Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Síða 47

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Síða 47
FJÁRMÁL öfugt farið annars staðar á Norðurlöndum. Með afnámi aðstöðugjalds hefur dregið úr þörf fyrir tekjujöfnunar- framlög og með sameiningu sveitarfélaga mun draga enn frekar úr þeirri þörf. Við samanburð á fyrirkomulagi jöfnunargreiðslna hér og annars staðar á Norðurlöndum þarf að hafa mjög ríkt í huga að þar eru greiðslur ríkisins mjög stór hluti af almennum tekjum sveitarfélaga en hér eru þessar tekjur hlutfallslega miklu lægri og fyrst og fremst hugsaðar til jöfnunar á milli sveitarfélaga. Á fundi fulltrúaráðs Sambands íslenskra sveitarfélaga í mars 1994 voru kynntar þær hugmyndir sem þá voru uppi í nefndinni um breytingar á jöfnunarframlögunum. f ályktun fulltrúaráðsfundarins var í öllum aðalatriðum lýst yfir stuðningi við þessar hugmyndir. Tillögur nefndarinnar voru síðan kynntar á landsþingi sveitarfélaganna sl. haust og í ályktun landsþingsins er lýst yfir stuðningi við meginatriði tillagnanna. Helstu breytingar sem lagðar eru til á tekjujöfnunar- framlögunum eru að í stað tveggja viðmiðunarflokka nú verði viðmiðunarflokkamir fjórir og að framlögin verði miðuð við fullnýtingu álagningarstofna sveitarfélag- anna. Lagt er til að skilgreiningu þjónustuframlaganna verði breytt í tekjustofnalögunum þannig að hlutverk þeirra verði að jafna mismunandi útgjaldaþörf sveitarfélaga. Núverandi grunnskóla- og tónlistarskólaframlög verði felld inn í þjónustuframlögin og horfið verði frá þeim skörpu skilum sem nú eru í þjónustuframlögunum mið- að við tiltekinn íbúafjölda, í stað þess breytist þau fram- lög, sem tengd eru íbúafjölda, línulega eftir mismunandi stærðarhagkvæmni sveitarfélaga. í tillögunum kemur fram að gert er ráð fyrir að breyta þurfi jöfnunarsjóðskafla tekjustofnalaganna til að tillög- ur um breytt þjónustuframlög geti náð fram að ganga. Tillögur 1. Tekjujöfnunarframlög Viðmiðunarflokkar verði fjórir: a) Reykjavík b) Sveitarfélög með 10.000 íbúa og yfir, önnur en Reykjavík c) Sveitarfélög með 300 - 9.999 íbúa d) Sveitarfélög með færri en 300 íbúa. Framlögin verði miðuð við fullnýtingu álagningar- stofna allra sveitarfélaga. Sveitarfélögin fái greitt sem nemur mismuninum á meðaltekjum sínum og 96% af viðmiðunartekjum. 2. Þjónustuframlög Skilgreiningu þjónustuframlaganna verði breytt í tekjustofnalögunum þannig að hlutverk þeirra verði að jafna mismunandi útgjaldaþörf sveitarfélaga með tilliti til stærðarhagkvæmni þeirra. Útgjaldaþörf sveitarfélaga verði reiknuð út á grund- velli eftirfarandi viðmiðana: 1. íbúafjöldi 0-5 ára 2. íbúafjöldi 6-15 ára 3. íbúafjöldi 70-80 ára 4. íbúafjöldi 81ársogeldri 5. Snjómokstur 6. Fjarlægðarviðmiðun (vegalengdir, fjöldi km) 7. Vegalengd skólaaksturs (fjöldi km) 8. Kennslutími í skólum Vægi þessara viðmiðana verði mismunandi og færi það í einhverjum mæli eftir útgjaldaskiptingu sveitarfé- laganna í heild. Með þessu er lagt til að núverandi grunnskóla- og tón- listarskólaframlög verði felld inn í þjónustuframlögin. Horfið verði frá þeim skörpu skilum sem nú eru í þjónustuframlögunum miðað við tiltekinn íbúafjölda; í stað þess breytast þau framlög, sem tengd eru íbúafjölda, línulega eftir mismunandi stærðarhagkvæmni sveitar- félaga. Greinargerð Tekjujöfnunarframlög Gerðar eru tillögur um að breyta tekjujöfnunarfram- lögum á þann veg að í staðinn fyrir flokkun sveitarfélaga í tvo viðmiðunarflokka verði viðmiðunarflokkamir fjór- ir. Núverandi flokkar eru: - Sveitarfélög með 300 íbúa og yfir. Viðmiðunartekjur em landsmeðaltal skatttekna. - Sveitarfélög með færri en 300 íbúa. Viðmiðunartekj- ur em meðaltal skatttekna sveitarfélaga með færri en 300 íbúa. Lagt er til að viðmiðunarflokkamir verði eftirfarandi: - Reykjavík - Sveitarfélög með 10.000 íbúa og yfir, önnur en Reykjavík. Viðmiðunartekjur verði meðaltal skatttekna þessara sveitarfélaga. - Sveitarfélög með 300 - 9.999 íbúa. Viðmiðunartekj- ur verði meðaltal skatttekna þessara sveitarfélaga. - Sveitarfélög með undir 300 íbúum. Viðmiðunartekj- ur verði meðaltal skatttekna þessara sveitarfélaga. Með því að skipta sveitarfélögum í fjóra flokka er bet- ur verið að fara eftir ákvæðum laganna um að tekjujöfn- unarframlögum skuli úthlutað „til sveitarfélaga sem hafa lægri skatttekjur en sambærileg sveitarfélög...“ Heildartekjur viðkomandi sveitarfélaga verði reiknað- ar á hvem íbúa miðað við fullnýtingu álagningarstofna, þ.e. þær reiknaðar eins og öll sveitarfélög noti hámarks- álagningarprósentu á báða tekjustofnana (útsvar og fast- eignaskatt). Viðmiðunartekjur verði reiknaðar á sama hátt þannig að sveitarfélög fái tekjujöfnunarframlög óháð nýtingu tekjustofna sinna. Lagt er til að verulega mikil fasteignaskattsálagning minni sveitarfélaga, vegna virkjana og stórfyrirtækja, 1 09

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.