Fréttatíminn - 03.12.2010, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 03.12.2010, Blaðsíða 38
V ið höfum reynslu af því hér heima að bara með því að skrá sig inn á stefnu­móta síðu berast boð um vændiskaup. Við settum inn á stefnumótasíður auglýsingar frá venjulegum stelpum frá 21 árs og upp úr og þær fengu allar tilboð um greiðslur og boð um gull og græna skóga. Þó auglýstu þær sig bara sem stelpur sem vildu hitta góða stráka og voru að sækjast eftir vináttu og spjalli. Þeim bárust endalaus boð um að vinna við „luxus $ex“ og svo framvegis.“ Svona lýsir Fríða Rós Valdimarsdóttir einni af þeim leiðum sem stúlkur og konur geta flækst inn á og lent í vændi. Hún segir marga freista þess að fá stelpur í vændi. Kristbjörg Kristjánsdóttir útskýrir þá hlið betur og bendir á að karlar stundi það að hvetja stelpur til að fara út í vændi. Þeir bjóðist til að skaffa húsnæði, góða kúnna og lofi því að þær verði ríkar. Ef þær elski kynlíf sé þetta einmitt málið. „Rannsóknir sýna að stelpur og strákar sem fara að heiman á unglingsaldri lenda gjarna í klóm þessara manna,“ segir Kristbjörg. „Þeir hanga þar sem þeir vita að hálf umkomulausir krakkar halda sig, lofa þeim gististað, áfengi, dópi, ökuferðum og bjóðast til að lána þeim pen­ inga. Það kom til dæmis í ljós í rannsókn sem var gerð um vændi á Íslandi árið 2001 að slíkir karl­ ar ætlist síðan til að krakkarnir borgi fyrir með því að veita viðkomandi og vinum þeirra kyn­ lífsþjónustu til að halda gististað sínum. Þetta er kallað neyðarvændi, krakkarnir er komnir í einhvers konar þakkarskuld við viðkomandi. Aldur þessara þolenda færist sífellt neðar.“ Flestum konum líður illa í vændi – ham- ingjusama hóran er vandfundin Þær Fríða Rós og Kristbjörg standa á bak við samtökin STERK – gegn mansali. Þær eru báðar menntaðar í mannfræði og kynjafræði og hafa í námi og starfi komið að málefnum baráttunn­ ar gegn vændi og mansali frá ýmsum hliðum. Markmiðið með samtökunum er að framleiða forvarnarefni til að draga úr eftirspurn eftir mansali og vændi og vekja fólk til umhugsun­ ar um eðli vændis og vændiskaupa. Mansal og vændi eru nátengd og það má segja að eftirspurn eftir vændi hafi skapað mansal. Fríða Rós vann á síðasta ári skýrslu fyr­ ir Rauða kross Íslands og Rannsóknarstofu í kvenna­ og kynjafræðum sem ber yfirskrift­ ina Líka á Íslandi, rannsókn á eðli og umfangi mansals. Í formála skýrslunnar segir: „Sögur af mansali um heim allan hafa borist til Íslands en í almennri umræðu er gjarnan litið svo á að fyrir­ bærið hafi ekki náð fótfestu hér á landi. Má það grandaleysi að líkindum rekja til mannfæðar og landfræðilegrar einangrunar landsins, en um­ fram allt hefur lítið farið fyrir marvissri fræðslu ætlaðri almenningi um eðli mansals.“ Kristbjörg hefur unnið í athvarfi í Danmörku fyrir konur í vændi og fíkniefnaneyslu. Hún segir að konur sem selji sig á götum úti eigi flestar engan samastað til að stunda vændið og búi jafnvel á götunni og í athvarfinu með allt sitt í einum plastpoka. „Ég var að vinna með konum sem voru margar hverjar stöðugt undir áhrifum fíkniefna og seldu sig til að eiga fyrir næsta skammti. Neyðin er mikil og þær fara út á götu til að komast yfir næsta „fix“. Sumar þessara kvenna höfðu verið í vændi áður en þær urðu fíklar, sumar beittar kynferðislegu ofbeldi í æsku, höfðu aldrei fengið hjálp, þjakaðar af sektarkennd og skömm og tóku fíkniefni til að lina þjáningarnar. Þær leiddust svo í