Fréttatíminn - 03.12.2010, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 03.12.2010, Blaðsíða 10
flottur v etrarfatn aður! frábært v erð! úlpa frábært verð 19.990 McKInleY pIne W JacKet Vetaraúlpa með léttu og hlýju TOPSFILLFIBRE-fóðri. 5.000 mm vatnsheldni og góð öndun. Dömustærðir. Samverustund fyrir syrgjendur á aðventu er liður í eftirfylgd sem Landspítalinn og þjóðkirkjan veita. Samverustundin verður í Grafarvogskirkju 9. desember næstkom- andi. Tilgangur hennar er að gefa syrgjend- um tækifæri til að koma til kirkju, hlusta á jólasálma og hitta starfsfólk sem sinnti látn- um ástvini þeirra og fjölskyldunni í sjúk- dómsferlinu. Mikil nánd skapast milli sjúk- lings og fjölskyldu og svo starfsfólks þegar glímt er við langvinn og erfið veikindi sem standa í marga mánuði og jafnvel mörg ár, segir í tilkynningu vegna samverustund- arinnar. „Samvera þessi er mikilvægur þáttur í undirbúningi jólanna og er aðlögun fyrir syrgjendur áður en kemur að helgasta jólahaldinu. Margir eru að fara í fyrsta sinn í kirkju eftir útför ástvinar og þykir gott að fá stuðning þeirra sem sinntu þeim í sjúkdómsferlinu og sorginni. Hápunkur samverunnar aðkoma Hamrahlíðarkórsins og minningarstundin þar sem kveikt er á kertum, ljós sem er tileinkað minningu lát- ins ástvinar. Eftir athöfnina er boðið upp á kaffi og meðlæti þar sem setið er til borðs,“ segir enn fremur. Samverustund þessi er nú haldin í ellefta sinn og hefur fjöldi þátt- takenda stöðugt aukist. Er svo komið í ár að undirbúningsnefndin taldi nauðsynlegt að færa hana í stærri kirkju, þ.e. úr Grensás- kirkju yfir í Grafarvogskirkju til að tryggja að húsrúm væri nóg. -jh  GrafarvoGskirkja EftirfylGni kirkju oG landspítala Samverustund fyrir syrgjendur á aðventu Hápunkur sam- verunnar að- koma Hamra- hlíðarkórsins og minningar- stundin þar sem kveikt er á kertum ...  jólavErslunin vErslanir bítast um viðskiptavinina Tugprósentna afsláttur nokkrum vikum fyrir jól Dræm sala í byrjun nóvember rak verslunarrekendur út í að gefa afslátt svo stuttu fyrir jól, úrskýrir stjórnarformaður Samtaka verslunar- og þjónustu. Úr mánuðinum rættist þó en nú hlaupa verslun- areigendur hratt til að verða ekki undir í keppni um kúnnana. Þúsundir kaupa inn í Boston „Boston virðist sér- staklega vinsæl og nú í október, nóvember og desember förum við með 40 til 52% fleiri Íslendinga til Boston en í fyrra,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Icelandair. „Það sama má reyndar segja um New York, þar aukningin 35 til 40% frá því á sama tíma í fyrra.“ Guðjón segir að tug- þúsundir landsmanna séu á faraldsfæti. „Án þess að við höfum gert á því sérstakar rannsóknir þá blasir við starfsfólki okkar að mikið er verslað í þessum ferðum, stemning góð og kaup- getan virðist töluverð.“ Kristín Þorsteins- dóttir, upplýsinga- fulltrúi Iceland Express sem frá því í vor hefur flogið til New York, tekur undir orð Guðjóns og segir vélar þeirra mun þyngri á leiðinni heim frá Bandaríkj- unum en út. „Menn merkja það greinilega.“ t uttugu prósentna afsláttur af barna-fötum í Hagkaupi um síðustu helgi, sjötíu prósentna afsláttarslá í De- benhams og valin húsgögn í Húsgagnahöll- inni á fjörutíu prósentna afslætti fimm vik- um fyrir jól. Þá bauð Húsasmiðjan tuttugu prósentna afslátt á leikföngum um síðustu helgi og dæmi eru um að fataverslun boði til sín starfsfólk fyrirtækja eftir lokun og bjóði þrjátíu prósentna afslátt. „Eftir því sem ég heyri er nóvembersalan mjög svipuð og í fyrra. Hins vegar fór salan í mánuðinum mun hægar af stað en almennt og því fóru verslunarrekendur að huga að því að bregðast við með einhverjum hætti þegar fór að nálgast miðjan mánuðinn,“ segir Margrét Kristmannsdóttir, stjórnar- formaður Samtaka verslunar- og þjónustu, þegar hún útskýrir afsláttarbylgjuna: „Hins vegar get ég tekið undir það að nú er hraðar hlaupið og meiri barátta. Nú þurfum við verslunarmenn að hafa meira fyrir hlutun- um og því er meira um afslátt.