Fréttatíminn - 03.12.2010, Blaðsíða 39

Fréttatíminn - 03.12.2010, Blaðsíða 39
Þ óra er rúmlega fertug, fráskilin, í góðu hluta-starfi hjá einkafyrir- tæki. Hún á einn uppkominn son sem er farinn að heiman. Þóru líkar vel í vinnunni þótt hún sé ekki sérlega hátt launuð. „Ég hef alltaf litið niður á vændiskonur og gat aldrei skilið hvernig þær gátu hugs- að sér alls konar ömurlega menn. Ég var ekkert að hugsa um aðstæður vændiskvenna, eins og að sumar væru dóp- istar og neyddust til að selja sig til að eiga fyrir næsta skammti. Ég er í matarklúbbi með fjórum vinkonum mínum og einhvern tíma barst það í tal að við þessar einhleypu í klúbbnum værum oft á djamminu og enduðum með hinum og þessum körlum á eftir. Við vorum eitthvað að grínast með að eiginlega væri betra að selja sig, maður fengi þá eitthvað fyrir sinn snúð. Þarf einn eða tvo tvöfalda Þetta sat í mér lengi á eftir og mér tókst að sannfæra mig um að ég gæti alveg eins gert það fyrir peninga eins og frítt. Ég fór inn á einkamal. is fyrir rúmu ári og auglýsti þar, aðeins undir rós en samt þannig að það gat skilist sem kynlíf í boði gegn gjaldi. Ég fékk ótrúleg viðbrögð og þetta vatt upp á sig. Ég tek á móti mönnum heima hjá mér. Ég bý á jarðhæð með sér inngangi og veit ekki hvort aðrir íbúar taka eftir einhverju óvenjulegu. Ég þarf alltaf að fá mér einn eða tvo tvöfalda áður en ég tek á móti viðskiptavini og róa mig niður með áfengi á eftir. Ég hef ekki sagt neinum frá þessu og er eiginlega full sjálfsfyrirlitn- ingar, en tekst oftast að brynja mig alls konar afsökunum. Stundum langar mig að hætta og ég er alltaf hrædd um að hitta kúnna einhvers staðar innan um annað fólk eða að það komist upp um mig. En jafnframt er ég háð tekjunum sem ég hef af þessu, maður er fljótur að tileinka sér fínni lífsstíl. Ég get samt ekki sagt að ég berist neitt á og held að vinkonur mínar gruni ekk- ert. Ég hef líka áhyggjur af áfengisneyslunni, hún hefur aukist upp á síðkastið. Ungir strákar vilja prófa eldri konur Mér finnst ég þurfa að deyfa mig og er alltaf hrædd um að upp um mig komist. Til dæmis má ég ekki til þess hugsa að sonur minn komist að þessu. Maður er aldrei öruggur, ég er orðin hrædd og tortryggin við fólk og alltaf hrædd um að tala af mér þegar ég er í glasi. Mikið af mínum viðskiptavinum eru giftir menn í góðum efnum sem segja ekkert kynlíf í boði heima. Ég veit ekkert hvort það er satt enda skiptir það ekki máli. Ég hef fengið alls konar viðskiptavini, á öllum aldri og úr öllum stéttum, en ég reyni að velja úr. Ég hef aldrei lent í neinu „óeðlilegu“, tek ekki í mál BDSM eða neitt í þá áttina. Það er þó nokkuð um að mjög ungir strákar, allt niður í átján ára, vilji prófa eldri konur og þá verð ég alltaf hrædd um að þeir þekki eða kannist við son minn. Ég veit ekki hversu lengi ég get haldið þessu áfram, en ég veit ekki heldur hvernig ég á að hætta.“ „Það er þó nokkuð um að mjög ungir strákar, allt niður í átján ára, vilji prófa eldri kon- ur og þá verð ég alltaf hrædd um að þeir þekki eða kannist við son minn. Ég veit ekki hversu lengi ég get haldið þessu áfram en ég veit ekki heldur hvernig ég á að hætta.“ Auglýsing á einkamal.is vatt upp á sig Einstaklingi í mansali er ekki hægt að bjóða sömu þjónustu og einstak- lingi með beinbrot. Það er ekki hægt að senda þolanda mansals heim held- ur þarf viðkomandi að vera í stöðugri öryggisgæslu því líf hans er í flestum tilfellum í raunverulegri hættu. Það getur oft verið erfitt þar sem ein- staklingurinn er mjög hræddur. Það starfsfólk stofnana og samtaka sem fær þessa einstaklinga til sín kann ekki endilega að greina aðstæðurn- ar, sem er einmitt svo mikilvægt. Þetta hefur þó breyst til batnaðar síðan skýrslan kom út fyrir rúmu ári og ef við höldum vel á spöðunum verður Ísland mjög óákjósanlegt land fyrir kynlífsþrælkun.