stofnana. 4. Ég hef aldrei tekið þátt í stjórn­ málastarfi. Þá hef ég gagnrýnt fjórflokkinn og stjórnmálastéttina harðlega. 5. Hef ekki hugleitt það. Þorkell Helgason Álftanesi, stærð­ fræðingur, fæddur 1942. 1. Að efla og bæta aðhald og eftirlit með stjórnvöldum, efla þingræðið í því skyni og huga jafnframt að því hvert sé hlutverk forsetans í því sambandi, sbr. til dæmis málsskots­ rétt hans. 2. Kosningaþátttakan hefði vissulega mátt vera meiri. Vægi þingsins ræðst þó ekki af því heldur því hvort góð samstaða næst um vandaða endurbætta stjórnarskrá. 3. Vitaskuld er ekki unnt að búast við að þingfulltrúar verði á einu máli um allt. En vonandi geta þeir að lokum sameinast um eina heildartillögu. Samhljómur innan stjórnlagaþingsins er vitaskuld mikilvægur, samhljómur með þjóðinni er enn mikilvægari. 4. Ég hef sótt fundi hjá stjórn­ málahreyfingum, jafnvel lagt gott til málanna, en hef ekki tekið þátt í flokksstarfi. 5. Það er ekki á döfinni. Ari Teitsson Þingeyjarsveit, bóndi, fæddur 1943. 1. Styrkja lýðræðið, færa valdið nær fólkinu. 2. Tel að fremur dræm þátttaka breyti engu. Stjórnlagaþing starfar eftir lögum frá Alþingi og ætla má að jafnhæft fólk veljist til þingsins og nái svipaðri niðurstöðu hvort sem 80.000 eða 160.000 kjós­ endur taka þátt í vali þingfulltrúa. Reginmunur er á þessari kosningu og pólitískum kosningum þar sem valið er um fáa flokka. 3. Í ljósi aðstæðna tel ég mjög mikilvægt að þingið nái samstöðu í þeim breytingum sem lagðar verða til, enda erfitt fyrir Alþingi að vinna úr misvísandi tillögum. 4. Flokksbundinn framsóknar­ maður. 5. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Illugi Jökuls- son Reykjavík, blaðamaður, fæddur 1960. 1. Að mynda nýjan sáttmála um grunnlög samfélagsins án atbeina stjórnmálaflokka. 2. Kosningaþátttakan hefði auð­ vitað mátt vera meiri en það mun, þegar fram í sækir, ekki hafa mikil áhrif. Ef þinginu tekst að skrifa góða stjórnarskrá skiptir kosningaþátttakan ekki máli þegar upp er staðið. 3. Ekki mikilvægt. Það má alltaf búast við því að einhverjir þingmenn verði ósáttir við tillögur meirihlutans í einstökum málum. Slíkt má ekki hindra meirihlutann í að setja fram skorinort plagg. Ég vil ekki stjórnarskrá sem er orðin algjör moðsuða til að allir geti verið sammála. En vissulega er æskilegt að þorri þingmanna verði sammála. Að því vil ég vinna – að sátt sem flestra um alvöruplagg! 4. Ég hef á ýmsum tímum gengið í þrjá stjórnmálaflokka til að styðja gott fólk í prófkjörum; Sjálfstæðis­ flokkinn, Samfylkingu og Vinstri græna. Þetta hefur verið mín leið til að vinna að auknu persónukjöri! Ég hef hins vegar aldrei starfað innan þessara flokka, né þegið neitt af þeim! 5. Nei. Freyja Haralds- dóttir Garðabæ, framkvæmda­ stjóri Forréttinda og nemi, fædd 1986. 1. Í mínum huga er það forgangs­ mál væntanlegs stjórnlagaþings að setja ný gildi fyrir stjórnarskrána þar sem siðferði, gagnsæi, lýðræði og mannéttindi verða í hávegum höfð. Fyrir mér er það einnig lykilatriði að mannréttindakaflinn verði endurskoðaður með tilliti til gildandi alþjóðlegra mannrétt­ indasamninga og hnykkt verði með skýrum hætti á ákvæðum er lúta að valdaminni hópum, s.s. fötluðu fólki, börnum og öldruðu fólki. 2. Kosningaþátttaka var langt í frá góð og ég tel að fyrir því liggi ótal ástæður. Ég bind þó vonir við að stjórnvöld og samfélagið allt vegi störf stjórnlagaþings þungt sem rödd fólksins í landinu sem skal hafa niðurstöður Þjóðfundarins að leiðarljósi í allri ákvarðanatöku og umræðu. 3. Ég tel mjög mikilvægt að stjórn­ lagaþing geti unnið og staðið vel saman. Það verða þó vonandi góð og mikil skoðanaskipti sem leiða okkur að þeim niðurstöðum sem við komumst að. Á þinginu verður fólk með ólíkan bakgrunn, menntun, innsýn og þekkingu sem á að geta sameinast í þeirri vinnu sem það á fyrir höndum. 4. Ég er hvorki flokksbundin né hef tekið þátt í starfi stjórnmála­ hreyfinga. 5. Því get ég ekki svarað með vissu. Á meðan stjórnmálaumhverfið er eins og það er í dag, með gildum sem hafa skolast til og eru ekki alltaf í þágu fólksins, hef ég ekki áhuga á stjórnmálaþátttöku. Silja Bára Ómarsdóttir Reykjavík, að­ junkt við stjórn­ málafræðideild Háskóla Íslands, fædd 1971. 1. Endurskoðun stjórnarskrárinnar í heild með tillögur Þjóðfundarins til hliðsjónar eru forgangsverk­ efnið. Ég tel mikilvægt að semja skýrt mannréttindaákvæði, sem tekur t.d. á jöfnun atkvæðavægi um landið auk þess að tryggja vernd samfélagslegra minnihlutahópa, en mannréttindi voru áberandi í niðurstöðum Þjóðfundar. Þá tel ég nauðsynlegt að kveða á um lýðræðislegt stjórnarfar og herleysi landsins. 