Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Page 11

Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Page 11
HESKETH PEARSON Leikstjórinn Bernard Shaw í æsku sinni í Dýflinni og síðar á ung- lingsárum í Lundúnum sá Bernard Shaw síðustu leikara í fornum stíl á sviði: Ristori, Salvini og Barry Sullivan. Athyglisgáfa hans var næm, hann lifði sig inn í leikinn af sömu ástundun og leikararnir sjálfir og lærði af þessu fólki, hvernig flytja mætti langar ræður og dramatísk atriði, án þess að reyna um of á röddina eða þreytast. Hann sá, hvermg þessum leikurum gat tekizt upp, þó að þeir virtust ekkert reyna á sig. Þeir liðu honum aldrei úr minni, og þegar hann tók að semja leikrit, endurvakti hann langar ræður eins og tíðkuðust í elztu leiklist, ásamt persónugerð Shakespeare- timans og tækni Euripidesar og Molieres. En þegar hér var komið, höfðu Henry Irving, Eleanore Duse og fleiri skapað hinn latlausa nýtízku-leikstíl, en klassíski stíll- mn þótti ekki framar eiga við. Því gerði Shaw sér lítið fyrir, þegar farið var að sýna leikrit hans, og kenndi leikurunum, sem lært höfðu af náttúrustefnunni, að flytja mál sitt með tilþrifum eins og áður gerðist. Ég spurði einhverju sinni Sir Johnston For- bes-Robertson, en handa honum samdi Shaw Cæsar og Cleopötru, hvermg honum 'hefði þótt leikstjórn höfundanns. Hann svaraði: ,,Shaw kunni allt, sem að leiklist laut, á fingrum sér. Hann vissi meira en við allir himr samankomnir. “ í fyrstu átti Shaw við ramman reip að tÉaga. Leikararnir fundu engan botn í sam- tölunum. ,,Er þetta fyndni?“ spurði einn þeirra. ,,Látið þér áheyrendur um það“, svaraði Shaw; ,,þér eigið að segja orðin eins og þér meintuð þau, jafnvel þó þér vitið ekkert, hvað þau merkja.“ Eitt af fyrstu leikritum hans ,,Hver veit“ (You never can tell) var búið und- ír Lundúnasýningu í Haymarketleikhúsi 1897. En leikfólkið vissi ekkert, hvernig það átti að fara með verkið. Tveir leikar- anna sögðu hlutverk sín ófær og skárust úr leik. „Engin fyndni og engar góðar út- göngusetningar“, sagði einn. Shaw sagði mér frá öðrum aðalleikaranum, sem hafði fatazt hvað eftir annað á réttum raddblæ og rann í skap: ,,Komið þér sjálfur og seg- íð það,“ sagð hann loks. Shaw fór um- yrðalaust upp á sviðið og mælti fram setn- inguna. Eftir það var leikarinn fúll. Shaw Hesketh Pearson hefir samið ævisögur Shakespeares, Disraelis, Sidneys Smiths, Bernards Shaws, Oscars Wildes o. fl. í sumar kom hann til Reykjavíkur í boði félagsins Kynningar og flutti fyrir- lestra um Shaw og Wilde. Fyrir tilmæli Helgafells reit hann eftirfarandi grein um kynni sín af Shaw sem leikstjóra og leikhúsmanni. I ár er liðin öld frá fæð- ingu Shaws. wvJ

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.