“ Tilboðum fækkar jafnt og þétt Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Hagkaups, segir ljóst að tilboðunum fækki þegar nær dragi jólum. Hann er sátt- ur við söluna í Hagkaupi og segir að hún sé á svipuðum nótum og undanfarin ár þótt greina megi að fólk kaupi ekki jafnstórar einingar og í fyrra. „Þannig hefur það ver- ið allt árið en við berum okkur vel,“ segir hann, enda verslunin rúmlega fimmtug og verðlagið í henni að lækka. Hann segir þó að greina megi hörkuna á markaðnum víða, til dæmis á því að nú selji æ fleiri leik- föng. Leikfangamarkaðurinn velti um ein- um milljarði króna á ári og sala leikfanga bregðist sjaldan. Þess vegna séu Office 1, Húsasmiðjan, Byko, Elko og BT meðal leik- fangaseljenda. „En það skiptir máli hvort hægt er að skila og hvað fæst þá í staðinn.“ Þessi fyrsta helgi desembermánaðar seg- ir hann að verði mælikvarðinn á það sem koma skal. Margrét Kristmannsdóttir segir kaup- menn bjartsýna fyrir jólavertíðina þrátt fyr- ir efnahagsástandið: „Þeir sem ekki hlaupa hratt verða undir. Það er því mikið stuð í gangi og gaman að reka fyrirtæki í dag. Nauðsynlegt er að vera á tánum og afslátt- urinn er því ekki vísbending um svartsýni.“ Margrét óttast ekki erlenda samkeppni með verslunarferðum landans. „Íslenskir verslunarrekendur hafa alla tíð búið við það að Íslendingar ferðist mikið og kaupi mikið erlendis. Í ár sjáum við Boston, en við þekkjum þetta í gegnum tíðina þegar allir fóru til Glasgow eða allir til Dublin. Þetta er ekkert nýtt fyrir kaupmenn því við vitum að við keppum við vöruverð og úrval í útlöndum.“ Margrét hefur fulla trú á að um helgina fari jólaverslunin á fullt. „Nú eru mánaðamót og ný Visa-jól og því fer allt á fleygiferð.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Fimmtán fartölvur hvern dag um tollinn Ekki er óalgengt að greitt sé af fimmtán nýjum fartölvum frá Bandaríkjunum hvern dag á Keflavíkurflugvelli, segir Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður. Verðið á tölvum þar ytra sé það miklu lægra en hér að það geti borgað sig að fljúga eftir henni út. „Mjög algengt verð á fartölvu í Bandaríkjunum er á bilinu 700 til 1.000 dollarar [sem eru u.þ.b. 80-170 þúsund krónur], en um 13 þúsund krónur eru greiddar af tölvu sem kostar 700 dollara.“ Kári segir fólk oft halda að það borgi meira af raftækjum við komuna hingað en raunin sé og reyni því að smygla þeim í gegn. „Þá lendir það í því að borga sekt. Hún getur verið tvöföld aðflutningsgjöld auk álags og þar með er ávinn- ingurinn af því að kaupa hlutinn ytra farinn.“ Kári segir tollverðina hafa séð landsmenn kaupa jólavöruna utan landssteinanna frá því í byrjun október en búast megi við að salan detti niður núna um 10. desember. „Ég get sagt það að verðið er mjög gott í Bandaríkjunum þrátt fyrir gengi krónunnar og miklir afslættir. Við sáum til dæmis núna í kringum síðustu helgi, Þakkar- gjörðarhelgina, óhemjuafslætti og fólk gerði risa kaup.“ Nefnir hann að barnafötin séu á óvenju hagstæðum kjörum í Bandaríkj- unum og að hjón geti keypt fyrir um 1.100 dollara án þess að greiða af því skatta og tolla. Kári segist ekki sjá þess merki að fólk fari í verslunarferðir til Evrópu, enda pundið hátt og verðlag á Norðurlöndunum í hærri kantinum. Hann segir þá tollverðina hafa merkt að minna hafi verið keypt í utanlands- ferðum þetta árið og hluta af síðasta ári en áður var. „Það er aðeins komið núna með haustinu að fólk komi til baka hlaðið pinklum. En þetta er þó ekkert 2007 enn sem komið er.“ - gag Nú þurfum við verslun- armenn að hafa meira fyrir hlut- unum og því er meira um afslátt. Á hvaða heimili lenda þessi tuskudýr? Sam- keppnin á leikfangamarkaði hefur harðnað. Hagkaup keppir ekki aðeins um viðskiptavininn við Toys R’Us heldur einnig Office 1, Húsasmiðjuna, Byko, Elko og BT, svo dæmi séu tekin. Ljósmynd/Hari 10 fréttir Helgin 3.-5. desember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.