framhaldi af því út í vændi. Þetta voru konur hvaðanæva úr heiminum, sumar fórnarlömb mansals,“ segir Kristbjörg og bendir á að engin ein leið sé inn í vændið, eins og dæmin sem voru rakin hér að ofan sýna. Þrjú þúsund heimsóknir og þrjú hundruð tilboð á tveimur vikum Fríða Rós Valdimarsdóttir og Kristbjörg Kristjánsdóttir standa á bak við samtökin STERK, sem berjast gegn mansali og vændi. Í viðtali við Eddu Jóhannsdóttur segja þær meðal annars að helsta vinnan við forvarnir beinist að kaupendum og mögulegum kaupendum vændis. Engin rannsókn verið gerð á umfangi vændis á Íslandi „Umræðan um vændi hefur verið lengi í gangi á Íslandi en það hefur ekki mikið verið gert þótt lögin hafi reyndar breyst,“ segir Fríða Rós. „Okkar hugmynd hjá STERK er að beina kastljósinu að kaupendum vændis, þeim sem viðhalda eftir­ spurninni og viðhalda markaðnum. Það er ekki til neinn dæmigerður vændiskaupandi, ekkert eitt sem ein­ kennir þennan hóp. Þetta eru menn á öllum aldri úr öllum stéttum, og eins og komið hefur fram í fjölmiðl­ um núna eru dæmi um að feður séu að kaupa vændi fyrir syni sína. Það er ekki jákvætt í ljósi þess að rann­ sóknir sýna að ef vændi er fyrsta kynlífsreynsla ungra stráka eru miklar líkur á að viðkomandi verði háður vændinu og eigi erfiðara með almenn samskipti við konur sem eru ekki í vændi.“ Eftirspurn eftir vændi gríðarleg og brotavilji kaupenda ein- beittur Þær segja ekkert mál að nálgast vændi og eftirspurnin sé gríðarleg. „Það eru auglýsingar í blöðum á hverjum degi; tveir nudddálkar, ann­ ar sem er einfaldlega kynlífsdálkur, hinn hefðbundið nudd. En nudd er það orðalag sem skipuleggjendur vændis komast upp með að nota. Auglýsingar um vændi er að finna á stefnumótasíðum og við gerðum líka tilraun með að setja inn aug­ lýsingar þar sem boð um vændi var beinlínis gefið í skyn, ólíkt saklausu stúlkunum sem auglýstu eftir góðu strákunum. Í einni var notað orðið kynlífsnudd, í annarri sagðist stúlk­ an vera ung, sú þriðja sagðist bjóða upp á „high class luxus­þjónustu“. Við fengum sláandi sterk viðbrögð. Á fyrsta klukkutímanum var eitt tilboð sent á hverri mínútu. Mestu viðbrögðin fékk auglýsing þar sem stúlkan átti að vera undir 18 ára, sem sagt barn, en hún fékk 3.000 heim­ sóknir á tveimur vikum og rúmlega 300 skilaboð frá mönnum sem vildu kaupa hana. „Getur þú gefið mér einn kvikky í bílnum, má ég koma á leið úr vinnunni og þú sýgur hann á mér, eigum við að panta hótelher­ bergi?“ og svo framvegis. Þarna kom greinilega fram einbeittur brotavilji mannanna. Og þeir voru greinilega margir hverjir ekki að gera þetta í fyrsta sinn.“ Spurðar hvort þær hefðu ekki tilkynnt lögreglu um þetta sögð­ ust þær ekki geta leikið það hlutverk ef þær ætluðu að geta stundað rann­ sóknir. ,,En ef við komumst að því að einhver er í hættu þá gerum við það auðvitað. Við erum þó ekki að elta uppi einstaka menn og konur sem kaupa vændi.“ Mikilvægt að starfsfólk kunni að greina aðstæður Fríða Rós segir ýmislegt mega betur fara í sambandi við upprætingu man­ sals á Íslandi. „Það þarf til dæmis að vera til stað­ ar þjálfað fólk sem sér um þessi mál. Fríða Rós Valdimarsdóttir og Kristbjörg Kristjánsdóttir, stofnendur STERK, samtaka gegn mansali. Ljósmynd/Hari Það er ekki til neinn dæmi- gerður vændis- kaupandi, ekkert eitt sem einkennir þennan hóp. Þetta eru menn á öllum aldri úr öllum stéttum. 38 úttekt Helgin 3.-5. desember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.