2. Auðvitað hefði verið æskilegra að fá meiri þátttöku. Þátttakan þarf þó ekki endilega að draga úr vægi þingsins ef sátt næst um niður­ stöðurnar sem það sendir frá sér. Þess má annars geta að álíka mörg atkvæði eru að meðaltali á bak við hvern þingmann á stjórnlagaþingi og standa á bak við hvern alþingis­ mann, þannig að þátttökuna má líta ýmsum augum. 3. Mjög mikilvægt, þar sem stjórnarskráin á að vera samfélags­ sáttmálinn sem við búum við. 4. Já, ég hef verið flokksbundin í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði frá því árið 2005 og setið í flokksráði frá því á landsfundi það haust. Ég átti sæti á lista VG í bæjarstjórnarkosningum á Akur­ eyri vorið 2006. 5. Nei, ég hef ekki áhuga á því sem stendur. Örn Bárður Jónsson Reykja­ vík, sóknarprestur við Neskirkju, fæddur 1949. 1. Að tryggja eignarhald á auðlindum þjóðar­ innar í nýrri stjórnarskrá. 2. Þjóðin hefur valið fólk til setu á þinginu og ég bind miklar vonir við það. Áður en ég svara spurningunni um kosningaþátttöku vil ég segja þetta: Kynningar voru af skornum skammti og við sem vorum í fram­ boði, venjulegt launafólk í flestum tilfellum, gátum ekki varið miklu fé í auglýsingar. Fjölmiðlar lokuðu flestir á frambjóðendur, nema RÚV sem tók við sér eftir gagnrýni þrýstihóps og gerði sitt besta. Fjöldi frambjóðenda var mikill og það hafði líka sitt að segja því mörgum kjósendum hraus án efa hugur við þessu mikla framboði sem fékk litla kynningu. Ég segi þetta allt áður en ég tala um kjör­ sóknina, sem var mun minni en ég vænti, og tel að þessi atriði hafi öll átt sinn þátt í því. En vilji yfir áttatíu þúsund landsmanna hlýtur að vega þungt í samanburði við skoðana­ kannanir sem gjarna er beitt nú á tímum þar sem nokkur hundruð landsmanna eru spurð, en niður­ stöður í slíkum könnunum eru nær undantekningarlaust taldar segja mikið um vilja allra landsmanna! 3. Ég tel mjög mikilvægt að samstaða ríki á þinginu og að því takist að komast að samkomulagi (consensus) um sem allra flest þeirra mál sem því er falið að ræða. 4. Er algjörlega óháður öllum flokkum og hef aldrei verið félagi í stjórnmálaflokki en ég hef skoðanir á þjóðmálum á grundvelli minnar kristnu trúar og sú trú hefur mikla pólitíska skírskotun, þ.e.a.s. lætur sig varða fólk og lífskjör þess. Boð Jesú um að elska náungann er til dæmis mjög pólitískt sem slíkt. 5. Ég hef engin áform um það sem stendur. Forgangsmál nýkjörinna þingmanna stjórnlagaþings Þ jóðin valdi í kosningum á laugardag 25 fulltrúa á stjórnlagaþing. Fimmtán karlar og tíu konur náðu kjöri. Alls greiddi 83.531 atkvæði, eða 35,9% þeirra 232.374 sem voru á kjörskrá. Ógild atkvæði voru 1.196 eða 1,4%. Ekki kom til þess að beita þyrfti lagaákvæðum til að jafna kynjahlutfall kjörinna fulltrúa. Þorvaldur Gylfason prófessor fékk flest atkvæði í fyrsta sæti, 7.192. Salvör Nor- dal, forstöðumaður Siðfræði- stofnunar, var í öðru sæti með 2.842 atkvæði sem fyrsta val og Ómar Þorfinnur Ragnarsson fjölmiðlamaður var þriðji með 2.440 atkvæði sem fyrsta val. Stjórnlagaþing kemur saman í febrúar næstkomandi. Reiknað er með því að það sitji í tvo mán- uði en lengja má tímann um aðra tvo. Frumvarp stjórnlagaþings um endurskoðaða stjórnarskrá verður síðan lagt fram sem frum- varp til Alþingis. Fréttatíminn leitaði til nýkjör- inna stjórnlagaþingmanna og lagði fyrir þá fimm spurningar: Stjórnlagaþing kemur saman um miðjan febrúar næstkomandi. Alþingi framseldi vald sitt til þess en hlutverk stjórnlagaþings er að endurskoða stjórnarskrána. Tuttugu og fimm stjórn­ lagaþingmenn voru kosnir til starfans síðastliðinn laugardag. Jónas Haraldsson lagði fimm spurningar fyrir hina nýkjörnu fullrúa þjóðarinnar. 1. Nefndu eitt forgangsmál væntanlegs stjórnlagaþings. 2. Hvernig metur þú vigt stjórnlagaþings í ljósi kosningaþátttöku til þingsins síðastliðinn laugardag? 3. Hversu mikilvægt telur þú að stjórnlagaþing komist að samhljóða niðurstöðu? 4. Ert þú flokksbundin(n) í stjórnmálaflokki eða hefur þú tekið þátt í starfi stjórnmálahreyfingar, þá hverri og hvenær? 5. Hefur þú hug á frekari þátttöku í stjórnmálum að loknu starfi á stjórnlagaþingi? Svör stjórnlagaþingmannanna fara hér á eftir: Famhald á bls. 22 20 stjórnmál Helgin 3.­5. desember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.