“ Fríða og Kristbjörg segja mikla þöggun ríkjandi um vændi og man- sal. „Það eru til konur sem segjast vilja vera í vændi og fullyrða að þeim líki það vel. Þá er það gott og blessað. Þetta er hins vegar bara ein hliðin á teningnum. Vændið virkar oft auðvelt til að byrja með. Svo kemur að því að einhver kúnninn fer yfir mörk kon- unnar og hún er látin gera eitthvað sem hún er ekki viss um að hún vilji eða hún hreinlega frýs og óttast að ef hún mótmæli þá bregðist kaupandinn illa við. Vændiskaupendur gera flestir þá kröfu að þegar þeir hafa greitt eigi þeir að fá þá þjónustu sem þeim líkar best og mörgum er alveg sama um hvað konunni finnst gaman eða gott.“ Vændiskonan leikur alltaf þá týpu sem kúnninn vill sjá „Það er mikilvægt að skoða vændi og mansal og tengslin þar á milli. Sá sem kaupir vændi getur í raun- inni aldrei vitað hvort hann kaupir af konu sem selur sig af fúsum og frjáls- um vilja eða ekki. Konan leikur allt- af þá týpu sem kaupandinn vill sjá. Rannsóknir sýna að 60-90% kvenna í vændi verða fyrir ofbeldi af hendi kúnna,“ segir Kristjbörg og heldur áfram: „Það gerist líka að konur sem hafa náð að hætta í vændi fara út í það aftur vegna þess að viðhorf sam- félagsins til þeirra er svo fordóma- fullt. Þær geta hreinlega ekki snúið til baka. Það þætti fáum ásættanlegt að sonur þeirra giftist fyrrverandi vændiskonu eða að fyrrverandi vændiskona fengi starfið sem þeir sóttu um. Það er staðreynd að það er litið mjög niður á þessar konur.“ Kristbjörg og Fríða Rós segjast vilja undirstrika að mansal sé afleið- ing vændis og beinlínis til að svara umfram eftirspurn. „Dönsk rann- sókn sýnir að 80% þeirra sem kaupa vændi gera það af því að þeim finnst þeir þurfa að prófa það. Vændið er í boði og þeir eru forvitnir. Þannig að fikt og forvitni ákveðins hóps karl- manna viðheldur vændismarkaðnum og þar með mansali líka.“ Framhald á næstu síðu Í sögum vændiskvennanna tveggja sem hér birtast er nöfnum breytt að beiðni kvennanna. Engin vændis-kona, sem blaðið náði sambandi við, vildi koma í viðtal undir nafni og mynd og fæstar vildu tjá sig yfirleitt. Sigrún er tæplega þrítug og er að ljúka mastersnámi við Háskóla Íslands. Hún var í þrjú ár við nám í Dan- mörku, frá 24 ára aldri til 27 ára. „Ég var á námslánum og alltaf blönk. Ég hafði heyrt að danskar skólasystur mínar væru sumar í vændi til að drýgja tekjurnar, þær hefðu meira að segja mjög mikið milli handanna. Ég spurðist einfaldlega fyrir og var bent á eina sem ég kannaðist við. Hún sagðist auglýsa á svo- kallaðri stefnumótalínu og alltaf hitta viðskiptavini sína á hóteli úti í bæ. Var á taugum fyrstu skiptin Mér hraus hálfpartinn hugur við þessu en auglýsti á sama stað. Menn gáfu upp- lýsingar um sjálfa sig og símanúmer sem ég gat hringt í. Ég var á taugum fyrstu skiptin en reyndi að velja úr menn sem mér leist þokkalega á og var heppin. Það kom aldrei neitt upp á, ég var aldrei beitt ofbeldi eða pínd til að gera eitthvað sem ég vildi ekki. Það voru mikið sömu mennirnir sem leituðu til mín. Hrædd við litla Ísland Ég hafði fínar tekjur af þessu og réttlætti mig með því að þetta gerðu svo margar stelpur, það væri ekkert við þetta að athuga. Innst inni leið mér samt eins og ég væri óhrein og var alltaf hrædd um að hitta viðskiptavin óvænt við óheppilegar aðstæður. Það hvarflaði einhvern veginn ekki að mér að halda þessu áfram eftir að ég kom heim. Bæði var ég á ein- hvern hátt ósátt við sjálfa mig og hrædd við litla Ísland, hér þekkja allir alla og svona er ekki hægt að halda leyndu. Reyni að gleyma þessu tímabili Ég er í sambúð í dag en sambýlismaður minn veit ekki af vændinu úti og ég myndi aldrei þora að segja honum frá því. Ég er hrædd um að hann fengi ógeð á mér og verð því að lifa með þessu. Stundum finnst mér ég þurfa hjálp, einhvern til að tala við, en ég veit ekki hvert ég ætti að leita. Það er ekki eins og ég hafi verið beitt ofbeldi, ég vildi þetta sjálf. Ég ræð samt stelpum eindregið frá að gera þetta, þessi heimur er orðinn miklu harðari núna, hann harðnar með hverju árinu. Það er líka erfitt að halda sjálfsvirðingunni eftir á, ég reyni bara eins og ég get að gleyma þessu tímabili.“ „Myndi aldrei þora að segja sambýlis- manninum frá“ Seldi sig með námi í Danmörku úttekt 39 Helgin 3.-5. desember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.