Fréttatíminn - 03.12.2010, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 03.12.2010, Blaðsíða 52
52 viðhorf Helgin 3.-5. desember 2010 S vavar Gests-son fór mik-inn í grein í Fréttablaðinu 30. nóv. síðastliðinn gegn Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. Óla fur hafði viðrað það í erlendum f jöl- miðlum að sú stund gæti komið að hann myndi vísa Icesave í þjóðaratkvæði á ný. Svavar setur gagnrýni sína ekki fram í hálfkæringi og enn síður gríni, eins og hann segir sjálfur frá – maðurinn sem nennti hreinlega ekki lengur að hafa Ice- save – þann „glæsilega“ samning – hangandi yfir höfði sér á miðári 2009. Líklega hefur þeim kumpánum Svavari og Indriða aldrei verið ljós sú ábyrgð sem á þeim hvíldi er þeim var falið það verk að mæta Bretum og Hollendingum í hörðustu og mikilvægustu samningaviðræðum sem Ísland hefur verið aðili að. Lík- lega er þeim það ekki enn ljóst en þeirra samninga sem þeir komu með – í umboði vinstri stjórnar- innar – verður ætíð minnst sem verstu samninga Íslandssögunnar. Sjálf friðhelgi ríkisins var fyrir borð borin. Ef þeim væri alvarleiki máls- ins ljós hefðu þeir ekki stungið upp kollinum af og til og ráðist að forsetanum vegna stjórnarskrár- bundins réttar hans til að skjóta um- deildum lagafrum- vörpum til þjóðarat- kvæðis, sbr. 26. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Þá í að- dragandanum höfðu þingmenn Fram- sóknarflokksins, og seinna stjórnarand- stöðunnar allrar, hafnað Icesave og þeim drápsklyfjum sem samningur- inn hljóðaði upp á. Vaxtagreiðslur upp á 42 milljarða á ári 2009, 2010 og allt til ársins 2015. Hvar væru fjárlögin á ári hverju ef fyrstu 40 milljarðarnir væru farnir í skuldaviðurkenningu Svavars- samningsins? Þessir menn standa langtum fremur í þakkarskuld við forsetann. Forsetinn notaði þann öryggisventil sem tiltækur er og greip inn í fram- göngu máttlauss framkvæmda- valds. Svavari verður tíðrætt um að forsetinn hafi afnumið þingræðið en langtum nær væri að segja að framkvæmdavaldið sjálft hafi af- numið þingræðið. Þingræði er sú stjórnskipunarregla að ríkisstjórn geti aðeins setið með stuðningi lög- gjafarþingsins. Eins og svo oft áður beittu ríkis- stjórnarflokkarnir hótunum í anda kalda stríðsins og hræddu þing- menn með hörðum frostavetrum og falli hreinu tæru vinstri stjórn- arinnar, samþykktu þeir ekki Ice- save. Það skapaðist svo sannarlega gjá milli ríkisstjórnar og þjóðar í máli þessu. Forsetinn kom þar hvergi nærri – ríkisstjórnin sá um það sjálf. Snemma var ljóst að Bretar og Hollendingar hræddust þá þjóðaratkvæðagreiðslu sem for- setinn boðaði til. Gekk svo langt að oddamenn ríkisstjórnarinnar, þau Jóhanna Sigurðardóttir og Stein- grímur J. Sigfússon, hvöttu fólk til að láta af sínum stjórnarskrárvarða kosningarétti og sitja heima í ann- arri þjóðaratkvæðagreiðslu Íslands- sögunnar. Sú fyrri leiddi til þeirrar niðurstöðu að 98% þjóðarinnar vildu fullt sjálfstæði þjóðarinnar og völdu lýðveldi árið 1944, sú seinni sam- þykkti sjálfstæði og hafnaði Ice- save-klyfjunum með sömu afger- andi niðurstöðu upp á 98%. Forsetinn hefur sýnt yfirburði sína í máli þessu. Hann talar við er- lenda fjölmiðla, hann kynnir stöðu Íslands á heimsvettvangi, hann leggur á sig mikla vinnu við að leið- rétta orðspor Íslands erlendis. Þetta eru þakkirnar. Nú í desember kemur í ljós hvort Íslendingar fá Icesave á ný undir jólatréð. Spurningin er hvað verður í pakkanum – já, svona svipað og þeir sem vilja kíkja í ESB-pakkann. Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokks Heyrnarskerðing Skerðing á lífsgæðum Einn algengasti at- vinnusjúkdómurinn Með gjafabréfi á gjofsemgefur.is geturðu styrkt bágstadda fjölskyldu um til dæmis geit, hænu, brunn, matjurtagarð, menntun eða aðrar nauðsynjar. Gefðu skemmtilegar gjafir til verkefna heima og erlendis. GEFÐU GJÖF SEM GEFUR www.gjofsemgefur.is GEFÐU GEIT P IP A R \T B W A • S ÍA • 102985 T alið er að um 10% jarð-arbúa séu heyrnarskert. Há- vaði hefur skemmt heyrnina í þriðjungi þeirra en hjá því hefði mátt komast með forvörnum. Margt bendir til þess að heyrnar- skertum hafi fjölgað hlutfallslega vegna vaxandi hávaða í umhverfi okkar, s.s. frá tónlist, vélum og umferð. En hvað er hávaði? Hljóðstyrkur nefn- ist hávaði ef hann er það mikill að hann getur skemmt heyrnina. Heyrnarskerðing er einn algeng- asti atvinnusjúkdómurinn í okkar iðnvæddu veröld. Forvörn er betri en með- höndlun Verði einstaklingur fyrir miklum hávaða getur hin viðkvæma bygg- ing innra eyrans skemmst. Ef það gerist hefur hann orðið fyrir var- anlegri heyrnarskerðingu sem getur bæði orðið af völdum mikils hvells, s.s. sprengingar, og viðvar- andi hávaða. Eyrnasuð er oft fylgi- kvilli heyrnarskerðingar en það er ýlfur eða sónn í eyrum eða höfði. Eyrnasuðið getur horfið, en er oft sleitulaust eða kemur og fer tíma- bundið alla ævi. Það má í raun algjörlega koma í veg fyrir heyrnarskerðingu sem stafar af hávaða í umhverfinu eða vinnunni. Hér eru nokkur ráð um það hvernig hlífa má heyrninni sem best: • Forðast hávaða. • Takmarka þann tíma sem maður er í hávaða. • Nota eyrnatappa, heyrnar- hlífar eða heyrnarsíur þegar maður þarf að vera í hávaða. • Hlífa skal börnum við hávaða þar sem þau hafa ekki vit á að verja sig sjálf. • Hafa hljómflutningstæki, spilara og því um líkt ekki alltof hátt stillt. Sama gildir um útvarpið í bílnum. • Huga að því sem veldur hávaða í umhverfinu. • Hvíla eyrun í um það bil sólar- hring ef maður hefur lent í alltof miklum hávaða. Hægt er að fá eyrnatappa sem eru úr frauði, gúmmíi, sílíkoni eða vaxi. Algengustu og ódýrustu tapparnir eru úr frauði en þeir dempa hávaða, sem nær til innra eyra, um allt að 35 dB. Sérsmíð- aðar heyrnarsíur, sem algengt er að tónlistarfólk noti, deyfa allar tón- hæðir jafnt svo að tónlistin bjagist ekki. Slíkar síur fást líka mótaðar eftir afsteypu af hlustinni svo að þær eru þægilegar í notkun. Er einhver ástæða til að sætta sig við að heyra aðeins hálfa heyrn? Maður gerir sér almennt ekki grein fyrir því að heyrnarskerð- ing er einn algengasti kvilli sem hrjáir fólk sem komið er um og yfir miðjan aldur. Ef þessi kvilli er ekki meðhöndlaður hefur hann mikil áhrif á lífsgæði fólks. Þannig þarf það ekki að vera. Lausnin felst í að uppgötva kvillann snemma og að gripið sé inn í. Fólk sem notar heyrnartæki lifir betra lífi, hefur meira sjálfsöryggi og almennt styrkari sjálfsmynd. Nútíma heyrn- artæki eru fíngerð, þægileg, snot- ur og jafnvel ósýnileg auk þess að vera öflug. Kringóma heyrnartæki Það nýjast í dag í heyrnarfræðum er kringóma (surround) hljóð- vinnsla. Nýju ReSound-heyrnar- tækin sem útbúin eru kringóma- tækni endurvekja tilfinningu fyrir hljóðum sem berast úr hvaða átt sem er á svipaðan hátt og þegar skipt er úr einföldum stereótækj- um með tveimur hátölurum í krin- góma heimabíó með hátalara til allra átta. ReSound-heyrnartækin setja mann í miðpunkt hljóðheims- ins sem maður hrærist í og bæta talskilning mikið, jafnvel þar sem verulegur hávaði er. Með krin- góma hljóðvinnslu vaktar maður og skynjar betur umhverfið og á auðveldara með að átta sig á hvað- an hljóðið berst. Á leið um fjölfarna götu getur maður haldið uppi samræðum og heyrt í bíl sem nálgast og vitað hvaðan hann kemur. Í teiti eða á þéttsetnum veitingastað er auðvelt að tala við þann sem er fyrir fram- an mann og um leið fylgjast með þeim sem er við hliðina eða þjóni sem spyr spurninga. Í stuttu máli er maður mjög meðvitaður um það sem er að gerast umhverfis mann. Því ætti enginn að láta heyrnina aftra sér frá því að taka þátt í líf- inu. Láttu mæla heyrnina, það er ekki flókið. Ellisif Katrín Björnsdóttir heyrnarfræðingur Forseti Íslands Sætir árásum úr her- búðum ríkisstjórnarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.